Vikan


Vikan - 20.10.1949, Blaðsíða 6

Vikan - 20.10.1949, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 42, 1949- nægan tíma til að átta sig, kom hann henni eðli- lega með lagni inn í samræðurnar. Hann tal- aði um föður hennar, sem hann kallaði Terry, um búgarðinn, sem bar svo mikinn arð, og sem hún varð að skoða, og um, hve glaðir allir vinir Terry væru yfir, að dóttir hans væri loksins kom- in til hans. Hann virtist vera hinn vandaði heimsmaður, og þó var eins og eitthvað væri á bak við hisp- ursleysi hans — eitthvað, sem Beatrice skyldi ekki. Það var undarleg stefnufesta og aðgætni við hann, sem menn bjuggust ekki við af Aust- urlandamanni í viðurvist enskra kvenna. Hana grunaði ekki, að ensk kona var þess valdandi — ensk kona, sem hafði ekki verið ólík henni hvað áherti fegurð og stolta framkomu. Ensk kona, sem — þrátt fyrir allt sjálfsálit sitt — hafði sýnt, að hún var ekki tilfinningalaus gagnvart töfrum Mustapha. Alveg eins og Beatrice farni nú -— því að hún varð, enda þótt henni geðjaðist alls ekki að honum, að viðurkenna, að hann haföi óvanalega töfra til að bera. Hann var hrokafullur — hún hafði tekið eftir framkomu hans gagnvart dyraverðinum. Hann virtist miskunnarlaus og alltof sjálfsánægður — og yfir honum hvíldi elja og lífsorka, sem var truflandi. Og — hann var Tyrki! Fyrir hana eins og fyrir hina ensku konuna, setti þetta hann mjög langt fyrir neðan hana — milli þeirra var múr, sem ekki var hœgt að komast yfir. Áður höfðu Englendingar haft yfirráðin, en höfðu þau ekki lengur. Nú var það Tyrkland, sem gaf fyrirskipanir — og Englendingar hlýddu þeirra fyrirskipunum — eða hurfu. Beatrice hafði augsýnilega ekki lært þetta ennþá. Mustapha, sem las hugsanir hennar eins greinilega og and- lit hennar hefði verið opin bók, fann ekki til óánægju við það, sem hann las. Hann hafði sigurvegarablóð í æðum sínum, naut bardagans og mat aðeins sigur, sem kostaði vinnu. Og auk þess fannst honum Beatrice vera fallegasta unga stúlkan, sem hann nokkru sinni hafði augum litið — hún hafði áhrif á hann eins og engin önnur kona hafði haft fyrr. Og á meðan hélt hann áfram að tala mjög skemmtilega, og Beatrice svaraði kurteislega, en þrátt fyrir allt áhugasöm. Henni var Ijóst, að hann hafði óvanalega mikinn persónuleika til að bera, en hélt samt fast við fyrsta álit sitt. Henni geðjaðist ekki að Mustapha Aziz! Stuttu síðar fóru þær úr pálmagarðinum. „Billinn yðar bíður, er það ekki?“ spunði Mustapha frú Leighton. „Nei,“ svaraði frú Leighton. „Ég varð að senda hann heim til Jim. Við fáum okkur bíl.“ „Bíllinn minn er hér. Má ég aka ykkur heim?“ „Já, þakka yður fyrir,“ svaraði frú Leighton. „Ef það er ekki fyrirhpfn fyrir yður.“ „Eg hef ekkert að gera þessa stundina," svar- aði Mustapha. „Hvernig lizt yður á að fara fyrst til brúarinnar og sýna imgfrú Molly Gullhomið. Það er vel þess virði að sjá það við sólsetur?“ Mary samþykkti þetta, þau fóru inn i bílinn — glæsilegan bíl og óku — þannig fannst Beatrice það að minnsta kosti — með ægilegum hraða og án tillits til annarra farartækja, gegnum borgina. Við Pantonbrúna stanzaði billinn, þau fóru út og horfðu yfir brjóstvígið. I bjarma hinnar hnígandi sólar líktist Gull- hornið gylltu teppi. Mörg skip lágu við festar, og herskip myndaði skuggamynd á himninum. Á hinum bakkanum voru mörg gömul vöruhús, verzlunarhús og bænahús. Beatrice andvarpaði af hrifningu, og Mustapha, sem leit á hana sá gráu augun Ijóma. „Lízt yður á það?