Vikan


Vikan - 20.10.1949, Blaðsíða 13

Vikan - 20.10.1949, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 42, 1949 13 Prinsessurnar með glerhjörtun Það var einu sinni kóngur og drottning sem réðu ríkjum í landi langt út í heimi. Þau áttu þrjár dæt- ur. Elzta dóttirin var fegurst, eða svo þótti mörgum. Hörundslitur hennar var yndislegur, hárið hrafnsvart og mikið. Hún var gráeyg. Limaburð- urinn afar fagur, svo allir dáðust að. Það var nautn að horfa á kóngsdótt- urina. Hún var ósvikin prinsessa. Næst elzta kóngsdóttirin var ljúf- mannlegust. Það kom mönnum sam- an um. Hún var „ljóshærð og litfríð og létt undir brún.“ Augun voru blá og blíða skein úr þeim. öllum þótti vænt um hana og henni um þá, sem hún hafði eitthvað saman við að sælda. Yngsta kóngsdóttirin var kátust. Hún var freknótt á nefinu. Hárið var brúnt og augun báru sama lit. Hún var lítil vexti, og hláturmild. Það þurfti ekki mikið til þess að koma henni til að hlæja. Hún var all striðin. En allir fyrirgáfu henni það, þar sem hún var ekki illkvittin. Allar voru þær sannar prinsessur. Þó að þær væru ólíkar að ytra út- liti og í framkomu, höfðu þær eitt sameiginlegt. Hjörtu þeirra voru ekki úr sama efni og í mér og þér. Þær höfðu glerhjörtu. Drottningin var önnum kafin, eins og eðlilegt má teljast þar sem ríkið var stórt. En hún gaf sér þó tima til þess oft á dag að áminna dætur sínar um að fara gætilega vegna glerhjartnanna. Við hverja máltíð færði drottningin þetta í tal. Prinsessumar tóku vel áminning- um móður sinnar. Þó gátu þær yngri ekki stillt sig um að hlæja að þess- um áminningum annað slagið. BARNASAGA Eitt sinn sagði sú yngsta: „Við vitum að hjörtu okkar eru brothætt. Þau hafa þó haldizt heil til þessa dags, og þess má vænta að þau brotni ekki á ókomnum árum.“ Prinsessurnar léku sér oft i trjá- garðinum. Hann var leikvöllur þeirra. 1 garðinum var lítið, fínt hús. Þar höfðu þær brúður er þær stundum léku sér að. Þær mötuðu brúðurnar á sykurtöflum. Ekki máttu brúðurn- ar vera svangar. Gardenia, en svo hét elzta prins- essan, sat að morgni dags við glugg- ann og prjónaði síðtreyju. Þá gerðist sorglegur atburður, er ég vildi gjarn- an losna við að segja frá. Glugginn var opinn, flugurnar suð- uðu, og vindurinn lék sér við glugga- tjöldin, eða feykti þeim sitt á hvað. Fuglarnir sungu og jörðin angaði. Gardeniu leið vel. Hún unni öllu fögru. Kóngsdóttirin sagði við sjálfa sig. „Ég vildi deyja, einn svo fagran 1. mynd: En þeir ellefu lærisvein- ar fóru til Galíleu, til fjallsins, sem Jesús hafði boðið þeim. 2. Og Jesús kom til þeirra . . . og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og kristnið allar þjóðir, skírið þá til nafns föðurins og sonarinc og hins heilaga anda og kennið þeim að halda allt það, sem ég hefi boðið yður. Og sjá, ég er með yður alla daga alt til enda veraldar- innar. 3. mynd: Og hann sagði við þá: Farið út um allan heiminn og pré- dikið gleðiboðskapinn allri skepnu. Sá, sem trúir og verður skírður, mun hólpinn verða, en sá, sem ekki trúir, mun fordæmdur verða. 4. mynd: Og hann fór með þá út í nánd við Betaníu . . . Og meðan hann var að blessa þá, skildist hann frá þeim og var upp numinn til himins. sumardag sem þessi er.