Vikan


Vikan - 25.07.1991, Blaðsíða 8

Vikan - 25.07.1991, Blaðsíða 8
Frh. af bls. 6 svo margir jafnaldrar mínir, séð það í hillingum að leigja íbúð og ráða mér sjálf. Þetta er fyrst og fremst mikil vinna. í byrjun fannst mér erfitt að þurfa að þvo, strauja og elda mat en það vandist fljótt. Kunnir þú að elda mat þegar þú byrjaðir að búa? Já, ég kunni að elda allan algengan mat. Annars borða ég yfirleitt heitan mat í vinn- unni og skólanum og hef þá létt fæði heima. Hefurðu unnið með skólan- um frá byrjun? Já, ég hef unnið á sama stað í nokkur ár. Ég er heppin með atvinnuveitendur því þeir koma mjög vel til móts við þarfir mínar með því að láta mig hafa fullt starf í öllum jóla- og páskafríum og á sumrin. Á veturna vinn ég aðra hvora helgi og tvær kvöldvaktir í viku. Nú ertu í fullu námi líka. Hvernig gengur þér að sam- ræma námið og vinnuna? Það gengur bara vel. Þetta er fyrst og fremst spurning um að skipuleggja tímann vel. Mér gengur ágætlega í skólanum og næ yfirleitt að skila verkefnum á réttum tíma þó ég þurfi að vinna með skólanum. Það hefur þó stöku sinnum komið fyrir að ég hef orðið sein fyrir með ritgerðir og annað slíkt en sumir kennar- arnir þekkja aðstæður mínar og eru mjög skilningsríkir. Hvers vegna valdir þú fjöl- miðlafræði? Mér finnst nútímafjölmiðlun vera mjög spennandi og bjóða upp á ótal möguleika. Þegar maður hugar til þess hve fjöl- miðlarnir eru áhrifamiklir og hafa mótandi áhrif á einstakl- inginn þá liggur við að það þyrmi yfir mann. Mér finnst þvf skipta óhemju miklu máli að vel sé staðið að öllu sem við- kemur fjölmiðlun og það sé vandað til þess sem hefur slík áhrif. Ég tel að þeir sem starfa við fjölmiðla verði að gera sér grein fyrir þessu og að undir- búningurinn undir störf þeirra sé eins góður og mögulegt er. Þess vegna er svo mikils virði aö þeir sem hyggja á fjölmiðla- nám f háskóla geti kynnst náminu strax í fjölbraut. Þann- ig settu þeir að vera betur búnir undir væntanlegt háskólanám. Hvaða grein innan fjölmiðl- unar höfðar mest til þín? Mér finnst þetta allt mjög spennandi en ætli það sé ekki blaðamennska og Ijósmyndun sem höfða mest til mín eins og er. 8 VIKAN 15. TBL.1991 Hyggur þú á áframhaldandi nám eftir stúdentspróf? Já, alveg örugglega. Ég hef mikinn áhuga á að komast í blaðamannaháskóla f Bret- landi eða Noregi. Annars verð- ur tíminn bara að leiða í Ijós hvað verður. Nú vinnur þú mikið og ert í skóla. Hefurðu nokkurn tíma til að skemmta þér með vinum þínum? Ég vildi auðvitað hafa meiri tíma með vinum mínum en það er bara ekki um það að ræða. Annars hittumst við eins oft og við getum og förum þá á pöbbarölt eða á tónleika. Flestir vinir mínir eru í svipaðri aöstöðu og ég, þeir vinna líka með skólanum svo við skipu- leggjum tíma okkar út frá því. Er ekki ýmislegt sem þú get- ur ekki tekið þátt í meö skóla- félögum þínum vegna tíma- skorts? Jú, því miður get ég ekki tekið þátt í félagslífinu í skólanum nema að litlu leyti. Það hefur mér þótt einna erfið- ast að sætta mig við. Færðu ekki nein námslán eða styrki frá hinu opinbera? Nei, það er ekki neitt slíkt í boði. Ég taldi mig eiga rétt á dreifbýlisstyrk þar sem ég á lögheimili á Akureyri en menntaskólinn þar býður ekki upp á fjölmiölabraut en svo reyndist ekki vera. Hvernig stendur á því? Fyrst fékk ég synjun f menntamálaráðuneytinu á þeirri forsendu að ég ætti lög- heimili í Reykjavík þar sem ég er búsett þar. Þegar ég sýndi fram á að lögheimili mitt er á Akureyri voru viðbrögð ráðu- neytisins á þá vegu að ég myndi útskrifast meö sömu réttindi af félagsfræðibraut í Menntaskólanum á Akureyri. Og þar strandar málið, orð þeirra f ráðuneytinu virðast vera lög sem ekki er hægt að hnekkja. Hefur aldrei hvarflað að þér að gefast upp, íris? Nei, aldrei nokkurn tíma. Ég er ánægð með lífið og finnst ekkert að því að þurfa að hafa eilítið fyrir hlutunum. Ég er líka fullviss um að það er hollara en að fá allt rétt upp í hendurn- ar. Mér dytti aldrei í hug aö leggjast í draumóra eða öf- undsýki, maður á bara að taka lífinu eins og það er og gera sitt besta og alls ekki að vera að gera sér rellu út af ein- hverju sem skiptir engu máli. Ég er mjög jarðbundin og held að ég sjái lífið eins og það er og er alveg sátt við að þurfa að hafa eitthvað fyrir því. □ ■ Næ yfirleitt að skila verkefn- um á réttum tíma þó ég þurfi að vinna með skólanum. ■ Finnst nútímafjölmiðiun vera mjög spennandi og bjóða upp á ótal mögu- leika. ■ Ég vildi auðvitað hafa meiri tíma með vinum mínum en það er bara ekki um það að ræða. ■ Fær ekki nein náms- lán eða styrki frá hinu opinbera. ■ Ánægð með lífið og finnst ekkert að því að þurfa að hafa eilítið fyrir hlutunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.