Vikan


Vikan - 20.10.1949, Blaðsíða 14

Vikan - 20.10.1949, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 42, 1949 Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. 1 Bandaríkjunum. Hann er að stækka einn hlut úr úri til þess að geta séð sem nákvæmast, ef missmíði er á. — 2. Rúðuborg. — 3. 1 Viktoríu- vatni. — 4. Royal Oak. — 5. 4. maí 1945. — G. 1883—1918. — 7. Sveinn Björnsson, núverandi forseti Islands. — 8. 2270°C. — 9. 1,5. — 10. A Fossi. í V-Hún. 1886. Hvor þeirra hafði réttari lífsskoðun? Framhald, af hls. 7. „Hann segist ekki skilja þetta smekk- leysi mitt. Honum finnst grænn litur að- eins tilheyra náttúrunni. Hvað mér við- víkur, hefur sá litur róandi áhrif á hugar- far mitt.“ Hún settist á stólinn aftur. Horfði þessu einkennilega þunglyndis og fjarrænu- augnaráði á mig, litla stund. „Eruð þér ánægð með lífið? Finnst yður ég ekki vera öfundsverð að vera rithöfundur ?“ „Ég veit ekki,“ svaraði ég. „Það getur verið, að það sé gaman að vera þekktur á sviði listanna. Á æskuárum mínum átti ég líka mína framtíðardrauma. Þráði að verða leikkona. En hæfileikar mínir voru engir. Ef svo væri og ég ætti að velja milli listarinnar og Héðins, væri ég ekki í vafa um, hvað yrði fyrir valinu. Án Héðins og drengjanna, væri mér lífið einskis virði.“ Hún brosti dapurlega. „Þessa hlið lífsins þekki ég ekki. En samt getur þetta verið rétt hjá yður. Að lifa og deyja fyrir mann sinn og börn sé hið raunverulega líf. Þér segist ekki hafa haft hæfileika til að ná takmarki yðar. Það er mín skoðun, að það þarf enga sér- staka hæfileika eða gáfur til að komast áfram. Margir mennta- og hæfileikamenn hætta á miðri leið, vegna þess þá skortir þotinmæði. Þrautseigja og elja, þessir tveir eiginleikar, hafa mest gildi fyrir þann, sem vill ná takmarki sínu. En frægð og metorð gefa .ekki langvarandi ham- ingju. Það hef ég komizt að raun um.“ Ég fann að erindi mínu var lokið og stóð upp. „Hafið þér mynd af drengjunum yðar?“ spurði hún lágri röddu. Ég hafði eina mynd í veski mínu og rétti henni. Hún horfði lengi á myndina. Tár komu í augu hennar. „Héðinn, nú skil ég hamingju þína,“ sagði hún, eins og við sjálfa sig. „Þér megið gjarnan halda myndinni." „Þakka yður fyrir.“ Ég heyrði að málrómurinn titraði lítið eitt. Hún fylgdi mér síðan til dyra. Það voru engin kveðjuorð sögð. Við þrýstum aðeins hönd hvor annarrar. — Er ég kom heim, beið Héðinn eftir mér og spurði mig hvar ég hefði verið. Ég vildi ekki dylja sannleikann fyrir hon- nm Er ég hafði lokið máli mínu, gekk hann til mín og strauk hendinni um hár mitt. 496. krossgáta Vikunnar Lárétt skýring: 1. Sérstæð. — 7. merki. — 14. smádýr. — 15. líkamshl. — 17. viðbæt- urnar. — 18. verkfæri. — 20. ruddar. — 22. vansnið. —- 23. árstíð. — 25. beita. — 26. bera. — 27. fornafn. 