Vikan


Vikan - 10.03.1949, Page 7

Vikan - 10.03.1949, Page 7
VIKAN, nr. 10, 1949 7 Pósturinn Framhald af bls. 2. isvarar spurningum, og ég hef .slcrifað þér tvisvar áður, en aldrei fengið svar. En allt er, þegar þrennt cr. — Jssja, en það, sem ég ætlaði .að biðja þig um að svara, er þetta: 1. Ég er voða hrifin af strák, sem varla lítur við mér. Oft þegar ég mæti honum á götu, þá blikkar hann mig og bVosir kannske til mín, en taiar aldrei við mig, þó hann tali við flestar aðrar stelpur, því hann cr alveg laus við að vera feiminn. En ég hef frétt, að hann sé að spyrja eftir mér, hver ég sé o. s. frv. (Hann er utanbæjar-strákur). En hver er ástæðan fyrir því, að hann talar aldrei við mig, eins og flestar stelpur? Ætli það sé vegna þess, að ég fer ekki á böll og mála mig ekki, — ég er aðeins 16 éra? 2. Ég er há og grönn, með brúnt hár og gráblá augu. Hvaða litir klæða tnig bezt ? 3. Hvernig lízt þér á skriftina? Ég yrði þér mjög þakklát, ef þú svaraðir mér. Ég sendi þér þakkir fyrir svörin fyrirfram og vonast eft- ir svari sem fljótast. Ástfangin unglingur í vandræðum. Svar: 1. Hegðan þessi dr'auma- prins þíns er ekki ólík því, sem venja er ástfanginna unglinga. I-Iann er vafalaust hrifinn af þér, eða a.m.k. smáskotinn, og okkur er næst að halda að þið eigið eftir að kynnast meira. Við óskum ykkur til hamingju. Það skiptir engu máli, þótt þú málir þig ekki, en við mundum ráðleggja þér að fara einhvern tíma á dansleik, þar sem draumaprinsinn þinn er. Þá er ekki ósennilegt, að þið getið tal- azt við. 2. Þig munu klæða flestallir litir, þótt við álítum, að þú ættir ekki að ganga mikið i brúnu. 3. Skriftin er góð; sérlega læsileg. Svar til Erlu. Vegna rúmleysis getum við ekki birt umbeðið kvæði. Reynandi mundi það vera, að snúa sér til vestur-islenzku blaðanna i Winnipeg, t. d. Heimskringlu. Kæra Vika minl Ég þakka þér kærlega fyrir alla þá ánægju sem þú hefur veitt mér, og ég óska þér þess alls bezta í framtíðinni. Viltu nú ekki vera svo væn að svara þessum spurningum. 1. Hvað á ég að vera þung, ég er 19 ára og 167 cm? 2. Geturðu nokkuð sagt mér um Thuran Bey? Gleym — mér — ey. Svar: 1. 62 kg., 2. Thuran Bey er fæddur 30. marz 1918 í Vínarborg. Tók hann að leika 1 amerískum kvik- myndum 1941. Veika konan að var hljótt á hinni stóru stofu F á sjúkrahúsinu. Þar lá ung kona og beið dauðans. Veikindi hennar höfðu kom- izt á hæsta stig. Nú var þriðji dagurinn kominn, og sá síðasti er vænta mátti batans. ^ En það hafði verið sett hlif framan við rúm ungu konunnar, svo auðséð var við hverju var búizt. Það lágu fjórir sjúklingar á þessari stofu auk konu þessarar. Margbýlisstof- ur eru miklu ódýrari. Hlífin var sett til þess að' sjúklingarnir þyrftu ekki að horfa á væntanlegt dauðastríð hennar. Bak við hlífina heyrðist mannamál. Þar var ungi eiginmaðurinn að tala við konu sína. Rödd hennar var veik, og hún talaði með erfiðismunum. Sjúklingarnir voru vissir um að hún yrði dáin fyrir kvöldið. Þá yrði hlífin tekin og annar sjúklingur látinn í rúmið. Eiríkur sat hjá Mimi og hélt í hönd liennar. Augu hennar ljómuðu er hún horfði á hann. Þessi ljómi virtist ekki vera hitaglóð, heldur eiga rót sína að rekja til nrifningar eða sigurgleði. Eirík- ur þekkti þennan svip eða yfirbragð konu sinnar. Það var eins og sólskins- morgna heima hjá þeim, er hún reis upp í geislaflóðinu ljómuðu augu hennar. Hönd hennar var ekki heit, hún var svöl og handtakið þétt. Þetta er skrýtið hugsaði Eiríkur. Yfirlæknirinn hafði þó sagt honum, er þeir áttu tal saman á gang- inum, að einungis kraftaverk gæti bjarg- að Mími frá því að deyja þennan sólar- hring. Það hafði Eiríkur þó ekki sagt henni. Hjónin voru ekki að tala um veikindi og dauða. Umræðuefni þeirra var allt annað. „Er þetta satt?