“ Hún vissi þau sögðu henni frá trúlofuninni. ekki hversvegna hún fór að hugsa Hún vakti kónginn, og Tulipaniu, um dauðann. En sú umhugsun skelfdi yngstu dótturina, til þess að segja hana ekki. Henni virtist það ekki þeim gleðitíðindin. óttalegt þó að hún sofnaði og vakn- Kóngurinn fór niður í kjallara og aði aldrei aftur. sótti kalt kampavín. En er hér var komið heyrði hún Kamelia hafði drukkið heitt te, og hlátra systra sinna, er voru úti að er hún drakk kalt kampavín urðu njóta sumarblíðunnar og tina blóm. hitabreytingarnar of miklar. Hún Gardenia gekk að glugganum og þoldi þær ekki. veifaði til systranna. Hún beygði sig, Það heyrðist brothljóð. Hjarta og sá þá að geitnablöðin höfðu hennar hafði sprungið. Þetta var blómstrað. Hana langaði til þess að hörmulegt. ná í blóm til þess að skreyta sig með. Kóngurinn og prinsinn báru Kame- En sú blessuð blómaangan. liu upp í herbergi hennar. Hún var En er Gardenia teygði sig út um ekki dáin, og brosti þó að hún gæti gluggann kvað við brestur. Hjarta ekki talað. Henni leið illa. hennar hafði brotnað við þrýsting- Þessa nótt var ljós í allri höllinni. inn á gluggakistuna. Hin fagra Allir grétu, því að þeir bjuggust við prinsessa hneig önduð niður á gólf- að Kamelia gæfi upp andann þessa íð. sömu nótt sem hún trúlofaðist. Eftir þennan sorglega atburð gættu En hún dó ekki. Hún vildi lifa. Hún þau kóngur og drottning enn betur lá grafkyrr og trúði því að sprungan þeirra tveggja dætra er á lífi voru. í hjartanu myndi læknast. Þær fengu sjaldan leyfi til þess að Kóngsdóttirin lá lengi. Og allan leika sér við aðrar unglingsstúlkur. tímann sat kóngssonurinn við rúm Ekki máttu þær reyna mikið á sig, hennar og hélt 1 höndina á unnustu og urðu að hátta snemma. sinni. Dag nokkurn kom kóngssonur í Kameliu batnaði svo að hún gat heimsókn. Það var um vetur. setið uppi í rúminu. En hún fann það Næst elzta prinsessan, er hét að hún myndi aldrei fá fulla heilsu. Kamelia, horfði á hinn konunglega Hún sagði þá við prinsinn að það gest sínum bláu fögru augum. Varð væri heppilegra fyrir hann að biðja prinsinn þegar ástfanginn af henni, Tulpaniu og ganga að eiga hana. og roðnaði er hann leit á hana. Prinsinn varð harmþrunginn og Hann fór þess auðmjúklega á leit grét. Hann sá á þessu hve góð og að Kamelia kæmi með honum á vitur Kamelia var, og hve mikil skíði um kvöldið. Engir aðrir áttu eftirsjá var í henni. En er hann hafði að taka þátt í þessari skíðaferð. hugleitt þetta mál gaumgæfilega Prinsinn vildi vera einn með kóngs- skildi hann að hyggilegast væri að dótturinni. Hann ætlaði að biðja fara að ráðum Kameliu. hennar. Hann vildi fá hana fyrir Hann bað því Tulipaniu, og fékk drottningu. jáyrði hennar. Kamelia vissi, hvað hann hafði í Kamelia fékk aldrei fulla heilsu. hyggju. Á meðan hún batt á sig skíð- En hún varð sú bezta móðursystir in, söng hjarta hennar af fögnuði og sem hægt var að hugsa sér. Hún tilhlökkun. gerði allt sem hún gat til þess að Veðrið var indælt, tunglskin og gleðja börn Tulipaniu og manns henn- ágætt skíðafæri. ar. Sagði þeim sögur, saumaði brúðu- Þau skemmtu sér ágætlega. Þau föt o. fl. o. fl. voru bæði afar mikið ástfangin. Þeg- Þegar Kamelia var spurð að því ar prinsinn bar upp bónorðið játað- hvort þetta væri henni ekki o'fur- ist prinsessan honum samstundis. efli, svaraði hún brosandi: Þetta var dásamlegt kvöld. „Sprungnar krukkur endast oft Drottningin beið með heitt te lengst.“ handa þeim. Hún var mjög glöð er Og það er hverju orði sannara. Efsta myndin: Kinverjar mála örsjaldan báta sína, en bera hinsvegar á þá berjasafa af sérstakri tegund. — Mynd til vinstri: „Panama“-hattarnir svonefndu koma flestir frá Equador en ekki Panama. -— Mynd til hægri: New Orleans liggur á allstóru svæði undir vatnsyfirborði Missisippifljóts- ins og þarf því að dæla rigningarvatni af jörðinni og út í ána.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.