28. hvarf. — 30. dýra- mál. — 32. dýramál. — 33. fæði. — 35. borg. — 36. mjúk. -— 37. ergilegur (fornt). — 39. tala. — 40. fuglinn. — 42. hitta. — 43. farin. — 45. skyldm. — 46. skarpur. — 48. beita. — 50. samhl. — 51. hægt. — 52. kv.n. — 54. hl.st. — 55. stafirnir. — 56. á. — 58. óráði. — 60. há. — 62. minnis. — 64. raggeit. — 65. sorta. — 67. nálægð. — 69. kona. — 70. vesælasti. — 71. mannsn. Lóðrétt skýring: 1. Hik. — 2. mannsn. þ.f. — 3. Öskum. .— 4. samhl. — 5. fugl. — 6. fugl. —• 8. hryllir. — 9. orðtak. — 10. stofnun. — 11. skrafa. — 12. þjóta. •—■ 13. bólstrarar. — 16. heyannirnar. — 19. dreif. — 21. ganar. — 24. órétt. — 26. hérað. — 29. hræsnari. — 31. vanur. — 32. fornafn. •— 34. húsdýr. — 36. minnka. — 38. sláa. — 39. tví- hljóða. — 40. hæverska. — 41. rákir. — 42. bára. — 44. flagar. — 46. meiðsli. — 47. atv.orð. — 49. andvarann. — 51. fljót. — 53. tölu. — 55. ending. — 57. eggjárn. — 59. ól. — 61. fljótu. — 62. fæði. — 63. elska. — 66. sk.st. — 68. samhl. Lausn á 495. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. Mógular. — 7. Drangey. — 14. ara. — 15. traf. — 17. álalyf. — 18. naut. — 20. murka. — 22. saki. — 23. skraf. — 25. kal. — 26. als. — 27. öt. — 28. pro. — 30. mýsla. — 32. bb. — 33. nag. — 35. ofnhiti. — 36. blý. — 37. lasm. — 39. slóð. •— 40. þakkarávarpið. — 42. miða. — 43. rask. ■— 45. una. — 46. ógrönnu. — 48. inn. — 50. nn. — 51. hrauk. — 52. aða. — 54. oa. — 55. óra. — 56. sum. — 58. austu. — 60. gáma. — 62. elnar. — 64. stað. — 65. ára- tug. — 67. agar. — 69. æði. — 70. tuttugu. — 71. afráðið. í Lóðrétt: 1. Mansöng. — 2. órakta. •— 3. gaur. — 4. lt.. — 5. arm. — 6. rauk. — 8. ráa. — 9. al. — 10. nasla. — 11. glas. — 12. eyk. — 13. yfirbýð. — 16. framhjátökuna — 19. tap. — 21. klýi. — 24. frosk. — 26. ali. — 29. ofmarga. —• 31. stjarna. — 32. blóð. — 34. glaða. — 36. bliki. — 38. aka. — 39. sps. — 40. þinn. — 41. rauða. — 42. munngát. — 44. gnauð- ið. — 46. óra. — 47. rusl. — 49. notaði. — 51. hratt. — 53. aus. — 55. ómat. — 57. maga. •—- 59. stæð. — 61. áru. — 62. egg. — 63. raf. — 66. uu. — 68. rr. Reglur um farangur í millilandaflugi Frá og með 1. októbejr varð sú breyting á, að hver farþegi, sem ferð- ast með flugvélum vorum á milli landa, má hafa með sér farangur, er vegur allt að 30 kg. (í stað 25 kg. áður), án aukagreiðslu. Fyrir hvert kg„ sem fram yfir er, greiðist 1% af fargjaldi viðkom- andi flugleiðar. Jafnframt verður tekin upp sú regla að greiða verður fyrir allan auka- flutning við brottför, þ. e. a. s. farangur fæst ekki fluttur gegn eftir- kröfu. FLUGFÉLAG ÍSLANDS H.F. LOFTLEIÐIR H.F. „Dóra, hefur þú efast um mig? Það máttu aldrei gera aftur. Mér þótti einu sinni vænt um Nínu. Núna hef ég með- aumkun með henni. Hún hélt að frægðin væri sú mesta hamingja, sem henni gæti hlotnazt. En nú hefur hún komizt að raun um, að það er misskilningur. Hún er ein- mana og friðlaus. En þú gafst mér ham- ingjuna. Þú gafst mér það, sem mestu máli skipti, ást og frið.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.