“ hvíslaði hún með ;gleðihreim. „Það er satt,“ svaraði hann með sann- Þýdd smásaga færingarkrafti. „Ég fékk nú í morgun bréf frá útgáfufyrirtækinu. Þeir hafa tekið handrit mitt að bókinni. Og forstjórinn álítur að hún fái ágæta gagnrýni. Svo fékk ég fyrirframgreiðslu — ávísun á 1000 krónur.“ „Þetta hljómar eins og ævintýri,“ mælti hún. „Eiríkur svaraði: „Það má segja! Nú getum við fengið betri íbúð, og þú getur aftur farið að stunda nám við tónlistar- skólann.“ Hún sagði: „Þetta er svo dásamlegt. Ef til vill getum við leyst út orgelið mitt?“ 1(Það getum við.“ „Og þú getur keypt skrifborð, eins og það, sem við höfum aðgætt í heilt ár í sýningarglugga húsgagnameistarans.“ I VEIZTU -? I 1. Jörðin fær jafn mikla orku frá sólinni 1 árlega og ef 200 triljónum smálesta i af kolum væri brent. Hver er meöal- 1 fjarlægð jarðar frá sólu? i 2. Eftir hvern er ftvæðið ,,Ö, fögur er i i vor fósturjörð"? = 3. Hverrar þjóðar var' tónskáldið Felix i Mendelsohn og hvenær var hann uppi? § i 4. Hvert er minnsta ríki í Evrópu? i 5. Hverjar eru aðal framleiðsluvörur i i Albana ? i i 6. Hver er kemiska formúlan fyrir salt- i i sýru? | i 7. Hvað merkir orðið ,,filosofi“ ? i 8. Hvað er 1 hektari margir fermetrar? i | 9. Hvenær var fyrsta talmyndin sýnd? i 10. Hvað er fjallið Súlur í Eyjafirði hátt? i i Sjá svör á bls. 11. II111111 • 11111111111 l■llllllllllllll•l■lll■ll|l|||■|•||■|||||•l•|||||||||||• ||||IIIIIIIIIIIUMU'i* „Þú getur nú ímyndað þér það.“ „Mig langar svo mikið til þess að eign- ast kaffisamstæðuna með gylltu röndinni. Þú kannast við það.“ „Það skaltu fá.“ „Ætli ég geti fengið fínan kjól áður en ég held fyrstu hljómleikana ?“ spurði hún. „Auðvitað," svaraði hann. „Þú þarft að fá ný föt, svo þú verðir vel klæddur daginn, sem bókin kemur út. Þá kemur fjöldi af fréttariturum.“ „Já, góða mín.“ „Mig langar svo mikið til þess að fá fín koddaver." „Það verðum við ekki í vandræðum með,“ svaraði Eiríkur. „Ef ég get stundað námið tvær stund- ir á dag, mun mér brátt fara farm.“ „Það er sjálfsagt að þú fáir tvo tíma.“ „Þetta er svo dásamlegt,“ sagði Mimi. „Það er eins og gjöf af himnum send.“ „Já, elskan mín,“ sagði hann ástúðlega. Hún mælti: „Ég er svo glöð, svo glöð. Nú vil ég sofna með alla gleðina í sál minni.“ Daginn eftir sagði yfirlæknirinn, að batinn væri kominn og Mimi mundi ekki deyja. „Ég skil þetta ekki,“ mælti hann. „Aðeins kraftaverk gat bjargað henni, og kraftaverk hlýtur að hafa bjargað konu yðar.“ Engill dauðans var farinn. Hlífin hafði verið tekin. Eiríkur sat fram á kvöld við rúmið og hélt í höndina á Mimi. Þau voru glöð og töluðu um framtíð- ina. Er hann kom heim las hann enn þá einu sinni bréfið frá bókaforlaginu. Þar stóð: „Okkur fellur illa að verða að tilkynna yður það, að vér sjáum oss ekki fært að kaupa handrit yðar, þar sem forlagið telur ekki hagnaðarvon á því að láta prenta þaýi. Handritið endursendum vér hér með. Yðar með virðingu o. s. frv.“ Með angurværu brosi fleygði Eiríkur bréfinu í pappírskörfuna. „Ég byrja á annari sögu,“ sagði hann við sjálfan sig. „Frásagnargáfa mín hefur þó gert iirafta- verk. Konan mín fær heilsuna. Og það er mér ómetanleg hamingja.“

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.