Vikan


Vikan - 10.03.1949, Page 6

Vikan - 10.03.1949, Page 6
6 VIKAN, nr. 10, 1949 um og dýrum máltíðum, mörgu þjónustufólki og takmarkalausri gestrisni, gagnvart kunningj- um og ættinni. Annars var þetta sama fólkið, sem hittist. Ungu mennirnir og stúlkurnar þekktust frá því þau voru börn og aldrei bættust neinir kunnugir í þann hóp. Celíu fannst ungu stúlkurnar, sem voru miklu fleiri, karlmönnunum síðri. Þær voru að vísu fríðari, en enginn þeirra hafði fallegan litarhátt. Það var líka mikil og hörð samkeppni milli þeirra, sem var eðlilegt, og kom þá í ljós að þær höfðu allar æst lundarfar. Hlutu þær allar mjög strangt uppeldi — var ennþá algengt á Blanque að ráðnar væru eldri konur til að fylgjast með þeim. Dagarnir liðu, einn af öðrum. Hún hafði nú verið þarna í næstum fjórar vikur og kunni alltaf jafnvel við sig. Á morgnana vann hún við störf sín, síðari hluta dags ók hún út með Olgu og oft fóru þær til að drekka te eða að horfa á tennis hjá einni af hinum ótalmörgu frænkum Olgu. Stundum fóru þær að sigla með Lance og syni hans. Við sólarlag var alltaf fjörlegur hópur samankominn á sólpallinum í Sedrushlíð og sjaldan borðuðu þær kvöldverð einar. Alec Mackenzie kom oft, Lancing, Guy og frænkurnar komu og fóru á öllum tímum dags. Á hverjum degi var sólskin, kvöldin voru hlý og tungl- skinsbjört. Celíu fannst lífið sem hún lifði þarna bæði friðsælt og fagurt. Leyndarmál, sem hún geymdi í hjarta sínu og vildi ekki ennþá viöur- kenna fyrir sjálfri sér, jók á fegurð alls i augum hennar, gerði hverja stund unaðsrika, jafnvel þegar hún var að ieysa af hendi erfiðustu skyldustörf sin. Mayley-systurnar höfðu boðið heilum hóp til tedrykkju. Blómagarðurinn á Rósalundi var þéttskipaður tágastólum, Koddum, sumarklædd- um konum og eigi allfáum karlmönnum. Ung- frú Rósa sat við teborðið, Anna tók á móti gestunum, en Misseena var á sifelldu flökti á milli fólksins. Olga var umkringd af karlmönn- um eins og venjulega, Annetta rétti gestunum kurteislega bolla og brauðföt, en sat þess á milli á kræklóttri sedrusviðargrein. Það var henni líkt að kjósa fremur að sitja þar en á stól innan um hitt fólkið. Celía, sem nú hafði verið á Blanque í einn mán- uð, horfði í kringum sig eins og í leiðslu. Augna- ráð hennar leitaði alltaf að malarstignum, sem lá frá stóra hliðinu. Og skömmu seinna komu tveir karlmenn gangandi þar upp, voru það Mackenzie læknir og Lancing. Celía fann að hjarta hennar tók að slá hraðar. Karlmennirnir voru allir hvítklæddir. Föt Mackenzie læknis voru úr nokkuð þykku og stífu efni og sýndist hann allur stærri og þreknari fyrir þá sök. Lancing var í fallegum, þunnum fötum, hvítri skyrtu og með blátt bindi. Hvíti liturinn fór honum vel. Celía sá hann lúta yfir önnu Mayley, taka upp hönd gömlu konunnar og kyssa á hana. Lancing gat gert margt, sem hefði þótt uppskafningsháttur og heimskulegt af öðrum karlmönnum. Hann heils- aði nú öðrum kunningjum sínum. Celía sá, að allt kvenfólkið horfði á hann, hún heyrði líka hvað það sagði: „Ó, Lance —“, „Lance, ég þarf að taia við þig —“ Alls staðar kvað við nafn hans, eða svo fannst Celíu. Hún fann allt í einu til afbrýðisemi gagnvart þessum konum, sem voru kunningjar hans. Hún var jafnvel afbrýðisöm við önnu Mayley og ósk- aði þess að hún væri gömul kona, ef Lance myndi þá taka um hönd hennar og kyssa. hana. En Lance talaði ekki lengi við konurnar, hann kom beint til Celíu, fékk sér stól og settist við hlið hennar. „Hvers vegna eruð þér svona alvarlegar, ung- frú Celía?