Vikan


Vikan - 10.03.1949, Blaðsíða 9

Vikan - 10.03.1949, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 10, 1949 9 Fréttamyndiv' Það er ekki gott að borða um of af jólasælgætinu, því að þá er hætt við magaverkjum! , Á iðnaðarsýningunni i Englandi í» sumar mátti sjá þessa spjaldskrár- vél, sem talin er vera fljótvirkasta spjaldskrárkerfi, sem til er. 1 hjól- inu eru 6000 kort og er því snúið með handhjóli en hægt er að stöðva það eða hægja á því með hemlum. Vélin tekur litið gólfpláss, og lok er sett yfir hjólið, þegar hún er ekki í notkun, til þess að verja kortin ryki. Sun Fo, forsætisráðherra Kína, var nýlega staddur í San Francisco, þar sem hann var til geislalækninga. Rolls Royce-verksmiðjan i Derby i Englandi framleiddi fjölda þeirra flugvéla, sem notaðar voru við loft- varnir við England í stríðinu. Nýlega var vígð í verksmiðjunni rúða til minningar um þá, sem féllu í loft- bardögunum. Hér er Derby-biskupinn að fram- kvæma vígsluna. Póstþjónar um allan heim eiga erfiða daga I desember; þegar jóla- annríkið byrjar. Fyrir jólin höfðu 100,000 smálestir af vörum verið' fluttar loftleiðis til Berlín siðan bann Rússa hófst. 1 til- efni af því var sendur matvælakassi skreyttur silkiböndum. 1 undanúrslitum á Olympiuleikunum í 200 metra hlaupi kvenna urðu þær A. D. Williamson (723) frá Bretlandi og S. B. Strick- land frá Ástralíu (668) jafnar, en þriðja varð D. Robb frá Suður- Afríku (905). Myndir, sem teknar voru sýndu, að þær voru svo hnífjafnar, að ekki varð á milli greint. Finnar (til vinstri) og Frakkar keppa um sigurinn á fjögurra manna fari. Frakkar unnu. i Myndin er af leikkonui.'.i Hazel Brooks, sem vann fyr.v' í verðlaun í myndakeppni, scm' var haldin í Los Angeles. Granito Pignatelli di Belmonte, kardináli í Vatikanríkinu, dó fyrir skömmu .96 ára gamall. kappróJri

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.