Vikan


Vikan - 10.03.1949, Blaðsíða 2

Vikan - 10.03.1949, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 10, 1949* PÓSTURINN • Svar til „Vinnukonu“. Við teljum bréf þitt mjög athyglis- vert, en álítum hins vegar ekki tlma- bært að birta það í heilu lagi. Við vildum gjaman ráða þér heilt og teljum, að þú eigir ekkert að skipta þér af þessu. En ef þú getur ómögu- lega horft upp á þetta lengur, skaltu hverfa úr vistinni. Svar til „tveggja, sem þrá að verða sjómenn“. Skipaútgerð rikisins gerir út þessi skip, og því sjálfsagt að snúa sér þangað. ---- Elsku Vika mín! Ég hef tekið eftir því, hve vel þú Framhald á bls. 7. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Gíslína Jónsdóttir (við pilt eða stúlku 14—16 ára), Björg Þórisdóttir (við pilt eða stúlku 18—20 ára), Sigrún Ragnarsdóttir (við pilt eða stúlku 15—17 ára), Sigríður Guðbjartsdóttir (við pilt eða stúlku 16—18 ára) — allar á Hjalt- eyri við Eyjafjörð). Guðmunda S. Gestsdóttir (við pilt eða stúlku 15—18 ára), Túngötu 32, ísafirði. Hafdís Árnadóttir (við pilta eða. stúlkur 12—14 ára), Baldurshaga, Grindavík. Framhald á bls. 14. Gissur og Rasmína kvikmynduö! Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur (talið frá vinstri): Albert Erlingsson, gjaldkeri, Pálmar Isólfsson, formaður, Einar Þorgrímssbn, fjármálaritari, Knútur Jónsson, ritari, og Sigmundur Jóhannsson, varaformaður. Prýðileg, íslenzk litkvikmyrnd ingarauki að veiðimálunum sé gefinn sá gaumur, sem þau fyllilega eiga skilið. Kvikmyndin ,,Við straumana" fjallar fyrst og fremst um laxveiðar í ám og vötnum og munu allir þeir, sem stangaveiði unna, hafa mjög mikla ánægju af að horfa á hana. En burtséð frá stangaveiðunum, er hér um gullfallega kvikmynd af mörgum af fegurstu stöðunum á landinu að ræða, og munu tvímælalaust fleiri en veiðimenn njóta óskiptrar ánægju af því að horfa á hana. Myndin fjallar m. a. um laxveiðar í Elliða- ánum, í Laxá r Kjós, í veiðiánum í Borgarfirði, — þá fyrst og fremst Norðurá, — í Miðfjarðará, Laxá í Aðaldal i Þingeyjarsýslu, Laxá í Hrepp- um og í Soginu. Þá eru í myndinni kaflar frá Mývatni, Meðalfellsvatni og fleiri stöðum. Mynd- in var tekin við mjög góð skilyrði sumurin 1946 og 1947 og sjást í henni margir þjóðkunnir menh, sem áhuga hafa á stangaveiðiíþróttinni. Sýn- ingártími myndarinnar er um klukkustund og telja dómbærii- menn hana með fallegustu kvik- myndum, sem gerðar hafa verið hér á landi. Itarleg skýring hefur verið töluð inn í kvik- myndina og hefur Pétur Pétursson útvarpsþulur annast það. Þá hefur tónlist verið sett í hana, mestmegnis eftir islenzka höfunda, og er hún leikin af hljómsveit Ríkisútvarpsins undir stjórn Þórarins Guðmundssonar, tónskálds. Þeir Svein- björn Egilsson og Magnús Jóhannsson hafa séð um upptöku tals og tóns. Stangaveiðifélag Reykjavikur verður 10 ára 17. maí og hefur þegar gefið út myndalegt af- mælisblað. Er starfsemi félagsins hin merkileg- asta og ber að þakka öilum aðilum, sem staðið hafa að töku þessarar ágætu kvikmyndar. • Tónlistarfélagið hefur fengið hingað til lands kvikmynd, þar sem Gissur, vinur okkar í Vik- unni, og Rasmina eru höfuðpersónurnar! Verður hún sýnd í Tripolibíó. Og þetta er ekki teikni- mynd, eins og okkur datt fyrst í hug, heldur er það fólk, sem leikur í myndinni. Faðir kvik- myndaleikarans Mickey Rooney, Joe Yule að nafni, leikur Gissur. Slíkar kvikmyndir, gerðar eftir teikninayndum blaðanna, eru mjög algeng- ar vestan hafs og t. d. hefur Gissur verið kvik- myndaður sex sinnum síðan „hann sá dagsins ljós“ 1912. — Á efri myndinni sést t. v. teikn- arinn George McManus og leikarinn, sem fer með hlutverk Gissurar. — Á neðri myndinni sjást Gissur og Rasmína eins og þau eru í kvik- myndinni og í horninu að neðan teikningin af þeim. „Við straumana." heitir Ijómandi falleg og skemmtfleg litkvikmynd, sem gerð hefur verið að tilhlutan Stangaveiðifélags Reykjavíkur og nokk- urra áhugasamra veiðimanna, og sýnd hefur verið við ágæta aðsókn í Gamla Bíó. Kjartan Ó. Bjarnason hefur tekið þessa mynd og á mikið lof skilið fyrir hana. Hefur ekkert verið tilsparað af hálfu Stangaveiðifélagsins og þeirra áhugamanna, sem kostað hafa myndina, að gera hana eins vel úr garði og frekast hefur verið imnt, enda má telja, að kvikmyndin hafi tekizt i alla staði prýðilega og að hún nái til- gangi sínum fullkomlega. Það, seni vakti fyrir Stangaveiðifélaginu, er það ákvað að beita sér fyrir því, að gerð yrði kvikmynd af laxveiðum í íslenzkum ám og vötn- um, var fyrst og fremst það, að auka kynni manna af stangaveiðiíþróttinni og efla skilning manna á henni, þar sem mjög lítið hefur verið um kynningarstarf á' því sviði, enda þótt full á- stæða hafi verið til þess. Stangaveiðin á vax- andi vinsældum að fagha og eru nú starfandi félög stangaveiðimanna víðsvegar á landinu og með hverjum deginum fjölgar þeim mönnum, sem gerast meðlimir í þeim. Stangaveiðifélag Reykja- víkur er stærsta veiðifélagið á landinu, telur nokkuð á fjórða hundrað meðlimi. Hefur það á prjónunum ýms áform, m. a. varðandi ræktun nýrra fiskistofna i ám og vötnum, byggingu nýtízku klakstöðvar og sitt hvað annað, sem of langt yrði að rekja hér. En allar þessar fram- kvæmdir miða fyrst og fremst að því, að búa sem bezt í haginn fyrir þá, sem stangaveiðar stunda, svo þeir geti notið sem mestrar ánægju í veiðiferðum, auk þess sem það er mikill menn- Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.