“ spurði hann. „Er ég það?“ Hún hafði öran hjartslátt, en reyndi að hafa vald á rödd sinni. „Ég held, að þér séuð oftast alvarlegar!“ sagði hann brosandi. ,,En hvað ég hlýt að vera leiðinleg.“ „Leiðinleg? Það er öðru nær. Ég átti aðeins við, að þér væruð ekki alltaf símasandi — að þér væruð með alvörusvip, sem færi yður vel ekki siður en þessi einfaldi, snotri kjóll, sem þér eruð í.“ Hún leit niður á kjól sinn. Það var sami rós- ótti kjóllinn með breiða, hollenzka kraganum, sem hún hafði verið í við heimsóknina að Ljósa- lundi. „Það gleður mig, að yður skuli þykja það.“ Lancing brosti. „En hvernig geðjast yður að okkur? Eruð þér hrifnar af eyjunni ?“ „Ég elska hana,“ svaraði hún óðara, hlýlega. „Það er gott.“ Hann virtist glaður á svipinn. „Mér finnst sjálfum við vera skemmtilegur hóp- ur — en stundum erum við nokkuð ákaflynd. Ég held að loftslagið geri okkur þannig.“ „En vilduð þér búa annars staðar?“ „Ég að búa annars staðar! Nei — enginn stað- ur getur jafnazt á við Blanque." „Ég er alveg sammála yður,“ sagði Celía. „Og mér finnst loftslagið og veðráttan með afbrigð- um góð.“ „Veðráttan hefur líka engin áhrif á yður,“ svaraði hann. „Skapferli yðar er sem djúpt og lygnt stöðuvatn ■— og mjög tært —“ Hún óskaði þess, að hann talaði ekki svona nema honum væri þetta alvara. Hún vissi ekki hverju hún skyldi svara, en hún slapp úr þeirri klipu við að Alec Mackenzie kom til þeirra. „Um' hvað eigið þið svona skemmtilegar við- ræður?“ spurði hann. „Um veðráttuna hér á eyjunni," svaraði Lence óðara. „Og hafið þið komizt að einhverri niðurstöðu?" „Já, mér finnst hún með afbrigðum góð og skemmtileg." „Þér hafið ekki ennþá lent í rigningu eða stormi hérna," svaraði Alec þurrlega. „Ég efast um að þér verðið eins hrifnar af veðurfarinu á eftir, ungfrú Latimer." Celía hló. Alec var stundum svo skrítinn. „Fáðu þér sæti, friðarspillir," sagði Lance við vin sinn. Alec dró stól til þeirra. Þriðji maður- inn slóst einnig i hópinn og var það Horner skólastjóri. Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Ósköp er þetta leiðin- legt! Nú ætla þau að vera í burtu í tvo daga — ég er svo einmana — ég má til með að skrifa bless- aðri konunni minni bréf. Pabbinn: Hún fær líklega ekki bréfið fyrr en i kvöld, ég held ég verði að senda henni skeyti. Pabbinn: Hve lengi er skeyti að komast til Ástardals ? Stúlkan: Tvo tíma. Pabbinn: Það er ekki vist hún verði við, þegar skeytið kemur, það er bezt ég hringi i hana. Mamman: Já, elskan mín, ég er búin að fá bæði bréfið og skeytið — þú ert afskaplega hugsunarsamur — ó hvað ég vildi, að þú værir kominn. Lilli: Da-da koma heim! Pabbinn Hvenær fer lestin til Ástardals? Maðurinn: Eftir fimm mínútur.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.