Vikan


Vikan - 10.03.1949, Blaðsíða 5

Vikan - 10.03.1949, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 10, 1949 ... Framhaldssaga: * Beishwr druhhwr * Astasaga eftir Anne Duffield um að vera heima og hátta, því að hann væri að koma þreyttur heim úr veiðiferð. Tveir svertingjapiltar lýstu þeim með sveifl- andi ljóskerum niður gangstíginn að bryggjunni. Þegar Lancing hjálpaði Celíu um borð í bátinn, sagði hann: „Ég hefi notið þessarar kvöldstundar." „Það hefi ég einnig gert,“ svaraði hún. „Haldið þér, að þér munið koma aftur að Ljósalundi ?“ ,,Ef mér verður boðið ■— Hún reyndi aö tala glettnislega, en átti erfitt með það. Hann hélt í hönd hennar og virtist hafa gleymt að sleppa henni. Hún fann þrótt og eirðarleysi streyma frá honum með handtaki hans — handtak þetta var ólíkt öllu, sem hún þekkti. Hún þóttist bæði geta fundið til öryggis og festu við það að snerta þessa hönd, en jafn- framt fór seiðandi straumur um líkama hennar, sem æsti hana. „Yður mun verða boðið,“ sagði hann. Svo sleppti hann að lokum hönd hennar. Hún hag- ræddi sér á koddanum og fannst sem hún hefði losnað úr einhverri prisund. Hún gleymdi aldrei sjóferðinni heim í tungls- ljósinu. Sjórinn var dökkur, tunglsgeislarnir féllu í hvítum rákum á sjávarflötinn, vindurinn var lieitur og öldurnar gljáfruðu lágt. Lance stóð við stýrið. Andlit hans sást skýrt í tunglsljósinu, brúnir handleggirnir fram úr uppbrotnum skyrtuermunum hreyfðust liðlega, cn þó svo örugglega, fram og aftur. Nóttin var fögur - og Lance sjálfur var fagur, þar sem liann stóð þarna. Þarna átti hann heima, á hrað- ckreiðum báti í vindi og ölduskvampi. Hann var þögull og með allan hugann við þessa íþrótt, sem hann unni svo mjög. Celíu fannst hann vera þeim öllum svo fjarlægur. Hún fann til heimskulegrar afprýðisemi gagnvart vindinum og hafinu, sem Lance var að berjast við. Ef hún tala'i til hans myndi hann óðara heyra til i'.cnnar og svara, en þrátt fyrir það þráði hún að hrifsa hann til sín frá einhverju — sem hún vissi ekki hvað var. Þótt skammt væri á milli þeirra í bátnum, var hann óralangt frá henni á þessari stundu. „Þetta er hreinasta brjálæði," tautaði Celía hálfhátt, skelfd yfir þessum heimskulegu hugs- unum sínum. „Hvað sögðuð þér,“ spurði Olga letilega, þar sem hún sat á kodda við hlið hennar. . Ekkert! Ég var að tala við sjálfa mig,“ Celía hló hálf vandræðalega. „Eitt af fyrstu sjúkdómseinkennunum!" svar- aði Olga. „Þetta dásamlega tunglskin kemur öllum úr jafnvægi." „En tunglið er ekki fullt,“ sagði Annetta skyndilega. „Fullt?" át Celia upp eftir henni. „Það er aðeins við fullt tungl sem —,“ tók Annetta aftur til máls. „Þegiðu, barn,“ sagði Lance höstugur. „Já, en Lance frændi —“ „Farðu fram á og slakaðu á,“ skipaði hann. Annetta flýtti sér glöð að hlýða skipuninni. Hún hafði svo gaman af að hjálpa Lancing. Celía velti því fyrir sér, hvað Annetta hafði ætlað að segja og hvers vegna Lancing hefði þaggað svona skjótt niður í henni. En nokkrum mínútum seinna lögðust þau við duflið, Annetta hoppaði upp þegar Lance gaf henni merki og hnýtti legufærin við stóran járnhring. Lance slakaði á stórseglinu, fór á eftir henni og sneri sér við til að hjálpa konunum niður, en Alec Mackenzie settist við stýrið. Lance reri með þær í land, lýsti þeim upp gangstíginn, bauð frænkum sínum glaðlega göða nótt og sneri sér svo að Celíu, sem stóð hæversk- lega fyrir aftan. „Góða nótt, Celía!“ Aftur hvíldi hönd hennar i lófa hans. Hann þrýsti höndina meira en vin- gjarnlega. „Munið að efna loforð yðar! Þér verðið að koma aftur að Ljósalundi." Síðan var hann horfinn, geislum frá ljóskeri hans sást bregða fyrir inn á milli trjánna. Celía horfði á ljósbjarmann þar til hann hvarf algjör- lega að lokum. 8. KAFLI. Eyjan Blanque var dásamlegur staður, eða svo fannst Celíu. Þarna var ekki aðeins náttúrufegurð heldur var fólkið allt mjög viðfeldið og vingjarnlegt. Þvi svipaði að mörgu leyti til fólks í litlum enskum þorpum og sveitum. Þarna voru landeig- endur — eigendurnir að búgörðum með banana- lundum, blómagörðum, sem voru fallegir þótt þeir væru illa hirtir, og gömlum, dimmum og skugga- legum húsum. Presturinn var visinn og ellilegur eins og litla kirkjan, sem stóð á einu hæðinni á eyjunni. Systir prestsins var orgelleikari í kirkj- unni og notaði hún alltaf stóra flókahatta og flatbotnaða skó og réði öllu í sóknarnefndinni. Ógift stúlka, sem fyrrum hafði verið kennslu- kona á heimili, hafði skóla fyrir ungar stúlkur og í drengjaskólanum