Vikan


Vikan - 20.10.1949, Blaðsíða 3

Vikan - 20.10.1949, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 42, 1949 3 Hér sést dr. Charles E. Raven, guSfræðiprófessor, yfirmaður Christ’s College, hella tei í bolla handa tveimur stúdentum, sem hann hefur boðið heim til sín. Samvinna og kynning prófessora og stúdenta er einkar náin í enskum háskólum. I enskum háskóla (Sjá forsíðu) Ég er nýsveinn. í júlímánuði lauk ég undirbúningsprófi. Nú er kominn október og ég er að fara í háskólann til þriggja ára náms. I lestinni, sem ég fer með til háskóla- borgarinnar eru allir klefar og gangar fullir af jafnöldrum mínum. Þeir sitja á ferðatöskum sínum og láta móðan mása um kappróðra, balletsýningu, sem ein- hverjir hafa séð rétt áður en þeir fóru frá London, eða þeir segja skólaskrýtlur af kennurum sínum. Ungi maðurinn sem situr beint á móti mér, klæddur flónelsbuxum og ullarjakka, er niðursokkinn í bók um kristallafræði. Annað slagið lítur hann út um gluggann til að fylgjast með stöðvunum, sem lestin fer um, og loks nemur hún staðar þar, sem allir þyrpast út. — Nú verður uppi fótur og fit til að ná í farangpr og koma honum út. 1 svipinn man ég ekki, hvort dótið mitt er fremst eða aftast í vagn- inum, sem ég sat í. Loksins finn ég það og kemst út, fæ bíl eftir langa stöðu í bið- röð og segi bílstjóranum nafnið á stú- dentagarðinum, þar sem ég hef fengið vist. Bílstjórinn ekur hægt fram með biðröðinni og kallar nafnið á Garðinum nokkrum sinnum. Þetta verður til þess, að þrír jafn- aldrar bætast í bílinn og fylla hann upp í þak af töskum. Einn þeirra er sýnilega busi eins og ég, en hinir tveir láta sem þeir séu verald- arvanir. Annar er í buxum úr þykku gáraflaueli (corduroy), en hinn hefur nærri þriggja metra langan, ljósröndóttan trefil um hálsinn. Þeir skrafa um helztu ræðuskörunga í kappræðum stúdentafélagsins í fyrra vet- ur og hverjir komi til greina við forseta- kjör í ár. Það veit hver nýsveinn, að fé- lagið er sniðið eftir Parlamentinu, og þar fá tilvonandi stjórnmálamenn æfingu í mælskulistinni. Við busarnir hlustum á þetta af lotningu, enda þótt við höfum á- sett okkur að látast vera veraldarvanir. 1 borginni, sem við ökum í gegnum, ægir saman gömlu og nýju. Þar eru fom- legar byggingar úr gulum leirsteini allt frá 13. öld, rammgert hús með mörgum gluggaborum og margbrotnu flúri á þaki og anddyrum. Hið nýja setur hvarvetna á sig borgarbraginn, göturnar, umferða- Ijósin, strætisvagnarnir, kvikmyndahúsin, bílarnir, — að vísu gamlir bílar og ennþá fornlegri reiðhjól. Mest ber á reiðhjólum í umferðinni. Hjólreiðarmenn fara í stór- um hópum á fleygiferð um göturnar, svo að allt hrekkur undan, sem fyrir verður, enda eru þarna á ferð stúdentar, sem lokið hafa fyrra hluta prófi! Bílstjórinn veit að hann fær ekki reist rönd við þessum urmul og fer sér að engu óðslega. Á götunum er líka urmull af busum á mínu reki, sem eru í óðaönn að búa sig undir námið og Garðvistina. Sitt hvað þarf að kaupa, stílabækur, blýanta og loks tekönnuna, sem gleymdist að taka með sér að heiman. Loks er um að gera að ná í námsbækur, áður en þær eru upp gengnar. Bíllinn nemur staðar við dyrahvelfingu á einni hinna gömlu bygginga. ökumaður fær ómakslaun sín, og