Vikan


Vikan - 25.07.1991, Blaðsíða 65

Vikan - 25.07.1991, Blaðsíða 65
hinn góöi kúreki sem berst fyrir réttlætinu. Mynd ástralska leikstjórans heitir Quigley Down Under. í vestranum Bad Jim leika James Brolin (The Amityville Horror, Capricorn One) og Richard Roundtree stiga- menn sem ræna, rupla og drepa. Þeir hljóta þó makleg málagjöld í lokin. Mississippi Burning og fleiri myndir hafa sýnt okkur ranglæti hvítra manna í Suðurríkjum Bandaríkjanna gagnvart lituðu fólki. Myndin Love Field fjallar um persón- una Lurene Hallet sem Mich- elle Pfeiffer leikur. [ upphafi myndarinnar er hún viðstödd þegar Dallasbúar taka á móti forseta sínum, John F. Kennedy, árið 1963, þann 22. nóvember. Siðan fær persóna Michelle Pfeiffer þann sama dag fregnir af banatilræðinu. Hún ákveður að fara i jarðar- för forsetans í Washington. Tekur hún sér far með rútu þar sem hún kynnist svertingja og verður ástfangin af honum. Svertingi þessi á þá við vanda- tekur af henni barnið. En per- sóna Sally Field lætur ekki deigan síga þrátt fyrir það að vera strandaglópur í framandi umhverfi. Hún lætur sig hvergi og kemst undan ásamt barni sínu. í réttarhaldsdramanu Class Action leiða þau Gene Hackman og Mary Elizabeth Mastrantonio saman hesta sína. Bæði leika þau frama- gjarna lögfræðinga sem síðan eiga eftir að kljást hvort við annað í réttarsalnum. Leik- stjóri myndarinnar er Michael Apted en hann færði okkur Þar sem óréttlæti ríkir. Úr myndinni Love Field. ▲ Hin óþekkjan- lega Michelle Pfeiffer í myndinni Love Field. ◄ Samtal móður og barns. Úr mynd- inni Not Without My Daughter. mál að stríða. Hann vill fá dótt- ur sína af fyrra hjónabandi. Stjúpfaðirinn vill hins vegar ekki láta hana af hendi. Mikið tilfinningastríð brýst út og dregst Michelle Pfeiffer þannig inn í atburðarásina. Þetta er mynd sem lofar góðu. Stórleikkonan Sally Field leikur í mynd sem heitir Not Without My Daughter og er raunasaga móður og dóttur. Sally Field er gift íröskum manni sem hefur verið búsett- ur í Bandaríkjunum í 20 ár. Síðan ákveður hann að heim- sækja foreldra sína og tekur konu sína og barn með. Fjöl- skylda hans heima fyrir er strangtrúuð og lítur niður á allt sem amerískt er. Auk þess hafa konur engan rétt í íslömsku samfélagi. Eigin- maðurinn breytist líka til hins verra og lemur konu sína og meistaraverk eins og Gorillas in the Mist og Gorky Park. Gæsahúðarmyndin Night of the Living Dead eða Nótt hinna kvikdauðu er senni- lega ekki fyrir alla. Hér er um endurgerð að ræða. En hroll- ◄ Það væri ekki gaman að hitta þessa í myrkri. Kvikdauð barnfóstra úr mynd- inni Night of the Living Dead. ► Veggspjald framhalds- myndarinn- ar Alien III. vekjumeistarinn George A. Romero gerði svarthvíta mynd sem bar sama titil árið 1968. Zombiemyndir hafa aldrei verið sýndar í kvik- myndahúsum Reykjavíkur og því er lítil von til þess að þessi verði sýnd á breiðtjaldinu. En myndbandaútgefendur sjá sér sennilega leik á borði og gefa hana út þegar þar að kemur. Við verðum bara að bíða og sjá. Söguþráðurinn er ekki flókinn. Sjö persónur verða innlyksa á sveitabæ og þurfa að verjast árásum kvikdauðra persóna. Ekki vera ein þegar þið horfið á þessa endurgerð. Alien III verður án efa mögnuð framhaldsmynd. Söguþráður Alien III hefst þar Frh. á næstu opnu Sigourney Weaver þarf aftur að leggja höfuðið í bleyti i þriðja sinn í myndinni Alien III.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.