Vikan


Vikan - 20.10.1949, Blaðsíða 12

Vikan - 20.10.1949, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 42, 1949 í þessari glæsilegu stofu með mörgu bókaskáp- unum. „Hugh ætlar að koma seint,“ sagði Annette nú. „Hann er óstundvísastur vina minna, og hann hefur í raun og veru enga afsökun. Setjizt nið- ur og fáið ykkur glös.“ „Get ég hjálpað?" spurði Garth og leit á borð- ið, þar sem glösin stóðu. „Nei, það getið þér ekki, ungi maður. Ég er sjálfstæð kona; og vil helzt hjálpa mér sjálf." Hún brosti fallega. „Trúið þið mér,“ sagði hún, um leið og hún vafði þurrku um Cocktailflösk- una, „þegar menn hafa verið á stöðum, sem ég hef verið á, venjast menn á að hjálpa sér sjálf- ir.“ „iÉg las nýju bókina yðar í síðustu viku,“ sagði Nada. „Hún er mjög skemmtileg — en hvern- ig getið þér þolað alla þessa hrakninga — ég skil það ekki.“ „Ég get alls ekki annað, jafnvel þótt ég reyndi," sagði Annette hlæjandi. „Ég hefði átt að verða karlmaður, en þar eð ég var svo ó- heppinn að verða kvenmaður, þá reyni ég að gera sem bezt úr því — eftir mínum skilningi." Þrátt fyrir allt flakk sitt í heiminum og stutt- klippt hárið, var Annette samt alls ekki óvið- kunnanlega ókvenleg, og bæði Garth og Nada litu á hana full aðdáunar. „Sherry eða citthvað sterkara?" spurði hún glaðlega, og, þegar Garth valdi Sherry, sagði hún: „Þetta er óvanalega gott Sherry. Ég fékk það frá einum vina minna sem hefur mjög gott vit á víni — hann verzlar með það. Ég hitti hann I Austurlöndum og var svo heppin að hjálpa honum, er hann fékk mjög slæma hitasótt, sem ég kunni skil á. Þér vitið ekki, Dr. Garth, að ég var nærri f)ví orðin læknir sjálf — og þess vegna hef ég vissan veikleika fyrir læknum." „Hafið þér veikleika?" spurði Garth um leið og hann tók við glasinu. „Ég hélt, að þér væruð ekkert hrifin af læknum." „Ó — ég tala ekki um nema menn, sem eru duglegir læknar — og þá hafa þeir innilegustu aðdáun mina. — Skál.“ Og hún lyfti glasi sinu bg kinkaði kolli til Garths. Hrósyrðin komu honum mjög á óvart, og Ahnette Marston brosti, þcgar hún sá, unga lækn- inn roðna eins og skóladreng. „Ég þakka innilcga fyrir," sagði hann. Jæja, hugsaði ungfrú Marston, maður, sem er svona iátlaus, hlýtur að vera mjög efnilegur. Um leið opnuðust dyrnar og stofustúlkan til- kynnti: „Sir Hugh Carruthers." Dr. Carruthers, mikill maður jafnt líkamlega sem andlega, gekk yfir gólfið ótrúlega léttilega svona kröftugur maður ccm hann var. „Ég bið innilega afsökunar," sagði hann. „Annette, geymdu það, sem þú ætlar að segja við mig þangað til við erum orðin ein. Ég vil gjarnan halda eitthvað af virðuleika mínum — frú Rosslyn, en hvað það gleður mig að sjá yður aftur — og þér eruð fegurri en nokkru sinni fyrr. Hvernig líður yður, Garth?" „Hvað heldur þú, að eldhússtúlka mín haldi um þig?“ spurði frænka hans og rétti honum glas af Sherryinu. „Ekki nægilega slæmt til að eyðileggja eina þessara ágætu máltíða sinna, vona ég,“ var svar- ið um hæl. — „Skrambinn sjálfur, Annette, ég kem aðeins fimmtán mínútum of seint, og þar eð þú vilt endilega búa langt frá öllum manna- bústöðum, þá — bílstjórinn minn villtist og ók með mig á annan stað. Laurel Mount í stað Laurel Court. Hún hristi höfuðið. „En sú afsökun! En auðvitað, ég fyrirgef þér •— eins og alltaf." Þau fóru nú inn í litla borðstofu, sem var nákvæmlega fyrir fjóra, og hefði alls ekki getað komizt einn í viðbót. Þetta var hátíðleg máltíð. Hugh var augsýni- lega ánægður með lífið, þegar hann sat við hlið- ina á fallegri konu yngri starfsbróður sína. Hann var piparsveinn, en fannst alltaf mikið koma til fegurra kvenna — enda þótt honum fyndist gáf- ur þeirra verða að vera í samræmi við útlitið — og hann var mjög hrifinn af Nödu, hann áleit hana einmitt réttu konuna handa. Garth, sem hann, allt frá því að Garth var nemandi, alltaf hafði haft mikinn áhuga á. Annette skemmti sér yfir gullhömrum frænda síns, og sjálf var hún — eins og hún hafði búizt við — mjög hrifin af gestum sínum. Þegar hún hafði lesið um Tony Hammerton, hafði henni komið til hugar það, sem frú Carew hafði sagt henni, og