svo held ég með pjönkur mínar inn í Garðinn, þar sem ég á að hafast við næstu þrjú árin. Dyravörður kemur til móts við mig úr bústað sínum. Meðan við tölumst við, lit- ast ég um. Dyrahvelfingin er á stærð við rúmgóða stofu, enda eru tvö ef ekki þrjú herbergi yfir henni. Utan dyranna gengur lífið í borginni sinn vanagang. Bílar þjóta fram hjá, húsmæður eru á ferli með körf- ur sínar til að sækja fisk eða brauð í mat- inn. — En innan múranna er þögult sem í grafhvelfingu. Húsagarðurinn er því nær óslitin, fagurgræn grasflöt. Anddyrin á múrveggjunum umhverfis eru að vistar- verum nýsveinanna. Ég verð gripinn af af andstæðunum milli hávaðans úti fyrir og friðsældarinnar, sem þarna ríkir. Ég finn þegar á mér, að ég er kominn í sam- félag, sem á lítið skylt við borgina og ég hef aldrei kynnzt áður. Mér er vísað til herbergja minna. Leið- in liggur fram með einni hlið húsagarðs- ins, gegnum dyrahvelfingu inn í annan húsagarð og anddyri, þar sem nafnið mitt stendur „svart á hvítu“ á veggnum. Loks liggur leiðin upp stiga, upp á efstu hæð. En ég er svo heppinn að fá herbergi út af fyrir mig. 1 setustofunni er teppi á gólf- inu. Þar er stór arinn og bólstruð sæti við gluggann, sem veit út að garðinum. Þar er líka matborð og stólar, hæginda- stóll og skrifborð, — allt hið nauðsynleg- asta, en ekkert um of. Á öðrum gafli stof- unnar eru dyr inn í svefnherbergið. Þar er járnrúm og meira að segja þvottaskál á fæti. Þvottatækin virðast fátækleg, enda eru þau það að jafnaði. Næst er að taka upp dótið og reyna oð gera herbergin ofurlítið vistleg. En ég hef hraðan á og flýti mér svo út til að skoða umhverfið. Fyrst rekst ég á borð- salinn, því að hann er beint á móti dyr- unum hjá mér, hinum megin garðsins. Þetta er gríðarhá bygging, einna líkust dómkirkju ásýydum, enda er litað gler í gluggunum, — og eykur það á kirkjusvip- inn. Innst í salnum, þar sem altarið ætti að vera, er hækkaður pallur með stóru eikarborði og á því hvítur dúkur og borð- búnaður. Þetta er matborð ,,herranna“, þ. e. þeirra, sem stjórná Garðinum. Þarna sitja þeir í upphefð sinni, aðgreindir frá nýsveinasöfnuðinum, er skipar hinn óæðra bekk í salnum. Á veggjunum eru eikar- þiljur og gamlar myndir. Tvö gríðarmikil arineldstæði eru í salnum, en þau eru ekki notuð. Þarna hafa að minnsta kosti verið settir miðstöðvarofnar. Að þessu sinni er borðsalurinn galtómur og þegjandalegur. Ég loka varlega á eftir mér og held út í sólskinið aftur. Ég geng garð úr garði, imz ég nem staðar við aðra byggingu með kirkjusvip. Að þessu sinni er líka um kirkju að ræða eða öllu heldur kapellu háskólans. Hún er eins og flest annað þarna úr gulum leir- steini með miklu flúri, gerðu af meistara- höndum fyrir mörgum öldum. Gluggarnir eru úr lituðu gleri. Tónverk eftir Bach hljómar á móti mér. Inni í kirkjunni situr ungur stúdent og leikur á kirkjuorgelið. Ég geng undir orgelsvalirnar innar eftir kirkjunni. Fyrir stafni blasir við altarið. Framan við það eru lokaðir kirkjustól- ar. Sumir eru með íburðarmiklum tré- skurði, en mest finnst mér til um kirkju- loftið. Það er fagurlega skreytt bláum og gullnum litum og flúri í endurreisnarstíl Framháld á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.