Vikan


Vikan - 25.07.1991, Blaðsíða 53

Vikan - 25.07.1991, Blaðsíða 53
Ávaxtamarkaður eins og þeir gerast bestir á Indlandi. okkar um Pæi. Ferðamáti okk- ar þarna var með ýmsu móti. Mestar vegalengdir lögðum _ við að baki fótgangandi en einnig ferðuðumst við með fíl- um og ár voru nýttar á þann hátt að við hnýttum saman bambus svo að úr varð fleki. Þannig fleyttum við okkur nið- ur straumþungar árnar upp á von og óvon því að við áttum á hættu að flekinn liðaðist í sundur og bagalegt hefði verið að tapa bæði myndavélum og farangri í ána. NÝSJÁLENDINGUR SLÆST í FÖRINA Kvöld eitt dvöldum við I hús- um tælensks bónda og hittum þar fyrir Nýsjálending, Jason að nafni. Jason hafði orðið fyr- ir þeirri ömurlegri reynslu að tapa mestöllum farangri sínum að nóttu til í Bangkok. Hann hafði lagt upp frá Nýja Sjál- andi, farið yfir alla Ástralíu til Darwin, þaðan yfir til Balí og síðan eins og leið lá í gegnum Jövu, Súmötru og Malasíu. ▲ Örþreytt tælensk bóndakona eftlr erfl&an dag á akrinum. ▼ Frá strandparadísinni Phra Nang í suður- hluta Tælands og sagt er frá i greininni. INDVERJAR ENN UNDIR BRESKUM ÁHRIFUM Við fórum á fund Indverjans, Hassans, og það kom í Ijós að hann talaði góða ensku. Þegar hann hafði kynnt mig fyrir fjöl- skyldu sinni bauð hann mér að snæða hádegisverð með þeim. Eftir máltiðina fræddi hann mig um menningu og trúarbrögð Indverja. Seinni- part dags lagðist ég til svefns og svaf langþráðum svefni til næsta morguns. Þá snæddi ég morgunverð með Hassan og síðan vildi hann endilega sýna mér markverðar bygg- ingar sem Bretar höfðu látið reisa á þeim tímum er Indland var bresk nýlenda. Þarna má auðveldlega sjá að Indverjar eru enn undir breskum áhrif- um. EYDDI ÁRAMÓTUNUM f FRAMAND! UMHVERFI Svo skemmtilega vildi til þegar við Hassan höfðum fengið okkur sæti á bekk við eitt af bresku minnismerkjun- um að klappað var á öxlina á mér. Mér til mikillar furðu var þar kominn ferðafélagi minn úr Afríkutúrnum. - Það síðasta sem ég bjóst við að sjá í Kal- kútta var (slendingur, varð honum að orði. Við ákváðum að hittast um kvöldið, setjast að snæðingi og spjalla um ferðamennsku í fortíð, nútíð og framtíð. Liðnir voru rúmir sex mánuðir síðan ég var að ferðast um Afríku en samt hafði ég hitt tvo af ferðafélög- um mfnum þaðan, Nægj í Kat- mandu og Randy í Kalkútta. Áramótunum eyddi ég í faðmi fjölskyldu Hassans og var fróðlegt að upplifa áramót í svo framandi umhverfi og menningu sem er gjörólík því sem maður á að venjast. Skömmu eftir áramót kvaddi ég Hassan og hans hjarta- góða fólk með þökkum og hélt til Tælands. Þó að Kalkútta búi yfir geysilegri vesöld og hörm- ungar séu áberandi fannst mér vinsemd og hjálpsemi lýs- andi í fari flestra Indverja. ÚR MANNMERGÐ OG MENGUN BORGARINNAR Þegar til Bangkok kom hafði ég uppi á Randy. Við dvöldum á Ko San Road í ódýrasta gistihúsi sem við fundum. Engin fann ég skilaboðin frá Nægj og gerði því ráðstafanir til að ferðast til norðurhluta Tælands því ég vildi komast burt úr mannmergð og meng- un stórborgarinnar. Bangkok var yfirgefin snemma að morgni og að kvöldi sama dags náðum við til Chiang Mai í Norður-Tælandi. Þaðan lá leið okkar fótgangandi um landsvæði er nefnist Pæi og fengum við til liðs við okkur ungan tælenskan þúsund- þjalasmið, Línó að nafni. FERÐAST Á FÍLUM OG BAMBUSFLEKUM Að tíu dögum liðnum höfð- um við uppgötvað fegurð og dásemdir tælenskrar náttúru. Einnig hafði Línó frætt okkur um siði og menningu hins sanna Tælendings sem lifir í sátt og samlyndi við staðhætti og náttúru landsins en einmitt slíku fólki kynntumst við á leið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.