Vikan


Vikan - 20.10.1949, Blaðsíða 5

Vikan - 20.10.1949, Blaðsíða 5
flÍilÍÍilÍIMÍÍIIÍÍÍIÍiliÍÍÍIItlllÍÍÍÍilliiiÍliÍÍill, VIKAN, nr. 42, 1949 5 Ný framhaldssaga: iiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitniiiiitMiiiiiiiiiimiiiitiiMMiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiMiiiiiiiiiMtitNM EIRÐARLA UST LIF Eftir ANN DUFFIELD ■ IHIIIHIIIIIIIIimHHIHimilllllll „Ræður hann í raun og veru eins miklu og frú Perkins sagði?" „Já, það gerir hann. Það er gott að halda góðri vináttu við hann.“ „Hvað er hann gamall?" „Ekki þrítugur enn.“ „Og kvæntur?" „Hann var það, en kona hans dó fyrir nokkr- um árum. Hann ætti að kvænast aftur, en hann hefur augsýnilega engan tíma til að hugsa um það. Hann er mjög önnum kafinn maður — á- kafur stjórnmálamaður, og hann felur mér alveg að sjá um búgarðinn. Mér er ekki kunnugt um allt það, sem hann tekur sér fyrir hendur, en ég veit, að hann hefur mikil völd.“ „Og Englendingar umgangast hann eins og jafningja sinn?“ „Ef þeir eru skynsamir." Eeatrice rétti úr sér og kastaði til höfðinu. „Eg býst við, að ég komist ekki hjá að hitta þennan rnann?" „Nei, barnið mitt — þar eð hann er félagi föður þíns, mun varla vera hægt að komast hjá því," svaraði Molloy hæðnislega. „Allt í lagi!“ svaraði Beatrice glaðlega. „Eg skal vera blíð og góð — en þú skalt ekki búast við, að ég komist í aðdáendahóp hans.“ „Allt, sem krafizt verður af þér, er almenn kurtcisi," sagði faðir hennar brosandi. Stuttu siðar fór Molloy inn til að klæða sig, og Bcatrice, sem átti erfitt með að slíta sig frá hinu fagra útsýni, gekk inn í sitt herbergi til að taka upp farangurinn. Hún hafði ein svalir og þaöan gat hún horft niður á .götuna. Hún leit niður og sá hcst draga þungan vagn eftir göt- unni. Hesturinn rann og datt, og hestasveinninn kallaði og bölvaði og barði veslings skepnuna miskunnarlaust. Ó — en hvað þetta var hræði- legt! Mcð leiftrandi augum og fyllt óskaplegri reiði horfði Bcatrice á þetta. Grimmir menn! Augnablik var cins og öll fegurð morgunsins væri hcrfin, en svo, er hún tók upp farangur- inn og licngdi upp fallega kjólana, gleymdi hún þcssum atburði. Það var svo margt annað að hugsa um. Hún hafði ekki spurt um helminginn, sem hún vildi vil a. Hvaða Englendingar væru hér annars? Og hverjir voru hinir vinir föður hennar? „Ég fer á fund í dag, sem er mjög áríðandi, en ég hef beðið frú Leighton að koma og sækja þig,“ sagði Molloy. „Hún ætlar að sýna þér Pera.“ „Hver er frú Leighton?” „Mjög yndisleg kona. Þér mun áreiðanlega líka vel við hann. Leighton vinnur við sendiráð- ið.“ „Búa margir Englendingar hér?" „Já, nokkuð margir." „Það gleður mig. Hvað gera þeir hér?