Vikan


Vikan - 10.03.1949, Síða 4

Vikan - 10.03.1949, Síða 4
4 VIKAN, nr. 10, 1949 verið um 42 verðlaunagrip; 34 af þeim verið unnir til fullrar eignar. KR hefur unnið 16 af þeim. Heildar- árangur knattspyrnumanna KR 1948 var sá, að af 11 knattspyrnumót- um vann KR 5; var íslaiidsmeistari í meistaraflokki og 3. flokki, vann til eignar Waltersbikaiinn, vann bæði vor- og haustmót 4. flokks. Þjálfari deildarinnar er Óli B. Jóns- son. KR tók fyrst þátt í frjálsiþrótturn, er víðavangshlaupið var háð á sumar- daginn fyrsta 1921. Á sviði frjáls- íþróttanna var einn bezti forustu- maður félagsins, Kristján L. Gests- son, brautryðjandinn, en í formanns- tíð Guðmundar Ólafssonar, 1934, var Benedikt Jakobsson ráðinn þjálfari félagsins í frjálsíþróttum og hefur árangurinn orðið mjög góður undir handieiðslu hans. KR vann öll alls- herjarmót I. S. I. árin 1928—1946. Skúli Guðmundsson og Gunnar Huseby fóru 1946 á Evrópumeistara- mótið í Osló og várð Gunnar fyrstur í kúluvarpi, en Skúli sjöundi í há- stökki. Á síðastliðnu ári fóru sjö frá KR á Olympíuleikana í London, sex í frjálsar iþróttir. Það ár voru stað- fest 20 met, sem KR-ingar höfðu sett. Stofnað var til námskeios í frjálsiþróttum fyrir stúlkur á síðast- liðnu sumri og væntir félagið hins bezta af þeirri starfsemi. KR hóf að stunda fimleika 1923v Fyrsti fimleikakennarinn var Bene- dikt G. Waage. Hafa kven- og karl- flokkar þess sýnt víða heima og er- lendis við ágætan orðstír, undir stjórn Benedikts Jakobssonar og Vignis Andréssonar. KR hefur iðkað glimu siðan 1924 og var fyrsti kennarinn sami og í fimleikunum og Kristján L. Gestsson aðalhvatamaður að hvorutveggja. Félagið hefur eignast marga ágæta glímumenn, eins og t. d.: Kristmund Sigurðsson, Sig. Sigurjónsson, Frið- rik Guðmundsson, Björgfdn Jónsson, Tómas Guðmundsson, Ólaf Þorleifs- son, Ólaf Jónsson, Rögnvald Gunn- laugsson, Aðaistein Eiríksson, Krist- inn Sigurjónsson og Davið Hálf- dánarson. Kennarar hafa verið: Þorgeir Jónsson, Ágúst Kristjánsson Guðmundur Ólafsson, þjálfari KR. í 20 ár. Óli B. Jónsson, þjálf- ;; ari KR. Þetta er boðhlaupssveit KR í Jf'XlOO metra hlaupi. 1 sveitinni eru: Ásmundur Bjarnason, Sig- urður Björnsson, Magnús Jónsson og Traust.i Eyjólfsson. Þessi sveit hljóp á 43,6 sek. og „sló út" gamla metið, sem sveit KR átti, en það var 45,0 sek. Stjórn knattspyrnudeildarinnar 1948: Frá v.: Gísli Halidórsson, Björgvin Schram, varaform., Sigurður Halldórsson, Haraldur Guðmundsson, ritari, Haraldur Gíslason, formaður, Hlöðver Bjamason, gjaldkeri, Hans Kragh. Þórður Pétursson. Islandsmeistarar 1948. Aftari röð, f. v.: Erlendur Ó. Pétursson, form. KR, Daníel Sigurðssön, Hörður Óskarsson, Guðmundur Jónsson, Ólafur Hannes- son, Ari Gíslason, Kjartan Einarsson, Atli Helgason, Gunnar Guðmanrisson, Haraldur Gíslason, form. knattspyrnudeildarinnar. Fremri röð, f. v.: óli B. Jónsson, Steinn Steinsson, Bergur Bergsson, Guðbjörn Jónsson, Steinar Þorsteinsson. og Þorsteinn Kristjánsson. Deildin hefur sýnt glímu viða úti á landi. Stúlkurnar byrjuðu að æfa hand- knattleik 1931, en piltarnir 1936, og hefur félagið átt góða flokka í þeirri grein. Hnefaleikar hófust í KR 1926 og kenndi þá Eiríkur Bech. Hnefaleik- arnir lágu niðri um tíma, en 1935 tók Þorsteinn Gíslason við kennsl- unni og hófst þá nýtt líf hjá áhuga- mönnum í hnefaleik í KR. 1936 fékk félagið fyrsta þungavigtameistar- ann, það var Vilhjálmur Guðmunds- son. Nú er mikill áhugi á hnefaleik í félaginu og gengst deildin fyrir hnefaleikamóti í sambandi við afmæl- ið. KR tók fyrst þátt í sundkeppni 1924 og hefur síðan verið mikill á- hugi á sundíþróttinni í félaginu, enda hefur það átt ágætt sundfólk, eins og t. d.: Reginu Magnúsdóttur, Þór- unni Sveinsdóttur, Hauk Einarsson og Sigurð Jónsson, er fyrstur komst í úrslit á alþjóðlegu sundmóti. Jón Ingi Guðmundsson er nú sundkenn- ari KR. Siðan 1934 hefur skíðaíþróttin verið stimduð á vegum félagsins, en braut- ryðjendur þar voru Björn Þórðar- son og Stefán heit. Gíslason. KR hefur átt marga þekkta skíðamenn og yrði það of langt mál • að telja þá upp. Skíðadeildin hefur tekið þátt i flestum mótum, sem fram hafa farið hér og hefur sigrað í mörgum einmennis- og sveitakeppnilm. Deild- in hefur með miklum dugnaði og sjálfboðavinnu komið upp tveimur skíðaskálum og unnið þar merkilegt starf. Skíðadeild KR er fyrsta skíða- deildin, sem stofnuð var meðal Reykjavíkurfélaganna. Um 1800 félagar eru nú taldir vera í KR. Aðalstjórn skipa: Erlendur Ó. Pétursson, formaður, Einar Sæ- mundsson, varaform., Sigurlaugur Þorkelsson, ritari, Björn Björgvins- son, gjaldkeri, Kjartan Gíslason, fundarritari, Björn Vilmundarson, skrásetjari, og Gísli Halldórsson, form. húsnefndar. Auk þess eru for- menn hinna átta félagsdeilda stjórn- araðilar. 15 ár samfleytt hefur Erlendur verið formaður KR og rit- ari þess í 20 ár. Er því starf hans fyrir félagið orðið geysimikið. Kristján L. Gestsson var formaður í 9 ár. Guðmundur Ólafsson hefur verið lengi verið í stjórn KR og hann var formaður 1933—35. Var hann knattspyrnuþjálfari félagsins í 20 ár. Starfsemi félags eins og KR er mjög merkileg og þörf; það elur æskulýðinn upp í hollu iþrótta- starfi, gefur honum verkefni, sem eru heilbrigð fyrir líkama og sál og bægir unga fólkinu með þvi frá ó- hollum viðfangsefnum eða iðjuleysi í tómstundum. Þeir, sem hafa forustu í slíkum félögum eru að vinna þióð- inni gott verk. Eins og gengur —

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.