Vikan


Vikan - 20.10.1949, Blaðsíða 2

Vikan - 20.10.1949, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 42, 1949 PÓSTURINN • Kæra Vika. Viltu vera svo væn að svara eftir- farandi fyrir mig, sem fyrst. 1. Hvernig' á að skrifa utan á um- sóknir til húsmæðraskólans á Isa- firði ? En til húsmæðraskólans á Varmalandi ? 2. Er ekki kenndur vefnaður á báðum stöðunum? 3. Er orðið of seint að sækja um fyrir veturinn 1950—1951? 4. Og að lokum, hvernig er skriftin ? Með fyrirfram þakklæti. Ein í vandræðum. Svar: 1. Skrifaðu viðkomandi skólastjÆmum. 2. Já. 3. Nei. 4. Skriftin er sæmileg. Kæra Vika! 1 annað sinn ætla ég að skrifa þér í þeirri von að þetta bréf lendi ekki í ruslakörfunni eins og hitt bréfið. Ég er nýbyrjuð að vinna í einni af aðalverzlununum hér í bæ. Ég veit að byrjunarkaupið er kr 795 á mán- uði og hámarks kaupið er víst 1050 kr. Og nú langar mig til að biðja þig að svara eftir farandi spurning- um. 1. Eftir hvað marga mánuði hækk- ar kaupið fyrst og upp í hvað mikið ? 2. Fær maður nokkra veikindadaga fyrir utan sumarfrí? Ég vonast eftir svari sem fyrst, Vika mín. Troublesome person. Svar: 1. Samkv. upplýsingum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur er launagreiðslum svo háttað (mið- að við grunnkaup): Fyrstu 6 mán. kr. 265,00 Næstu 6 mán. kr. 290,00 Næstu 6 mán. kr. 315,00 Næstu 6 mán. kr. 365,00 Eftir 5 ár er grunnkaupið kr. 415,00 2. „Launagreiðslum til starfsmanna í veikindaforföllum skal hagað þann- ig: Á fyrsta ári einn dag fyrir hvern unninn mánuð. Eftir það sex vikna laun.“ Kæra Vika mín, Ég les póstinn þinn með athygli, en ég hef aldrei skrifað fyrr en nú. Góða Vika min, dragðu það ekki lengi að svara mér, ég vonast eftir svari sem allra fyrst. Um það sem mig langar til að vita er þetta: Er hægt að taka gagnfræðapróf og lesa undir það utanskóla, þarf maður ekki að mæta við og við í skóla, til þess að taka fullkomið próf, hvaða náms- greinar þarf maður að lesa? Hvernig er þetta svokallaða lands- próf, er hægt að lesa undir það og taka það utanskóla, hvað er maður lengi að lesa undir það og hvaða Framhald á bls. 10. Strœtisvagnar Reykjavíkur TILKYNIMA: Harðferðir hófust 1. okt. milli Lœkjartorgs — Vestur- bœjar — Austurbœjar á ]/2 tíma fresti fyrst um sinn til reynslu. Ekið verður af Lækjartorgi um Austurstræti, Aðal- stræti, Vesturgötu, Bræðraborgarstíg, Kaplaskjólsveg, Faxaskjól, Sörlaskjól, Furumel, Hringbraut, Miklubraut, Lönguhlíð, Stórholt, Þverholt, Laugaveg á Lækjartorg. Viðkomustaðir á hraðferðunum verða: Frá Lækjartorgi: Vesturgata V erkamannabústaðir Faxaskjól Sörlaskjól Hagamelur Elliheimilið Miklatorg Langahlíð Háteigsvegur Rauðarárstígur Frakkastígur Á Lækjartorgi Hraðferðavagnamir og viðkomustaðir þeirra eru ein- kenndir með bláum og hvítum lit eins og áður. Fyrsta ferð af Lækjartorgi hefst kl. 7,20 og síðasta kl. 23,50. Fargjöld kr. 1.00 fyrir fullorðna og 50 aurar fyrir börn. ATH.: Peningaskipti fara ekki fram í hraðferðavögn- unum. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Ásta Þórarinsdóttir, Hulda Engilbertsdóttir, Birna Hervasdóttir, (við pilta eða stúlkur 18—19 ára),. allar Landsspítalanum, Reykjavík. Svavar Guðmundsson (við pilt eða stúlku 12—14 ára, æskilegt að mynd fylgi), Mávahlíð 41, Reykja- vík. Ádda Árna (17—22), Vesturgötu 61, Akranesi. Adda Sigurðar (17—22), Vesturgötu 17, Akranesi. Hafdís Ásmunds (17—22), Suður- götu 25, Akranesi. Bubba Njáls (17—22), Vitateig 5, Akranesi. Hafsteinn Haraldsson (við stúlkur 16—20 ára, hvar sem er á landinu, mynd fylgi), Garðbæ, Grindavík. Gréta Jónsdóttir (við pilt 16—18 ára), Lindargötu 3, Siglufirði. Tímaritið SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar ritgerðir og bráðsmellnar skop- sögur. 10 hefti árlega fyrir aðeins 20 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. ----------------------------S * * v Auglýsing nr. 20/1949, frá skömmtunarstjóra • Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefur verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðli, er gildir frá 1. okt. 1949. Nefnist hann „Fjórði skömmtunarseðill 1949“, prentaður á hvít- an pappír í bláum og rauðum lit, og gildir hann samkvæmt því sem hér segir: Reitirnir: Sykur 31—40 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömmum af sykri hver reitur. Reitir þessir gilda til og með 31. des. 1949. Reitirnir: Smjörlíki 12—16 (báðir meðtaldir) gildi fyr- ir 500 grömmum af smjörlíki hvor reitur. Reitir þessir gilda til og með 31. des. 1949. Reitirnir: Smjör nr. 2 og nr. 3 gildi fyrir 500 grömm- um af smjöri hvor reitur, þó þannig að óheimilt er að af- henda smjör út á reit nr. 3 fyr en eftir 15. nóv. n. k. Reitir þessir gilda til og með 31. des. 1949. „Fjórði skömmtunarseðill 19j9“, afhendist aðeins gegn því að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „Þriðja skömmtunarseðli 1949“, með árituðu nafni og heimilisfangi svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Neðantaldir skömmtunarreitir halda gildi sínu til árs- loka 1949. Af „fyrsta skömmtunarseðli 19^9“. Vefnaðarvörureit- irnir 1—400. Skómiðar 1—15 og skammtur nr. 2 og nr. 3 (Sokkamiðar). Af „öðrum skömmtunarseðli 19j9“. Vefnaðarvörureit- irnir 401—1000 og sokkamiðarnir nr. 1 og nr. 2. Af „Þriðja skömmtunarseðli 19^9“, Vefnaðarvörureit- imir 1001—1600 og sokkamiðamir nr. 3 og nr. 4. Ákveðið hefur verið að ,,YFIRFATASEÐILL" (í stað stofnauka nr. 13) skuli enn halda gildi sínu til 31. des. 1949. Einnig hefur verið ákveðið að vinnufataseðill nr. 5 skuli halda gildi sínu til 1. nóv. n. k. Fólki skal bent á að geyma vandlega skammta nr. 12— 17 á „Þriðja skömmtunarseðli 1949“, ef til kæmi, að þeim yrði gefið gildi síðar. Reykjavík, 30. sept. 1949. Skömmtunarstjóri. '4 4 * V V V V >1' * >:< V >5 $ S >:< V >:< i i. >:< >:< V >:< V >:< V V ►:< v >:< V >:< ♦ 3 ::: ::: V :<€<€4»»»»>>>>>>>»»»»»»»»»>»»>x*>>>>>>>:, Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.