Vikan


Vikan - 20.10.1949, Blaðsíða 11

Vikan - 20.10.1949, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 42, 1949 11 . Framhaldssaga: ------------------- LEIKUR ÖRLAGANIMA 12 Eftir HERMÍNU BLACK Pjandinn sjálfur — Tony varð að gera eitthvað. Hann gat ekki búizt við að sleppa svona veL Og hann varð að gera honum ljóst, að það varð að fara mjög varlega með Lissu. í>egar Garth að lokum hafði lokið við bréf sin og fór upp í ibúðina, fann hann Nödu í for- stofunni, þar sem hún stóð og lagfræði nokkr- ar rósir í stórum vasa. . Hún var í elopp í sama lit og rósirnar og Garth gat ekki annað en hugsað um, hve blómin líkt- ust henni. Mýkt þeirra, blómknapparnir, sem brátt myndu springa út og gefa frá sér dásam- legan ilm — þessi ilmur v.ar bara ekki fyrir hann. „Ó,“ sagði hún, „ert þú kominn heim? Það er ágætt. Og var gaman í ferðinni?“ Hann hristi höfuðið. „Því miður — ekki mjög. En hvað þetta eru falleg blóm!“ „Já, finnst þér það ekki.“ Hún brosti til hans. „Og þú getur ekki getið þér til, hver sendi þau.“ „Láttu mig geta.“ Honum heppnaðist að svara í sama tóninum. „Þrjár tylftir af rósum — þetta hlýtur að vera mjög ríkur aðdáandi! Enda þótt ég hafi sagt við sjálfan mig, að blómaverzl- anir fái ekki alltaf borgaða reikninga sína.“ „Athugaðu, hvern þú rnóðgar," aðvaraði hún hann. „Þessar rósir eru frá frægum félaga þin- um. Hún tók fram lítið kort, sem lá meðal blóm- anna, og rétti honum það. Hann blístraði lágt. „Ja, hamingjan góða — Sir Hugh! Þú hefur unnið mikið á.“ „Og auk þess hef ég lofað, að þú komir í kvöldverðarboð á föstudagskvöldið," sagði hún. „Geturðu komið?" Hann bretti brúnir, meðan. hún sagði honum frá því, hvernig hún hafði hitt ungfrú Marston. „Manstu nokkuð eftir henni?“ spurði hún. Hann kinkaði kolli. „Já, ég hitti hana nokkrum sinnum, þegar ég stundaði sjúkling í Devonshire Place.“ „Það hlýtur að hafa verið vinkonan, sem þú bjargaðir með uppskurði," sagði Nada. „Annette Marston er einlægur aðdáandi þinn. Hún er indæl." „Já, mér geðjast ágætlega að henni," sagði hann. „Dálítið ókvenleg, en _mjög sérkennileg. 1 það minnsta eru' það mikil sérréttindi að vera boðinn með Sir Hugh. En ég játa, að mér muni finnast ég aftur seztur á skólabekk. Það finnst mér alltaf, þegar hann er viðstaddur." „Vitleysa! Ég er viss um, að þú ert alveg eins duglegur og hann,“ svaraði Nada glaðlega, um leið og hún skar dálítið af einum stilknum. ,,Ó!“ „Fáðu mér það!“ Hann tók blómið frá henni og fór að taka burtu þyrnana, sem hún hafði stungið sig á. „Hversvegna þurfa rósir að hafa þyrna!" spurði hún. „Þær ættu ekki að hafa þá,“ sagði hann, og um leið og hann lét hana fá blómið aftur, hugs- aði hann ósjálfrátt, hve glaður hann hefði viljað taka hvern þyrni úr rósum lífsins fyrir hana. En það var ekki á hans valdi að gefa henni rós- irnar. Hann varð að standa hreyfingarlaus og horfa á hana rétta hendurnar að þyrnunum. Ekkert kom fyrir, sem gat hindrað kvöldverð’- arboð Annettu Manston. Nada fór í rauðan Chiffon-kjól, og hann sveif sem ský um grannan líkama hennar. Hún horfði á sig í speglinum og komst að þeirri niðurstöðu, að hún væri of föl, og að hún hafði dökka bauga fyrir neðan augun. Hún fann til þreytu, og enda þótt hún hefði sofnað um daginn, vildi þreytan ekki hverfa. Hún opnaði skúffu, tók fram kassa með kinna- lit, opnaði hann og hikaði. Þetta var hlutur, sem hún notaði næstum aldrei, en hún var hrædd um að skörp augu Annette Manston, og enn skarp- ari augu Sir Hughs, myndu strax sjá merki svefnleysisins í fölu andliti hennar. Hún setti dálítinn lit á kinnarnar og athugaði árangurinn. Jú, það var betra, og með fegins- andvarpi lagði hún kassann niður aftur og festi nokkrar rósir í barm sinn. Rósirnar voru frá Garth og höfðu þær komið fyrir hálfri klukkustund. Það var ekkert nýtt, að hann sendi henni blóm, hann gerði það oft, en í hvert sinn gladdi það hana mjög. 1 kvöld hafði hann skrifað á kortið: „Aðeins til að sýna þér, að eldri aðdáandi þinn, getur ekki fengið þig einn.