Vikan


Vikan - 10.03.1949, Side 11

Vikan - 10.03.1949, Side 11
VIKAN, nr. 10, 1949 11 Framhaldssaga: BLAA LESTIM Sakamálasaga eftir Agatha Christie 19 um kröggum, mjög slæmum kröggum, gjaldprot vofði yfir honum. Þetta var eina leiðin út úr þeim.“ „En af hverju tók hann gimsteinana ?“ „Til þess að láta líta svo út, sem glæpurinn væri venjulegt lestarrán. Að öðrum kosti gat grunurinn fallið strax á hann.“ „Ef svo er, hvað hefur hann þá gert við rúbín- ana?“ „Það er eftir að vita. Um nokkrar leiðir getur verið að ræða. Það er maður í Nice, sem ef til vill kann að reynast hjálplegur, maðurinn, sem ég henti yður á úti á tennisvellinum.“ Hann stóð á fætur og Van Aldin stóð einnig upp og lagði aðra höndina á öxl litla mannsins. Þegar hann tók til máls, var röddin hás af geðs- hræringu. „Finnið manninn, sem myrti Ruth,“ sagði hann, ,,um annað bið ég ekki.“ Poirot rétti úr sér. „Felið það í hendur Hercule Poirot,“ sagði hann öruggur; „óttist ekki. Ég skal komast að sann- leikanum." Hann dustaði fis af hattinum sínum, hrosti sannfærandi til miljónamæringsins og fór út úr stofunni. Nokkuð af sjálfstraustinu var þó horf- ið úr andliti hans, þegar hann gekk niður stig- ann. „Þetta er nú gott og blessað," tautaði hann fyrir munni sér, „en það eru ýmsir erfiðleikar. Já, miklir erfiðleikar." Um leið og hann gekk út úr gistihúsinu, nam hann skyndilega staðar. Biil hafði numið staðar fyrir utan dyrnar. 1 hon- um var Katrín Grey, og Derek Kettering stóð við bílinn og var í alvarlegum samræðum við hana. Eftir eina eða tvær mínútur ók bíllinn af stað og Derek stóð eftir á gangstéttinni og horfði á eftir honum. Það var undarlegur svipur á and- liti hans. Hann yppti óþolinmóðlega öxlum, and- varpaði djúpt, sneri sér við, en uppgötvaði þá, að Hercule Poirot stóð við hlið hans. Hann hrökk við. Þeir litu hvor á annan. Poirot staðfastur, en Derek með einskonar kæruleysislegri þrjózku. Það var hæðni í röddinni, þegar hann tók til máls, og lyfti augnabrúnunum lítið eitt um leið. „Þetta er indæl stúlka, finnst yður ekki?“ Framkoma hans var nú fullkomlega eðlileg. „Jú,“ sagði Poirot hugsandi, „Það lýsir ung- frú Katrínu mjög vel.“ Derek stóð kyrr án þess að tala. „Og svo er hún einstaklega geðfeld, finnst yður ekki?“ ,,Já,“ sagði Derek; „hún á ekki ma.rga sína líka.“ Hann talaði hægt, næstum því eins og við sjálfan sig. Poirot kinkaði kolli. Svo hallaði hann sér að Derek og sagði í breyttum, alvarlegum tón: ,Þér fyrirgefið gömlum manni, þó að hann segi eitthvað, sem yður kann að virðast óskammíeil- ið. Mig langar til að hafa fyrir yður eitt af máltækjum ykkar Englendinga: „Nýjar ástir skyldu ekki fóstraðar fyrr en gamlar eru hðn- ar“.“ Kettering sneri sér að honum reiðilega. „Hvern déskotann eigið þér við?" „Þér reiðist mér,“ sagði Poirot stillilega. „Eg bjóst við því. Við hvað ég á — ég á við, herra minn, að það er annar bíll hérna með annarri konu. Ef þér lítið við, munuð þér sjá hana.“ Derek sneri sér á hæl. Hann sótroðnaði af reiði. „Mírella, fjandinn hirði hana!“ tautaði hann. „Ég skal fljótlega —“ Poirot stöðvaði hann. „Er það hyggilegt, sem þér ætlið að gera núna?“ spurði hann i aðvörunarróm. Það brá fyrir grænum glampa í augum hans. En Derek var of reiður til að skeyta um aðvaranir hans. „Ég er búinn að slíta öllu sambandi við hana, og hún veit. það," sagði hann reiðilega. „Já, þér eruð búinn að slíta öllu sambandi við hana, en er hún búin að slíta öllu sambandi við yður?“ Derek hló snöggum, hásum hlátri. „Hún slítur ekki sambandi við tvær miljónir punda, ef hún getur komizt hjá því," tautaði hann; „yður er óhætt að trúa Mírellu til þess.“ Poirot lyfti augnabrúnunum. „Þér eruð ekki bjartsýnn á mannlegt eðli,“ sagði hann lágt. „Er það ekki?“ Það var engin kæti í brosinu, sem færðist yfir andlit hans. „Ég hef lifað nógu iengi, herra Poirot, til að vita, að allt kven- fólk er nokkurn veginn eins." Svipur hans mild- aðist allt i einu. „Allar nema ein.