Vikan - 10.03.1949, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 10, 1949
13
iyVársdraumur pers
BARNASAGA
Það var kominn ' sjötti janúar.
Jólaleyfið var búið. Jólatréið hafði
verið látið út i snjóinn, og rúið öllu
sínu skrauti.
Skrautið lá á stofuborðinu, milli
stjaka með hálfbrunnum kertum.
Per hafði bæði tekið þátt í undir-
búningi undir jólin og því að „bera
jólin út.“ Hvortveggja hafði honum
þótt jafn skemmtilegt.
Per tók því með karlmennsku, að
kökukassar móður hans voru nær því
tæmdir. Þetta kvöld fékk hann venju-
legt brauð, og sætti sig vel við það.
En það var eitt, sem Per hlakkaði
ekki til: að taka saman skólabæk-
urnar. Móðir hans hafði minnt hann
á, að þetta þyrfti að gerast.
Per lét svo bækurnar í tösku sína.
Voru þær í góðri ásigkomulagi og
hhfðarpappír utanum hverja bók.
Skólataskan, með bókunum, var
látiiá við rúm Pers. Drengurinn liátt-
aði, þegar er þessu var lokið og
steinsofnaði strax. Það var nauðsyn-
legt að safna kröftum undir skóla-
gönguna.
Jólaleyfið var liðið.
Þegar komin var hánótt, opnaðist
skólataskan, og landafræðin kom
upp úr henni. Hún mælti: „Þekkirðu
mig Per?“
„Ja—á,“ sagði Per.
„Ætlarðu að ferðast með mér á
nýja árinu?" spurði landafræðin.
Per góndi út í loftið. Hann mundi
í svipinn ekki eftir neinni landa-
fræðiferð. Landafræðin mælti: „I
fyrra ferðuöumst við um Evrópu. Á
þessu ári eigum við að ferðast til
Ameríku. Við komum ekki úr þeirri
för fyrr en við getum teiknað kort
af borgum, vötnum ám, elfum, fjöll-
um o. fl.
Per sagði: „Hittum við Indiána?“
„Svo getur farið,“ svaraði landa-
fræðin.
„Ja—á,“ sagði Per. Harrn var
spenr.tur fyrir Indíánum. Hann hafði
ekki til hugar komið, að svo
skemmtilegt væri að tala við landa-
fræðina og raun bar vitni.
Landafræðin hneigði sig fyrir
Per, og fór að því búnu niður i
töskuna.
Svo kom náttúrufræðin. Hún
mælti: „Fcrðu með mér i ferðaiag
á bossu ári, Per?“
Hann svaraði: „Pu —. Það er
ekkert annað i þér en um blóm, dýr
og þess háttað.“’
„Ég ferðast um náttúrunnar stóra,
dásamlega ríki, og skýri dásemdir
þess sem guð skapaði. Það er líka
ferðalag."
Náttúrufræðin fletti blöðum sín-
um, og var montin af myndum þeim
og teikningum, er hún var prýdd
með. Hún hélt áfram fnáli sínu:
„Sjáðu! Á þessu ári förum við um
lönd eíjnafræðinnar og eðlisfræðinnar.
Það er.u lönd full leyndardóma og
dulrænna lögmála. Við höldum svo
inn í heim rafmagnsins. Þú munt
verða hrifinn, en verða var við smæð
þína.
Er þú kemur úr þessari ferð munt
þú dást að almætti skaparans."
„Ja—á,“ svaraði Per. Náttúrufræð-
in gat komið vel orðum að því, sem
hún hafði að segja. Per þótti hún
skemmtileg.
Náttúrufræðin bar sig tígulega.
Hún sagði ekki meira og fór í tösk-
una.
Þá komu bibliusögurnar. Þessi
bók bar litlu systur sína ■— sálma-
bókina — á handleggnum.
Þessi bók mælti: „Ætlarðu að
ferðast með mér á nýja árinu, Per?“
Per svaraði: „Ætlar þú einnig að
ferðast ?“
„ Já, ég lætla til landsins helga. Þú
skalt koma með mér til Jerúsalem,
Getsemane og Golgata. Við skulum
koma á staðina, þar sem Jesús
dvaldi. Við skulum t. d. ganga fram
með Genesaretvatninu."
Per sagði: „Ég hef oft farið þetta.“
Hann var ekki hrifinn af þessari
væntanlegu ferð.