“ Tony hafði einnig sent henni blóm áður fyrr, en smekkur hans var vanalega mjög ólíkur smekk Garths — orkedún — en Garth aftur á móti sendi henni fjólur, þegar hægt var að fá þær, annars rósir. Tony! Hún óskaði, að hún gæti hætt að hugsa um hann — hann og allt það, sem hann hafði í för með sér. Draumar hennar, sem aldrei myndu rætast------ Nú voru liðnir tveir dagar frá því, að hann hafði komið til hennar. Á þessum tveim dögum hafði hún neytt sig til að hörfast í augu við framtíðina — og því meir sem hún hugsaði um allt þetta, því ljósara varð henni, að ekki var hægt að snúa aftur við. Hingað til hafði hún látið allt ganga sinn vana- gang, en í kvöld, það fann hún, mundi hún ganga eitt skref fram á við. Það, að Garth og hún ætl- uðu að hitta mann, sem var eins frægur og Sir Hugh, — eins og Annabella Marston sagði — kvöldverðarboði, sem var mjög látlaust, mundi hann áreiðanlega hafa gott af. Og þarna er mitt starf, hugsaði hún. Ég verð að hjálpa honum og greiða götu hans. Og svo datt henni í hug, hve innilega Shirley mundi fallast á þessa hugs- un. Með kvöldkápuna á handleggnum fór hún fram í forstofuna og um leið kom Garth út úr sínu svefnherbergi. Nada leit á klukkuna. „Það er of fljótt að fara strax." Hann gekk út að glugganum. Aftur tók hún eftir þessum ósýnilega múr, sem kom á milli þeirra um leið og þau voru orðin ein. Einkenni- legt, að hún skyldi ekki hafa orðið vör við hann fyrir löngu. Fyrstu mánuði hjónabands þeirra hafði — fyrir hana — ekki verið neitt, sem gæti kastað skugga á góða sambúð þeirra. Hún fékk sér sígarettu, og, þegar Garth sneri sér við um leið og hann sá það, flýtti hann sér að kveikja í henni. Þegar hann hélt eldspýtunni fyrir hana, fann hann mjög greinilega, hvaða áhrif nærvera hennar hafði á hann. Hvítar axl- ir hennar, ávalar kinnarnar og löng augnahárin, sem köstuðu skugga á kinnar hennar og svo yndislegur ilmurinn, sem var eins og hluti af henni sjálfri. Margar konur nota ilmvötn, sem stinga mjög í stúf við persónuleika þeirra, en ilmvatn Nödu átti mjög vel við hana. Og, þegar hann slökkti á eldspýtunni, fann hann til næstum óviðráðan- legrar löngunar að taka hana í faðm sér. Það var ekki hægt að vera nálægt þessum brennandi loga án þess að finna hita hans, og, þegar hann gekk út að glugganum, fann Nada, að hjarta hennar barðist órólega. Á þvi augna- bliki skildi hún, hvað hann þráði, og óskaði, að hann hefði framkvæmt löngun stna Það myndi í það minnsta varpa ljósi yfir mál- in. „Jæja, eigum við að fara?“ spurði hann. „Já!“ hún tók kápuna upp, hann lagði hana laust á axlir hennar, ogi um leið og hann gerði það, hvíldu augu hans augnablik á hnakka hennar. Og aftur kom yfir hann þessi næstum óviðráðanlega þrá — en enda þótt þetta hafi verið stundin til að láta undan henni, þá fann hann nú betur en nokkru sinni fyrr, að hann var bundinn loforði því, sem hann hafði gefið henni á brúðkaupsferðinni. Þau gengu þögul að bílnum. Garth hafði ekki bílstjóra, af því að hann vildi alltaf aka sjálf- ur. Nada átti einnig lítinn bil — brúðargjöf frá Shirley og Robert. Þegar þau voru komin út á gangstéttina, sagði hún: „Það fer svo mikið fyrir kjólnum minum. Er þér ekki sama, þó að ég setjist í aftursætið? Ég get samt talað við þig — ef þú vilt.“ „Auðvitað. Seztu þar sem þægilegast er fyrir þig,“ svaraði hann. Og hún settist og lagfærði víðan Chiffonkjól- inn. Umferðin hindraði Garth þó í að hefja samtal svo að eftir þessa smáathugasemd, óku þau þegj- andi til Hampstead, þar sem ungfrú Marston bjó. Þegar þau komu, var ungfrú Marston ein. Hún kom strax á móti þeim til þess að bjóða þau vel- komin, og Nada tók strax eftir, hve glæsileg hún var í einfalda kvöldkjólnum sínum, með stutta, hrokkna hárið og fallegu augun. „Það var fallegt af yður að koma,“ sagði hún og tók báðar hendur Nödu í sínar. „Það gleður mig mjög, að þér gátuð það.“ Svo sneri hún sér að Garth: „Ég vona, að þér hafið ekki bölvað mér mjög mikið fyrir að draga yður alla leið hingað, Dr. Rosslyn, en ég var ákveðin í að hitta yður aftur." „Það var mjög vingjarnlegt áf yður að bjóða mér, og auðvitað gleður það mig að geta kom- ið.“ Hún leit brosandi á hann. „Þér eruð mjög kurteis að segja þetta enda þótt það sé ekki í samræmi við sannleikann. Ég hef heyrt, að þér séuð ekki mikið gefinn fyrir veizlur." „Garth hefur ekki mikinn tíma til þess,“ sagði Nada hlæjandi. „öðru hverju er ég meira að segja undrandi yfir að sjá hann við hans eigið hádegisverðarborð." Þetta var athugasemd, sem hún hefði ekki getað sagt við marga, en það var einkennilega auðvelt að segja það í andrúmslofti því, sem ríkti

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.