Vikan


Vikan - 25.07.1991, Blaðsíða 30

Vikan - 25.07.1991, Blaðsíða 30
ERÁ HEILANUM Á MÉR Svar til sparigríssins Kæra Jóna Rúnal Ég er unglingur og er í mjög miklum vanda stödd. Ég er nýflutt frá æskustöðv- um mínum og líður ekki eins vel og heima hjá mér á nýja staðnum. Sveitin er minn staður, þar líður mér vel. Þegar ég var að Ijúka grunnskólanum fór ég á fast með æskuástinni minni. Ástarævintýrið stóð mjög stutt. Aðeins í fáar vikur. Hann tilkynnti að hann vildi ekki binda sig og best væri að slíta sambandinu. Þessum parti var erfitt að kyngja. Eftir nokkurn tíma ákváðum við þó að vera vinir. Mér finnst, þar sem hann býr ekki hér, að hann sé í órafjarlægð frá mér. Það er þó deyfandi að ég sé hann stöku sinnum. Til að kóróna allt saman er greinilegt að við verðum í sama fram- haldsskóla næsta vetur. Við erum bæði frekar feimin og ég er mjög hrædd um að missa hann eitthvað út í bláinn. Þegar ég hef samband við skólasystur okkar beggja bið ég reglulega að heilsa honum. Ég veit ekki hvort ég hneyksla hann með þessu og hann missi kannski álit á mér fyrir vikið eða hvort ég er með þessu háttalagi að gera okkur báðum greiða. Hvernig á ég að fá hann til skilnings um að ég hugsa ekki um annað en hann? Ég verð, kæra Jóna Rúna, að fá einhver ráð til að ná að slaka á. Hjálpaðu mér! Sparigrísinn Elskulegi Sparigrís! Þú ert bara alveg í kerfi. Þakka þér innilega fyrir bréfið og traustið sem þú sýnir mér með því að óska eftir stuðningi mínum í vanlíðan þinni. Við íhugum og skoðum ástand það sem plagar þig með innsæi mínu, hyggjuviti og reynsluþekkingu og ég vona svo sannarlega að ábendingar mínar og mögulegur skilningur komi þér í kyrrð tilfinn- ingalega. Það er ekkert grín að finna sig vera í kerfi vegna tilfinningamála, það þekkjum við mörg, því miður. Þeir sem prófað hafa þannig vanlíðan eru afar sælir þegar þeir komast yfir hana. HÖFNUN ER ÓÞÆGILEG Það að vera hafnað eins og þér, elskuleg, er ekk- ert grín, sérílagi ef við erum búin að vera spennt til margra ára fyrir persónu sem við fáum svo loks- ins að upplifa og njóta náinna kynna við eins og við þráum, en viðkomandi bregst okkur svo og segir: Ég vil ekki binda mig. Það er greinilegt að þú ert mjög spennt fyrir pilti og leggur töluvert á þig til að ná tengslum aftur. Eins og þú segir er bót í máli að hann vill vera vinur þinn, þó vissulega séu þau tengsl ófullkomin og annars konar en þau sem mynduðust þessar fáu vikur ykkar saman. Þegar við höfum gefið tilfinningum líf, vegna væntinga sem hinn aðilinn gefur, erum við fæst til- búin að hlaupa frá þeim þó sá hinn sami telji að svo sé. Þegar samband hefur myndast, eins og hjá ykkur, er það höfnun þegar piltur segir undir- búningslaust og af engu sýnilegu tilefni: Ég vil ekki binda mig og óska eftir að slíta þessu. Ef hann var ekki tilbúinn, hvers vegna var hann þá að mynda sambandið yfir höfuð og um leið gera þig tilfinningalega háða sér? Sennilega er þetta, eins og oft vill verða, skammsýni og þekkingar- leysi á eigin tilfinningum og annarra. Þetta er sennilega ómeðvitað atferli en skapar vissulega vonbrigði og sársauka hjá þeim sem fyrir verður. ÁST OG VIÐURKENNING Það sem líklega er best að gera í þessari erfiðu og sáru tilfinningalegu stöðu er að íhuga persónu sína og tilfinningalíf með fortíðina sem viðmiðun. Ef við höfum sem börn og unglingar til dæmis þráð ást og viðurkenningu annars foreldris okkar og ekki orðið siíks aðnjótandi er ansi hætt við að við lendum fullorðin í þráhyggjukenndu tilfinninga- sambandi við einstakling sem bókstaflega festist í huga okkar í von okkar um ást viðkomandi og viðurkenningu. Þessi einstaklingur getur meira að segja haft einhverja þætti í manngerð sinni, fasi og framkomu sem einkenna foreldrana, ekki síst það foreldrið sem stirðlega gekk að tengjast í æsku eða fá viðurkenningu og ást frá. I þínu tilviki bendir margt til svona forsögu í tilfinningalegum samskiptum fortíðarinnar. Þú viltekki slíta tengsl- in við hann, jafnvel þó hann hafi hafnað þér og einnig sýnt þér óvirðingu með því að gefa tilfinn- ingum líf, sem ekki var meiningin að fylgja eftir, að minnsta kosti að svo stöddu. Engu er líkara en að þú neitir að horfast í augu við þá staðreynd að hann kaus að sleppa þér. Það þýðir að annað- hvort hefur hann ekki hæfni til að taka við þér til- finningalega í augnablikinu eða að hann er kannski of gagntekinn af sér og vill í bili engin tengsl sem stuðla að ófrelsi. Frh. á bls. 32 30 VIKAN 15. TBL 1991 JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFI FRÁ LESANDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.