„Já, það er rétt,“ sagði bókin. „En
þessi ferð er um andans ríki, og þar
eru allir hlutir ávallt nýir og töfr-
andi.“
Þú verður hrifinn af því, sem þú
heyrir og sérð. Þú verður svo glaður
og þig langar til að syngja. Þess-
vegna skulum við hafa systur mína
— sálmabókina — með okkur. Allt,
sem ég fræði þig um, endurtekur
hún í bundnu máli og er stuttorð.
En hún hefur tónana (lögin) til
hjáipar.
„Ja—á,“ sagði Peiv
Sálmabókin 'mælti: „Ég hef hlut-
verki að gegna um fram aj'rar bæk-
ur. Á helgum dögum hvílast allar
skólabækur, að^ mér undanskilinni.
Ég fer með fólki í kirkju.
Meðhjálparinn festir upp töflu með
númerum. Og í mér eiga kirkiugest-
irnir að finna tilsvarandi númer.
Við munum fara margar ferðir til
kirkju í fylgd hvort með öðru, án
annara bóka.
Biblíumyndir
1. mynd: Á fjórða rílcisári Daríusar
konungs kom orð Drottins til Saka-
ría . . .
2. mynd. Þá kom orð Drottins her-
sveitanna til mín, svo hljóðandi:
Tala 'þú til alls landslýðsins og til
prcstanna á þessa lciJ: Þar sem þér
liafiJ fastað pg kveinað í fimmta og
sjöunda mánuðinum nú í sjötiu ár,
Jivort var það mín vegna, að þér
föstuðuð . . . Dæmið rétta dóma og
augsýnið hver öðrum lrærleika og
miskunnsemi.
3. mynd: Svo segir Drottinn her-
sveitanna: Enn munu gamlir menn
og gamlar konur sitja á torgum
Jerúsalem og hvert þeirra hafa
staf í hendi sér fyrir elli sakir. Og
torg borgarinnar munu full vera af
drengjum og stúlkum, sem leika sér
þar á torgunum.
4. mynd: Þetta er það, sem yður
ber að gjöra: talið sannleilra hver
við annan og dæmið ráðvandlega og
eftir óskertum rétti í hliðum yðar.
Enginn yðar hugsi öðrum illt I
hjarta sinu og hafið eltki mætur á
lyga-svardögum. Því að allt slíkt
hata ég, segir Drottinn.
Þegar vel liggur á fóllti, og það vill
syngja, er margt í mér, sem það
getur sungið. Einnig geta hinir
harmþrungnu fengið margt hjá mér
til þess að syngja. Ég er mjög þýð-
ingarmikil bók.“
„Ja—á,“ sagði Per.
Svo fóru þessar bækur í töskuna.
Þá kom lítil bók. Það var einkunnar-
bókin. Per brá ónotalega.
Hann mælti: „Hvaða erindi átt
þú ?“
Bókin svaraði: „Ég vil vita hvort
þú ætlar líka að ferðast með mér.“
Per sagði: Pöh! ætlar þú að ferð-
ast ? Þitt ferðalag verður þá ekki
annað en hringsól um skúffu kennar-
ans. Farðu niður i töskuna, og sofðu.
Þú ert, í raun og veru, ekki bók.“
Bókin svaraði: „Það má til sanns
vegar færa. En ég er spegill."
Per sagði: „Þú ert montin. Spegill?
Ég hefði gaman af þvl að vita hverj-
um kæmi til hugar að spegla sig í
þér.“
Drengurinn var mjög forviða.
Einkunnabókin mælti: „Við tölum
saman í sumarleyfinu. Á blöðum
mínum getur þá að ljta spegilmynd
af þér, eða frammistöðu þinni í skól-
anum. Ég er hátt sett bók. Faðir
þinn og móðir rita nöfn sin á mig.“
Per sagði: „Þú ert opinská."
„Ja—há, það er ég,“ svaraði bók-
in.
„En ég vil vera vinur þinn. Ég
óska þess, að þú verðir hreykinn af
mér. Farðu í ferðalag með öllum
bókunum, sem talað hafa við þig í
nótt. Vertu iðinn og góður. Svo fer
ég með þér heim i sumarleyfinu, með
fagra spegilmynd af þér frá skóla-
árinu.
Það verður gaman. Af mér getur
þú hlotið mikinn heiður. Og mín verð-
ur minnzt lengst allra bókanna.“
Að svo mæltu fór einltunnarbókin
niður i töskuna.
Eins og gengur —
Hvíld!