Vikan


Vikan - 10.03.1949, Blaðsíða 10

Vikan - 10.03.1949, Blaðsíða 10
10 VIKAI'T, nr. 10, 1949 • HEIM Matseðillinn Eggjasúpa,. 4 1. vatn, 125 gr. sagómjöl, 8 egg, 375 gr. púðursykur, 1 'A dl. rabarbarasaft, kanill og sítrónu- börkur. Vatnið er soðið í nokkrar mínútur með kúnilstöng og sítrónuberki og jafnað með sagómjöli, sem hrært hefur verið út í % 1. af vatni. 8 eggjarauður og 3 hvítur eru hrærðar ásamt púðursykrinum, þar til það er orðið hvítt, þá er heitri súpunni hellt saman víð og stöðugt hrært i á meðan. 1 súpuna er látinn 1>,4 dl. rabarbarásaft og ef til vill 14 1. sherrý. Hakkað kjöt. Ya kg. svínakjöt, 400 gr. soðnar kartöflur, 75 gr. tvíbökumylsn& eða hveitibrauð, 1 egg, mjólk, salt, pipar, 50 gr. feiti. Kjötið er þvegið og hakkað einu sinni í hakkavél ásamt kartöflunum, blandað tvíbökumylsnunni eða hveiti- brauðinu, sem bleytt hefur verið í mjólk. Eggið, sem búið er að þeyta, salt og pipar látið saman við. Eins- laga stykki eru mynduð, velt upp úr eggi og tvíbökumylsnu og steikt í feiti. H Ú S R ÁÐ Það auðveldar mjög strauinguna, að hengja þvottinn vel upp á snúr- urnar. Það á að breiða hann sléttan á snúrumar og klemma fastan á þeim stöðum, þar sem ekki er hætta á að hann rifni. í einn bolla af kakó er notuð ein teskeið full af dufti, sem stráð er út í mjólkina volga, en ekki heita og hrært í með þeytara. Þannig er hægt að losna við að hræra duftið '-út í skál. Sykur er eftir smekk. Venjulega er talið að sex bollar fáist úr einum lítra of mjólk. Sítrónur haldast óskemmdai’ í mánuð ef hver einstök er vafin í silkipappír og þær lagðar i pappa- kassa með sandi í. Með því að hnoða sitrónuna er hægt að ná safanum betur úr henni. Grundvöllur þegnskapar ! ..... Eftir Dr. G. C. Myers. ...... Tizku*rtynd Eggjahvíta geymist bezt ef örlitlu af salti er stráð í hana. Vatnskranar gljá lengur ef borin er á þá parafínolía eftir fæginguna. Heimilið má skoða sem lítið þjóð- félag og á heimilum sínum fara börn- in fyrst að finna til þess að þau hafa skyldur að rækja viö náungann, enda ber foreldrum að temja börn sín þegar á unga aldri til þess að gera þau góða þjóöfélagsþegna. Skólarnir gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að skapa úr barninu góðan borgara, en skoðun mín er sú, að foreldrunum beri að skila börnum sínum í hendur skólakennara með sem mestar þegnskapartilfinningar. Það auðveldar verk skólamannanna og gefur foreldrunum betri trygg- ingu þess, að börn þeirra verði góðir þegnar. Því að það er engan veginn víst, að börn, sem hljóta góða vitnisburði fyrir þegnskap í skóla sínum, séu jafnákjósanlegir borgar- ar í foreldrahúsum, ef foreldrarnir sjálfir hafa ekki haft áhrif á um- gengisvenjur þeirra. Þess vegna verða foreldrar að veita ungum börn- um sínum hið strangasta eftirlit og atlæti og rækta með þeim hollar til- finningar gagnvart réttum og skyld- um þjóðfélagsþegnanna. Réttur annarra. Eitt hið fyrsta, sem kenna þarf börnum á ungum aldri, er að kenna þeim að virða rétt annarra, kenna þeim að meta það sem aðrir eiga eða segja. Þetta skyldu foreldrar kenna börnum sínum, þegar er þau eru skriðin úr vöggu. Kenna þeim að fara vel með sína eigin hluti og þá ekki síður að ganga vel um í húsum annarra manna og virða þar hvern hlut. Foreldrar eiga að kenna börnum sínum, að suma hluti megi þau ekki snerta, af því aðrir menn eigi þá og öðrum mönnum sé ekki leyfilegt að handfjatla þá en eig- endunum. Er þá víst að börnin læra smám saman að virða rétt og eigur annarra og skilja, að þau mega ekki krefjast meira en þeim ber. Um ábyrgðartilfinningu Enginn verður góður þegn þjóð- félags síns nema hann sé gæddur all ríkri ábyrgðartilfinningu. Hana verða því foreldrar að rækta með barni sínu ungu. Þeim ber að kenna því að gæta sinna eigin muna, þegar er það fær vit til að eiga hluti og leika sér með þá og framar öllu að þroska svo ábyrgðarkennd barnsins, að þvr verði eðlilegt að ábyrgjast nokkuð af sínum eigin eignum og aðgerðum. Það er sjálfsagt að gefa því mörg tækifæri til þess að hafna og velja, en gæta þess jafnframt, að ekki sé gengið neitt á annarra rétt. Það má þroska svo ábyrgðartil- finningu barnsins, að það annist sjálft um að koma jafnan á tilsett- um tíma í mat eða í háttinn, svo að foreldrarnir þurfi ekki að eyða um það neinum orðum. Enda er hollt að barnið finni til þessarar skyldu, þar sem raunverulega er gengið á rétt foreldra þess, einkum móður, ef út af. er brugðið. Barninu á smátt og smátt að kenna að fara með peninga og kenna því snemma, hvers virði þeir eru, ef meðferð þeirra er hófsamleg og viturleg. Og loks verða foreldrar að brýna fyrir bömum sínum að koma alltaf fram af sanngirni við leikfélaga sína og níðast ekki á réttindum þeirra. Allt þetta þurfa börnin að læra i foreldrahúsum til þess að traustur grundvöllur verði lagður að framtíð þeirra sem góðra þjóðfélagsþegna. f------------------------ Saga Reykjavíkur Eftir Klemenz Jónsson. 1. og 2. bindi i skinnbandi Nokkur eintök enn fáanleg hjá bóksölum. Steindórsprent h.f. >■ Þarna er verið að ljúka við að útbúa gerfi Fredric March í kvikmyndinni „Christopher Columbus". Fer hann með hlutverk Columbusar og er hluti myndarinnar tekin í Vcstur-Indíum. (Myndin er frá J. Arthur Rank kvik- myndatökufélaginu í London.)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.