Vikan


Vikan - 10.03.1949, Blaðsíða 15

Vikan - 10.03.1949, Blaðsíða 15
 VIKAN, nr. 10, 1949 Vélaverkstæði Síg. Sveinbjörnsson h.f. Skúlatún 6 Sími 5753 Vélaviðgerðir — Vélsmíði Uppsetningar í vélum og verksmiðjum FRAMKVÆMIR: Hvers konar viðgerðir á Dieselmótorum og Benzínmótorum. SMtÐUM: Tannhjól og hvers konar vélahluta. Bobbinga úr járni fyrir mótorbáta. Rafgufukatla. Síldarflökunarvélar o. m. fl. Höfum fullkomnustu vélar og tæki. wélaverkstæði Sig. Sveinbjörnsson h.f. 15 Olíukyndingartæki Á síðustu árum hefur notkun olíukyndingartækja færst mjög í vöxt. Margskonar tæki hafa verið fáanleg — bæði erlend og innlend, sem gefið hafa misjafna raun. Vér teljum, að oss hafi tekist að framleiða þá gerð olíu-kyntra katla, sem að sparneytni, öryggi (sé öryggi ekki tekið úr sambandi) og gæðum taki fram öllum þeim gerðum slíkra tækja, sem þekkt eru hér á lándi. Eftirfarandi umsagnir bera með sér, að oss hefir tekist að gera viðskiptamenn vora fyllilega ánægða. „Eftir ósk viðskiptanefndar, hef ég athugað nokkra olíukynta miðstöðvarkatla, sem vélsmiðja Olav Olsens í Njarðvíkum hefur smíðað. Mér líst mjög vel á katl- ana og kyndingarútbúnaðinn. Tel ég mikla nauðsyn á því að þeir séu athugaðir gaumgæfilega og bornir saman við innflutta katla. Að sögn þeirra, sem notað höfðu katlana 2 vetur, er olíueyðsla þeirra sérlega lítil og kyndingarkostnaðurinn langtum minni en venjulegt er. Reykjavík, 2. september 1948. Sveinbjöm Jónsson, byggingarmeistari. Emil Björnsson, gjaldkeri Byggingarsamvinnufélags starfsmanna stjórnarráðsins segir: í ágústmánuði s. 1. sumar smíðaði Vélsmiðjan Ol. Olsen h.f., Ytri-Njarðvík, fyrir mig olíukyndingarketil með tilheyrandi olíukynd- ingu. Áhöld þessi hafa reynst ágætlega, og með góðum hita 6 herbergja íbúðar hefir eyðslan verið um 130,00 kr. pr. mánuð, enda þótt rörlagnir í miðstöðvarklefa hafi til þessa verið óeinangraðar....... Marteinn M. Skaftfells, kennari, segir: Mér er ljúft að votta, að olíukyntur ketill frá Vélsmiðju 01. Olsen í Ytri-Njarðvík hefur reynst sérstaklega vel. Ketillinn hitar tvær 100 ferm. íbúðir. Kynnt er allan sólarhring- inn og hitakostnaður um kr. 100 á íbúð mánaðarlega. Einnig vil ég taka fram, að tæki þessi frá Vélsmiðju 01. Olsen valdi ég eftir að hafa aflað mér upplýsinga bæði um þau og önnur tæki, sem fáanleg eru...... Þorsteinn Guðmundsson Mávahlíð 24 segir: Ég und- irritaður votta hérmeð að hafa keypt olíukyntan mið- stöðvarketil frá Vélsmiðju Ol. Olsen í Ytri-Njarðvík. Ketillinn hitar upp 250 ferm. húsnæði. Hitakostnaður á mánuði er um 200 kr. í fyrravetur hafði ég olíukynd- ingu af annari gerð, og var hitakostnaður þá um 400 kr. á mánuði eða helmingi meiri ..... Margar slíkar umsagnirliafa oss borist. Sparið pen- inga yðar og kaupið aðeins það bezta, sem völ er á. Fullkomið öryggi gegn eldhættu. Leitið tilboða frá oss áður en þér festið kaup annarsstaðar. Vélsmiðjan Ol. Olsen h.f. Ytri-Njarðvík, sími 222.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.