“ „Það er dásamlegt! Mig dreymdi ekki um að-------“ „Komið á hina hliðina," sagði hann og gekk yfir að eystra brjóstvíginu. „Er þetta Bosporus?" spurði Bea^rice. „Já!“ sagði hann. „Ég á hús þarna við strönd- ina. Þér verðið að heimsækja mig þangað ein- hvem tíma með Terry." ■ Sólargeislarnir vom hættir að skina á Bos- poms — það lá kyrrt — ótrúlega blátt. Þau stóðu augnablik án þess að tala — og svo skyndi- lega sáu þau — eins og Molloy hafði séð — ein- kennilegt flug fuglanna — titrandi, hvíldarlausa — eins og dimman skugga á vatninu. • „En hvað þeir fljúga lágt!“ sagði Beatrice hægt. „Já, og þeir hvíla sig aldrei," svaraði Mustapha. „Enginn hefur nokkm sinni uppgötvað, hvar þeir byggja sér hreiður, eða séð þá hvíla sig á landi. Þeir fljúga þannig — upp niður — alltaf------“ Hún leit á hann. „En þeir hljóta að hvíla sig öðru hverju — einhvers staðar — —“ „Áreiðanlega! En enginn — svo er sagt í það minnsta — hefur nokkru sinni uppgötvað, hvar." „Hjátrúin telur það vera glataðar sálir ■— kon- ur sem hafa drukknað I Bosporus," skaut Mary inn í. „Trúir fólk þvi í raun og ’veru.“ „Já, bókstaflega!" svaraði Mustapha Aziz. Kunningi frú Leighton, sem kom akandi yfir brúna, kallaði á hana. Mary fór þangað, og Beatrice, sem var nú ein með Mustapha, spurði: ,,Trúið þér því?“ Það var vottur af fyrirlitningu í rödd hennar. Hún vissi eiginlega ekki sjálf, hversvegna hún sagði þetta — það vár löngun til að beygja þenn- an alltof sjálfsánægða mann. Spurning hennar um, hvart hann tryði þessu, myndi ef til vill sýna honum, að staða hans sem Austurlandabúa, var ekki við hlið enskrar konu. En Mustapha Aziz virtist ekki skilja þetta. „Nei,“ sagði haan, „ég er hræddur um, að ég tilheyri hinum vantrúuðu. En það er falleg saga, sem ég auk þess hélt, að dóttur Terry Mollöys mundi falla i geð. Vesalings litlar glataðar sál- ir!“ Hann sagði þessi orð með blíðu, sem hún hélt að hann ætti ekki til. Og rödd hans, sem annars var fremur hörð, var nú hæg, blíð eins og blíðu- atlot. Hún fann aftur töfra þá,. sem hún vissi, að þessu maður gat sýnt eftir eigin geðþótta — sem eðlishvötin sagði henni, að betra væri að standa á móti. Og hún hugsaði: Hann hefur eng- an rétt til að tala þannig við mig! Hann vogar sér — að meðhöndla mig sem jafningja sinn. Og vegna þess, að hún hafði löngun til að sýna honum, að hún að minnsta kosti — ef til vill sú eina í allri Konstantinopel — gerði sér ekki of háar hugmyndir um hann og hefði enga ósk um að þóknast honum, sagði hún: „Er það þá satt, sem menn segja, að kvenna- búrskonunum hafi verið drekkt í Bosporus?" Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Púlli: Gríptu! Fljótur ! Þetta er egg. Pabbinn: Ö, þetta er gúmmí. Þú blekktir Pabbinn: Lilli getur svei mér mig sannarlega. Láttu mig hafa boltann. leikið sér með þennan bolta. Púlli: Allt í lagi. Þú skalt taka hann með þér heim. Pabbinn: Gríptu! Pabbinn: Sjáðu, Lilli, hvernig eggið skoppar. (Nokkru seinna, þegar Lilli hefur leikið sér góða stund að því, sem pabbi hans færði honum). Mamman: Komdu, góði, og sjáðu!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.