“ „Það sama og heima. Pera er mjög skemmti- legur bær — enda þótt hann sé ekki hinn sami og fyrir strið." Strax eftir hádegi fór Terrence Molloy og rétt fyrir klukkan þrjú kom frú Leighton. Hún var falleg, mjög vel klædd og kona með skemmti- lega framkomu og vingjarnleg augu. „Svo að þetta er Beatrice!" sagði hún og greip hönd ungu stúlkunnar. „Má ég ekki kalla yður Beatrice? Terry og ég erum góðir, gamlir vinir." „Það gleður mig, ef þér viljið gera það,“ svar- aði Beatrice mjög blíðrega og hægt. Frú Leighton horfði rannsakandi á hana og hugsaði með sjálfri sér: „Hamingjan góða — hvílik augu! Terry hafði ekki, búið mig undir slika fegurð. Þetta verður mikil ábyrgð!" En upphátt sagði hún glaðlega. „Terry bað mig að sýna yður um — taka yður undir minn verndar- væng.“ „Mér finnst það mjög vingjarnlegt af yður," sagði Beatrice hátíðlega, en svo skyndilega lýsti fölt, alvarlegt andlit hennar af brosi, og hún bætti við: „Ég er mjög þakklát föður mínum fyrir að hafa valið mér svona yndislegan fé- laga!“ Mary Leighton var undrandi og glöð —. Stúlk- an var óvanalega yndisleg — og hægt var að heyra, að hún meinti það, sem hún sagði. En hvað hún talaði undarlega! Framkoma hennar var svo óvanalega hátiðleg nú á dögum, en mjög aðlaðandi. Og hvað hún var falleg — þetta bros, fölt andlitið, dökkt hárið, og svo þessi einkenni- lega gráu augu, sem komu mönnum til að hugsa um Jeanne.d’Arc eða um nunnu. Frú Leighton gat ekki vel gert sér grein fyrir Beatrice, en fyrsta álit hennar — sem hún aldrei síðar breytti — kom fram í þessari ósjálfráðu hugsun: „Konstantinopel er ekki staður fyrir hana!" 3. KAFLI. Er frú Leighton hafði talað um ferð Beatrice og um föður hennar, sagði hún: „Eigum við að leggja af stað nú?“ Ég hélt, að yður þætti gaman að aka niður í borgina, og ganga þar um og drekka te?“ Beatrice stóð upp. Hún var þegar tilbúin að fara út í kjól úr þykku Crepe de Chine og með lítinn hvítan hatt. Frú Leighton var fyrir utan — og þær óku um brattar götur, þangað til hún bað bílstjórann að stanza. „Þetta er Grand Rue“, sagði hún. Gatan var breið og þar voru ótal leikhús, dans- salir, bílastöðvar og stórar grískar kirkjur. Og þar voru margar verzlanir — gimsteinaverzlanir, ilmvatnaverzlanir og tízkuhús, sem báru frönsk og þýzk nöfn — og alls staðar úði og grúði af fólki. Bcatricc sá marga Englendinga, sem heilsuðu og brostu, horfðu fullir áhuga á hana — og Frakka og fólk frá öllum öðrum þjóðum. Flest- ar konurnar — einkum þær, sem erfitt var að geta til um þjóðerni — mjög fallegar klæddar cftir nýjustu tizku, og mennirnir, sem mcð þeim voru, voru mjög spjátrungslcga klæddir. Fram- koma þeirra samsvaraði ekki hinum nákvæma klæðaburði — þeir gengu ekki úr vcgi fyrir nein- um, heldur ýttu þeir frá sér án þess að taka til- lit til neins, og konurnar töluðu hátt og hvcllt. „Austurlandabúar!" sagði frú Leighton, cins og það útskýrði allt, sem það ef til vill gcrði. öðru hverju mættu þær konum, sem voru miklu siðsamari í útliti og klæðaburði. Frú Leighton sagði, að þær væru tyrkneskar. Þær voru einnig í fötum frá París og sumar voru með litla, fallega hatta. Þarna var mikið að sjá og hcyra. Beatricc varð ekki fyrir vonbrigðum á Pcra — það var eins og hún hafði búizt við. Enda þött hún hefði mikið ímyndunarafl, hafði liún aldrci liugsað mjög mikið um Austurlönd eða verið hrifin af þeim. Hún gekk um Pera, áhugasöm, glöð — en ósnortin eins og hún