Vikan


Vikan - 10.03.1949, Blaðsíða 3

Vikan - 10.03.1949, Blaðsíða 3
3 * VIKAN, nr. 10, 1949 KR fimmtíu ára \ (Sjá forsíöu). KR er stofnað í marzmánuði 1899, því að þá komu nokkrir ungir menn saman í toúð Guðmundar Olsens í Aðalstræti (þar sem verzlunin Man- chester er nú), og bundust félags-' skap .um það, að kaupa knött. Lagði hver maður fram 25 aura til kaup- anna, en það hrökk nú skammt. Knötturinn fékkst þó •—: með afborg- un, og þar með var félagsskapur myndaður og nefndur „Pótboltafélag Reykjavikur“. Voru félagsmenn þess- ir fyrstu árin: Bræöurnir Pétur og Þorsteinn Jónssynir, Jóhann Antons- son, Þorkell Guðmundsson, bræðurn- ir Kjartan og Geir Konráðssynir, Björn Pálsson (Kalman), Davíð Ólafsson, Bjarni Ivarsson, Guð- mundur Guðmundsson, Hábæ, Guð- mundur Þorláksson, Guðmundur Þórðarson, Hól, Jón Björnsson, bræðurnir Bjarni og Kristinn Pét- urssynir, Sigurður Guðjónsson, Brunnhúsum, Guðmundur Stefánsson glímúmaður og Kristinn Jóhanns- son, Laugarnesi. Siðar bættust við smám saman: Bræðurnir Jón og Pétur Halldórssynir, Richard Thors, Simon Þórðarson, Skúli Jónsson, Jón Þorsteinsson, bræðurnir Ámi og Lúðvíg Einarssynir og Benedikt G. Waage. Hann var annars með þeim allra fyrstu, sem tóku þátt í knatt- spyrnu, því að í tíð Fergusons að- stoðaði hann föður sinn i marki, ef með þurfti! Pyrsti knattspyrnukappleikur, sem háður var hér á landi, var fyrir alda- mót. Var þá keppendum raðað í lið eftir hlutkesti, en flestir voru við- vaningar og kunnu litt að fara með knöttinn. Bar mest á þeim Adam Barcley og Magnúsi Magnússyni frá Cambridge, er voru sinn i hvoru liði. Á aldamótahátíðinni var aftur háður kappleikur, og var liði þá skipt af handajhófi, en fyrirliðar l'ikan sneri sér til forustumanna K.R. og fékk hjá þeiin eftir farandi upplýsingar um sögu þessa elzta knattspyrnufélags landsins og hina margþættu starfsemi þess. ðlik.l liátíðarhöld fara fram í sambandi við afmælið og gefið er út myndarlegt afmælisblað; er forsaga félagsins hér rakin eftir því. . s valdir þeir bræðurnir Þorsteinn og Pétur Jónssynir. Vann lið Pétur sig- ur og fékk að verðlaunum 25 krónur í peningum, einn minnispening og heiðursskjal, sem Benedikt Gröndal hafði skrautritað. Voru það fyrstu verðlaunin, sem „Fótboltafélagi Reykjavíkur“ hlotnuðust. Mun skjal- ið nú því miður vera glatað, en minnispeningurinn er til. Nokkru seinna var háður annar kappleikur með sömu foringjum og vann þá lið Þorsteins, en annars mátti kalla, að menn æfðu knattspyrnu aðeins sér til gamans fyrstu 8—10 árin. Félags- skrá var víst aldrei samin, og gjöld félagsmanna voru ekki önnur en þau, |er þurfti til þess að kaupa knetti, og einu sinni voru keyptar markstengur og steyptar niður í völlinn. öll þessi ár er rétt að telja Þorstein Jónsson formann félagsins, því að hann tók að sér að smala mönnum saman til æfinga og hann stóð fyrir því að panta knetti frá firma í Liverpool. Voru venjulega keyptir 2 knettir á ári, en ekki treystust menn tii að kaupa sér ein- kennitspeysur, vegna þess hvá^ þær vorib'dýrar. Þó fjölgaði félagsmönn- um stöðugt, og nokkru eftir alda- mót hafði liðinu verið skipt niður í 2—3 flokka til æfinga. Þó mun hafa verið farið að draga úr á- huganum aitur, því að 29. júní 1910 er haldinn svokallaður vakningar- fundur í „Fótboltafélagi Reykjavik- ur“. Má telja, að þá fyrst komist fast skipulag á félagsskapinn, því að þá er fyrst farið að bóka funda- gerðir og þá er kosin regluleg stjórn. Síðan eru samin og samþykkt lög fyrir félagið upp úr því, eða 23. marz 1911. Á þennan „vakningarfund" voru boðaðir 30 menn, en 16 komu. Var þá og fyrst ákveðið hvernig lið skyldi æfa; að menn væru ávallt i sama liði og hefði hver sitt hlut- verk. Þá var Knattspyrnufélagið Fram stofna.