hún gat ekki, nú er hún sá Garth og Nödu saman, annað en hugsað um, hvort koma unnustans hefði orsakað vandræði í hjónabandi þeirra. Hún var mannþekkjari, og árangurinn af athugunum var þessi: Garth Ross- lyn var viðurkenndur sem mjög góður læknir, cn hann lítur ekki út fyrir að vera mjög ham- ingjusamur maður, og þessi yndislega kona, sem hann er kvæntur, lítur út eins og hún hefði ekki sofið mikið undanfarið. Sú hugsun, að þessi hjón, sem gætu verið svo svo hamingjusöm, væru það ekki, var henni mjög á móti skapi. Eitt persónueinkenni hennar var það, hve fljótt hún gat dæmt um, hvort henni geðjaðist vel eða illa að fólki, og henni geðjaðist illa að Tony, sem hún hafði hitt einu sinni uppi í sveit. Hann var fallegur, töfrandi og geðþekkur, hafði hún sagt við sjálfa sig, en óstaðfastur var hann, um það efaðist hún ekki. Kvöldverðurinn gekk vel og á eftir var Nada ein með Annette, en karlmennirnir voru einir yfir portvíninu. Garth var glaðari en hann hafði verið í marga daga. Allt frá því er hann fór frá Denny kvöldið áður, hafði hann verið gripinn einkennilegu hug- boði, sem öðru hverju kom í huga hans — hug- boð um, að frekari erfiðleikar stæðu fyrir dyr- um. Hann hafði sagt við sjálfan sigj að hann væri taugaóstyrkur, og, að hann, ef hann herti sig ekki upp, yrði brátt eins og móðursjúkur kvenmaður. Hér hjá Annette Marston lét þessi hugsun hann í friði í fyrsta sinn: „Loftslags- breyting er það, sem við þörfnumst bæði“, sagði hann við sjálfan sig, meðan hann hlustaði á hlátur Nödu. „Ef við gætum komizt burt dá- lítinn tíma — —“ Það var næstum eins og Annette hefði lesið hugsanir hans, er hún spurði: „Hafið þér farið í nokkurt frí?“ Spuirningunni var beint til Garths, þegar hún rétti honum kaffi- bollann. „Það er því miður ekki hægt fyrir mig að vera lengi í burtu sem stendur. Kona mín hefur verið hjá systur sinni í viku ■— við vonum, að við getum síðar--------“ „Þér ættuð í það minnsta að gefa yður tíma um helgar," sagði Annette Marston. Hann hikaði. „Já, við ættum að geta það —• en ég hef nokkra sjúklinga fyrir utan sjúkrahúsið, sem ég vil síð- ur fara langt frá sem stendur.“ Hún hleypti brúnum. „Þannig er mál með vexti, að ég á lítið hús í Sussex, og það stendur autt núna. Þar er simi, og enda þótt það sé uppi í sveit, er það ekki mjög langt frá bænum. Þar er kona, sem gætir þess, og sem ætti að hafa miklu meira að gera en hún hefur, en ég sjálf get ekki farið þangað allan næsta mánuð, og svo datt mér í hug, hvort þér og Nada vilduð ekki nota það um helgar?" „Já, þetta er alveg prýðilegt!" sagði Sir Hugh. „Ég get lofað frú Rosslyn — að þetta er hríf- andi staður. Þrátt fyrir, eða ef til vill vegna þess, að Annette er vön að lifa svo frumlega, gætir hún þess ávallt, að heimili hennar hér í Eng- landi sé fullkomið." „Það er mjög fallega gert af yður!" sagði Nada. „En þér hljótið að eiga aðra vini, sem-------“ „Ég býð einmitt tveim góðum vinum mínum að nota hús mitt," sagði Annette á sinn vana- lega hreinskilna hátt. „Og ég vona, að þið takið boðinu. Þið ættuð sannarlega að fara þangað strax á morgun. Þið munduð bæði hafa gott af því, og gætuð þá reynt húsið og verið svo lengur, ef ykkur líkar vel.“ Þá getið þið í það minnsta í einn eða tvo daga verið laus við þennan Hammerton, og fengið tækifæri til að vera ein! hugsaði hún. Enda þótt þeim hefði ekki geðjast að þessari hugmynd myndu þau helzt ekki hafa getað neit- að svona góðu boði, og bæði Nada og Garth tóku með gleði við þessu óvænta boði — að fara til DarJc Gables nálægt Chichester. „En hvað hún er indæl,“ sagði Nada, þegar þau óku heim. 1 þetta sinn sat hún við hliðina á Garth. MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. 1. mynd. Amma: Hvaða óskapagangur er þetta? 2. mynd Amma: Guð minn góður! Þvílik læti út af engu. 3. mynd. Amma: Stattu upp, pabbi, það gctur varla verið svo bölvað! Afi: Eg get aldrei hætt við hálfnað verk. 4. mynd. Afi: En ég get ekki skilið, hvernig þú hefur gengið frá þessu loki í upphafi mamma. Amma: Hvað ertu að flækjast í búrinu!!!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.