kynni að hafa gengið um París — og bak við hana — hinumegin við Gull- hornið — lá Stambul og beið, en hún vissi ekk- ert um Stambul! „Og nú eigum við skilið að fá te,“ sagði frú Leighton að lokum, og Beatrice féllst á það. Frú Leighton fór með hana í stórt veitinga- hús — í pálmagarð, þar sem hljómsveit spilaði, og þar sem fólk sat við lítil borð. Beatrice leit í kringum sig. Sums staðar voru Amerikanar eða Englendingar — hópur af tyrkneskum ung- um stúlkum og svo Austurlandabúarnir •—- vel klæddir og háværir. Beatrice var að horfa á þetta allt, full áhuga, þegar ókyrrð færðist yfir salinn. Það var eigin- lega ekki hægt að segja, livað það var — en það var eins og allir væru ósjálfrátt á verði. Hinir háværu Austurlandabúar þögnuðu augna- blik. Ameríkanarnir og Englendingarnir héldu ró sinni, en allir litu til dyranna, og Beatrice fylgdi augnaráðum þeirra. Maður nokkur var kominn inn og stóð í dyr- unum, um leið og hann sagði eitthvað við maitre d’hotel. Hár maður, grannvaxinn og með laglegt andlit •— laglegasta — en einnig harðgerðasta — andlit, sem Beatrice nokkru sinni hafði séð. Augu hans virtust jafnvel úr þessari fjarlægð einkennilega ljós og sterk und- ir augnabrúnunum, sem háru sömu einkenni. Hann sagði eitthvað fljótt við dyravörðinn, scm hneigði sig auðmjúkur. Svo gekk hann föstum skrefum gegnum salinn. Beatrice gat ekki haft augun af honum. Hver í ósköpunum gat hann verið, hugsaði hún og fann, að hún roðnaði, þegar hann nam staðar við borð þeirra. „Góðan daginn frú Leighton," sagði hann, um leið og einlccnnilega ljós augu hans hvíldu á Beatrice. „Bcatrice — má ég kynna — þetta er Must- aptra Aziz, félagi föður yðar,“ sagði frú Leigh- ton. „Ungfrú Molloy, Mustapha!" „Já, ég hélt, að svo mundi vera.“ Eeatricc fann, að hönd hennar var gripin af einkennilcga litilli en sterkri hendi, og röddin, sem talaði við hana, var vingjarnleg. Hún leit upp og sá í fyrstá sinn bros Mustapha. „Má ég setjast hjá yður?“ spurði hann Mary, sem játaði því vingjarnlega. Hann settist, hafn- aði teinu og bað um sterkt kaffi. Svo að þér eruð komin, ungfrú Molly," sagði hann. „Ég vona, að faðir yðar hafi verið heil- brigður og glaður, þegar þér komuð." „Já, hann var það,“ svaraði hún. „Og nú eigið þér að hugsa um heimilið? Það er gaman fyrir hann.“ Hún brosti veikt án þess að svara. Hún hafði dregið sig í hlé. Hún ætlaði að vera kurteis, ann- að cklci. En þrátt fyrir það — sem hún hefði varla viðurkennt — var hún hræðilega feimin. Mustapha var annað en hún hafði búizt við. Þrátt fyrir ásetning licnnar, hafði skipandi svip- ur hans og kyrrðin, sem fallið hafði á alla, þeg- ar hann kom inn, skemmt henni. Hlægilegt af fólkinu! sagði hún við sjálfa sig, en hún gat ekki annað en fvmdið hið sama sjálf. Mustapha Aziz sneri sér að frú Leighton. Hann var mjög skemmtilegur, og frú Leighton virt- ist ekkert hafa á móti því, að hann sæti þarna. Þau töluðu saman dálitla stund og svo — eins og honum fyndist unga stúlkan nú hafa fengið

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.