ð fyrir nokkru (1908) og fór Erlendur Ó. Pétursson, formaður KR. að koma meira líf og áhugi i menn á knattspyrnunni. Voru^ í „Fram“ eingöngu piltar innan 18 ára aldui’S, og sást bað fljótt á því félagi, hve míkils virði það er, að rnenn temji sér knattspyrnu n'ógu snemma. þvi að piltarnir í Fram urðu hinum fljótt skeinuhættir. Árið 1911 var gamli íþróttavöllur- inn gerður, og lagði „Fótboltafélag Reykjavíkur" nefskatt á menn sina til þess að geta greitt sinn skerf i vallarsjóð. Hinn 11. júní var völlur- inn vígður og sýndu þá þessi tvö félög knattspyrnu. Var það ekki kappleikur, og skildu þau jöfn. En 20. júní, þrem dögum eftir aldar- afmæli Jóns Sigurðssonar, þreyttu svo Frarn og Fótboltafélag Reykja- víkur opinberan kappleik, og bar Fram sigur úr býtum með 2 : 0. Sumarið 1912 var í fyrsta skipti keppt um Knattspyrnubikar íslands og nafnbótina „Bezta knattspyrnu- félag Islands". Kepptu þar þrjú félög: Fótboltafélag Reykjavíkur, Fram og Fótboltafélag Vestmanna- eyinga. Var það í fyrsta skipti, sem flokkur knattspyrnumanna utan af landi kom hinggð til að kepþa. Fóru svo leikar, að Fótboltafélag Reykja- víkur bar sigur af hólmi, enda höfðu félagsmenn æft sig kappsamlega undir mótið. Varð þessi sigur mikil lyftistöng fyrir félagsskapinn. Að vísu missti KR Islandsbikarinn þeg- ar á næsta móti, en nú kom kapp í það að ná í hann aftur, og er saga þess næstu árin ein óslitin fram- sóknarbarátta. 1 apríl 1914 var afráðið á félags- fundi að færa út kvíarnar og stofna sérstaka unglingadeild — að kenna ungum piltum knattspyrnu og taka þá svo inn í eldri deild félagsins þegar þeir væru búnir að fá þá æf- ingu og tilsögn, sem hægt væri að láta þeim í té. Með þessu hafði fé- lagið viðurkennt nauðsyn þess, að menn æfðu og lærðu knattspyrnu meðan þeir væru ungir, og var þar með lagður grundvöllurinn að frama félagsins á síðari árum. 1915 var nafni félagsins breytt og það nefnt Knattspyrnufélag Reykja- víkur. Um áramótin 1946—47 var gerð breyting á lögum félagsins, því skipt í átta deildir og hefur hver deild sinn eigin fjárhag og stjórn, og yfir þeim er svo aðalstjórn. I knattspyrnu hefur félagið leikið 799 leiki; af þeim hefur KR unnið 473 leiki, gert 133 jafntefli, tapað 193, gert 1956 mörk og fengið 982 mörk. 265 mót hafa verið haldin og KR unnið 118 af þeim. Keppt hefur Frámhald á nœstu síðu. íslandsmeistarar 1912: Aftasta röð, frá v.: Davíð Ölafsson, Guðmundur Þorláksson, Lúðvík Einarsson, Kjartan Konráðsson og Björn Þórðarson. Miðröð frá v.! Nieljohníus Ólafsson, Ben. G. Waage og Sigurður Guðlaugs- son. Fremsta röð, f. v.: Jón Þorsteinsson, Geir Konráðsson og Kristinn Pétursson. Talið frá vinstri, aftari röð: Georg Lúðvíksson, formaður skíðadeildar, Guðm. Guðjónsson, form fimleikadeildar, Magnús Thorvaldsson, form. sund- deildar, Brynjólfur Ingólfsson, form. frjálsíþróttadeildar, Frímann Gunn- laugsson, form. handknattleiksdeildar, Einar Markússon, form. glímudeild- ar. — Fremri röð, f. v.: Haraldur Gíslason, form. knattspyrnudeildar, Erlendur Ó. Pétursson, forrn. KR, Þorsteinn Gíslason, form. hnefaleika- deildar. ♦

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.