kenndi bara einn maður, skólastjórinn sjálfur. Líf þessa fólks var mjög fábreytt og rólegt og féll Celíu það vel. Allt fyrirfólkið var af fáum ættum, svo sem Lancing- og Mayleyætt- inni, og höfðu þessar ættir svo gifzt saman í marga ættliði. Það var ungfrú Anna, sem fræddi Celíu um þetta. Forfeður þessara ætta, sagði Anna, höfðu búið í Suðurríkjum Bandarikjanna, en það fólk hafði yfirleitt verið miklu tignara og menntaðra en það sem settist að í Norðurríkjunum. Þegar þessar ungu nýlendur undir aldamótin 1800 gerðu uppreisn á móti konungi sínum, höfðu margir af þessum göfugu mönnum kosið fremur að yfir- gefa búgarða sína með þrælum sínum og fjöl- skyldu og leita sér nýrra heimkynna, sem voru undir enskri stjórn. Nokkrir höfðu farið til Kanada, aðrir til Vestur-Indía eða Bermuda- eyja, eða einhverra lítilla eyja svo sem Blanque. Hér í þessu góða og milda loftslagi gróðursettu þeir og reistu sér hús og ættirnar höfðu sára- lítið breytzt á þessari einu og hálfu öld, sem liðin var. Ungfrú Arma sagði, að allir negr- arnir á Blanque væru afkomendur þeiri'a fyrstu þræla, sem komið höfðu til eyjarinnar. „Og við sjálf erum „hreinræktaðir Englend- ingar, þótt við séum svona fjarri Englandi.“ sagði Anna. „Við erum jafnvel „hreinræktaðri" en flestar ættir i Englandi nú á dögum. Við höfum ekki blandazt öðrum þjóðum.“ Þetta var satt, sem hún sagði. Það voru ekki fleiri en sex ættarnöfn, sem afkomendur tignu landnemanna báru, en þeir voru að minnsta kosti helmingur eyjarskeggja. Hinn helmingur- inn var mezt verzlunarfólk, sem bjó í bænum og var komið af sjómönnum, kaupmönnum og ævintýramönnum, sem höfðu flækzt til eyjar- innar. Samkomulag var gott meðal eyjaskeggja, en í rauninni litu afkomendur gömlu höfðingja- ættanna niður á þessa minni háttar nágranna stna og blönduðu ekki blóði við þá. Celía hafði gaman af þessari fastheldni við gamlar siðvenjur þótt úreltar væru orðnar. Henni geðjaðist vel að stolti fólksins og einkum að þeirri staðreynd, að þetta elskulega fólk var allt „ein stór fjölskylda", eins og Carruthers hafði komizt að orði við hana. Henni kom aldrei til hugar að íhuga málið frá öðrum hliðum. Hún hafði ekki viðurkennt, að minni fastheldni og meiri blöndun hefði orðið þessu gólki til góðs eins. Hún vildi ekki hafa það öðruvísi, henni fannst líf fólksins til fyrir- myndar og Blanque hreinasta Paradis. Eyjan var afar einangruð. Tvisvar í mánuði kom gufuskip við á ferðum sínum milli Banda- ríkjanna og Englands. Þar fyrir utan voru engin póst- eða farþegaskip, en lítil flutningaskip komu oft með vörur eða til að sækja þær. 1 skipum þessum voru mjög ófullkomnir klefar fyrir einn eða tvo farþega, sem skyldu vilja fá far til annarrar eyju eða til Bandaríkjanna, en það var afar sjaldan. Lancing notaði þessar ferð- ir stundum þegar hann þurfti til Virginíu og sömuleiðis menn í verzlunarerindum, en oftast fór Lancing þetta í vélbát. Annars voru eyjar- skeggjarnir ánægðir með að sitja alltaf heima og vakti það ánægju Celíu. Einkurn furðaði hún sig á, að unga fólkið gerði sig ekki síður ánægt með að sitja heima en eldri kynslóðin. Á Blanque var fátt um þær skemmtanir, sem Celía var vön að bræður hennar og systur sæktu að staðaldri. Það voru engir bílar á eyjunni, engin leikhús, hótel eða nætur- skemmtistaðir og hið eina sóðalega kvikmynda- hús, sem til var, var aðeins sótt af negrum. Það hafði komið til tals að reisa betra kvikmynda- hús og fá betri myndir til sýninga, en það hafði virzt ókleift, meðal annars sökum kostnaðar- ins. Unga fólkið varð þvi að skapa sér sjálft ein- hverjar skemmtanir. Aðalskemmtunin var að sigla, og hvert barn átti einhvers konar bát. Farið var i veiðiferðir, róið í tunglsskininu, kynnt bál á ströndinni, stundaður tennis og böð og einstaka sinnum haldnir dansleikir. Var ekki annað hægt að segja en að skemmtanalífið á Blanque væri afar saklaust og hollt. Ungu mennirnir unnu við að hjálpa feðrum sínum við stóru búgarðana — en það var hvorki mikið né erfitt starf. Búgarðarnir báru sig sum- ir tæplega, en enginn vildi samt selja nokkurn landskika. Fólkið kærði sig ekki um að láta land sitt af hendi við ókunnuga. Enginn plantekru eigandinn var ríkur, en allir virtust hafa nóg fyrir sig. Flestir áttu eitthvert lausafé og synirnir þörfnuðust því ekki að leita sér að launaðri atvinnu. Kröfurnar voru ekki miklar, til fata þurfti lítið í þessu loftslagi; eyðslan fólst öll í heimilishaldinu, margréttuð-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.