“ Hann mætti augnaráði Poirot með þrjózku. „Þessi," sagði hann og sneri höfðinu í áttina til Cap Martin. „Jæja," sagði Poirot og það gætti ögrunar i röddinni. „Ég veit, hvað þér ætlið að segja," sagði Derek og bar ört á, „eftir að hafa lifað eins iifi og ég hef lifað, er ég ekki samboðinn henni. Þér ætlið að segja, að ég hafi ekki einu sinni leyfi til að hugsa slíkt. Þér ætlið að segja, að það sé ekki um að ræða að gefa hundi ljótt nafn — ég veit, að það er ekki fallegt að tala svona fáum dögum eftir að konan mín dó, og var þar að auki rnyrt." Hann þagnaði til að draga andann, og Poirot notaði tækifærið til að skjóta inn í: „En ég hef ekki sagt nokkurn skapaðan hlut.“ „Þér ætluðuð að segja þetta." „Jæja?" sagði Poirot. „Þér ætluðuð að segja, að ég geti ekki gert mér neinar vonir um að kvænast Katrínu." „Nei,“ sagði Poirot, „það ætlaði ég ekki að segja. Þér hafið slæmt orð á yður, satt er það, en slíkt hefijr aldrei nein áhrif á kvenfólk. Ef þér væi’uð siðvandur og hefðuð aldrei gert neitt, sem þér áttuð ekki að gera, og — ef til vill allt, sem þér áttuð að gera — þá mundi ég efast mjög um líkur yðar. Siðgæðisþroski er, eins og þér vitið, ekki rómantískur. En hann er mik- ils metinn — af ekkjum.“ Dei’ek Kettering starði á hann, svo sneri hann sér á hæl og gekk að bílnum, sem beið. Poirot horfði á eftir honum með athygli. Hann sá hina fagurbúnu dansmær halla sér út um gluggann og tala. Derek Kettering nam ekki staðar. Hann tók ofan hattinn og hélt áfram. „Sjáum til,“ sagði Hercule Poirot, „nú er víst kominn tími til að ég haldi heirn." Þegar hann kom heim, var George að pressa buxurnar hans. „Gott veður í dag, George, dálítið þreytandi, en hreint ekki óskemmtilegt," sagði hann. George tók þessum athugasemdum eins og venjuleg, án þsss að breyta um svip. „Já, herra." „Persónleiki glæpamannsins, George, er skemmtilegt viðfangsefni. Margir morðingjar hafa mikla persónutöfra." „Ég hef alltaf heyrt, að dr. Crippen hafi verið viðfeldinn maður. Samt brytjaði hann konuna sína niður eins og spað.“ „Dæmi yðar eru alltaf táknræn, George." Þjónninn svaraði ekki og í sömu svifum hringdi síminn. Poirot tók heyrnartækið. „Halló, halló, já, já, það er Hercule Poirot, sem talar." „Þetta er Knighton. Viljið þér bíða augnablik, Poirot, Van Aldin langar til að tala við yður.“ Það varð stundarþögn, svo heyrðist rödd miljónamæringsins. „Er það Poirot? Mig langaði bai’a að segja yður, að ungfrú Mason kom til mín rétt áðan af sjálfsdáðum. Hún hefur verið að hugsa málið, og hún segir, að hún sé nærri viss um, að mað- urinn í París hafi verið Derek Kettering. Hún segir, að sér hafi fundizt hún kannast við hann, en hún gat ekki komið honum fyrir sig. En nú telur hún sig nokkurnveginn vissa." „Einmitt," sagði Poirot, „þakka yður fyrir, Van Aldin. Þetta er í áttina." Hann lagði frá sér símann og stóð stundar- korn kyrr og það lék undarlegt bros um varir hans. George varð að tala tvisvar til hans áður en hann fékk svar. ,,Ha?“ sagði Poirot. Hvað voruð þér að segja, George?“ „Ætlið þér að boi’ða hádegisverð heima, herra, eða ætlið þér út?“ „Hvorugt," sagði Poirot. „Ég ætla að fara í rúmið og fá mér blund. Hið væntanlega hefur skeð, og þegar hið væntanlega skeður, kemst ég alltaf í geðshræringu." 25. KAFLI. Þrjózka. Mírella hallaði sér út úr bílnum um leið og Derek Kettering gekk framhjá. „Derek — ég þarf að tala við þig snöggvast —“ En Derek hélt áfram og tók aðeins ofan hatt- inn i kveðjuskyni. Þegar hann kom heim i gistihúsið, gekk dyi’a- vörðurinn í veg fyi’ir hann og sagði: „Það bíður maður eftir yður, herra." „Hver er það?“ spurði Derek. „Hann sagði ekki til nafns sins, herra, en hann sagði, að hann ætti brýnt erindi við yður, og að hann ætlaði að bíða.“ „Hvar er hann?“ „I litla salnum, herra. Hann kaus heldur að bíða þar en hér i anddyrinu." Derek kinkaði kolli og fór þangað. í litla salnum var enginn nema gesturinn, sem stóð á fætur og hneigði sig af íburðarmikilli kurteisi um leið og Derek kom inn. Svo \hldi til, að Derek hafði aðeins einu sinni séð de la Roche greifa, en hann þekkti hann þó strax og hleypti reiðilega brúnum. Hvílík ósvífni! „De la Roche greifi, er ekki svo?“ spurði hann. „Ég er hræddur um, að þér eyðið tima yðar til einskis með þvi að koma hingað." „Það vona ég ekki," sagði greifinn alúðlega. Það stirndi á hvítar tennurnar. Hin fágaða kurteisi í framkomu greifans hafði jafnan litil áhrif á kynbi’æður hans. Allir karl- menn, undantekningarlaust, höfðu óbeit á hon-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.