Vikan


Vikan - 19.10.1950, Side 1

Vikan - 19.10.1950, Side 1
/ KALEVALALJÓÐIN FINNSKU Og þýdandi þeirra á íslenzku Pinnar, íbúar „þúsund vatna landsins", hafa oft verið kallaðir söngvaþjóðin. Margt eiga þeir sér til ágætis, eins og íslend- ingum er almennt vel kunnugt; sum af- bragðs skáld okkar hafa auðgað íslenzkar bókmenntir með þýðingum á verkum finnskra rithöfunda, og nægir í því sam- bandi að benda á Matthías Jochumsson; íþróttaandi Finna og afrek hafa hér eins og annarsstaðar vakið aðdáun. Finnar voru um langan aldur í sambandi við Svía, enda hefur sænska og sænsk menn- ing átt þar mikil ítök. Meðal annars vegna þess eignaðist finnskan og finnski menn- ingararfurinn eldheita og öfluga forustu- menn, sem vöktu og studdu síðan þjóð- ernisvakningu í landinu og komst þegar skriður á þau mál um og upp úr aldamót- um 1800. Ahugasamir menn tóku að ferð- ast um landið og safna-þjóðlegum fræð- um, einkum kvæðum. Frægastur þeirra er Elías Lönnrot og er saga hans mjög merkileg; geta menn m. a. lesið um hann í grein eftir Jón Helgason biskup, en hún birtist í Skírni 1920. Lönnrot brauzt áfram í sárustu fátækt og tókst að verða læknir. Hann var fádæma eljumaður og það varð jafnframt hugsjón hans og ástríða að safna þjóðkvæð- unum, skeyta þau saman og gefa þau út. Naut hann til þess stuðnings finnska bókmenntafélagsins, sem stofnað var 1831. Hann sendi félaginu hetjuljóðahandrit sitt 1835 og nefndi safnið „Kálevála eða karelskir söngvar um fornöld Finna“, en helztu söguhetjurnar voru frá landshlut- anum Kalevala. Fjórtán árum síðar kom út aukin og endurbætt útgáfa. Hafa Kale- valaljóðin verið þýdd á fjölda tungumála og verið skipað til sætis við hlið Eddu- kvæða og Hómersljóða. Árið 1949 gaf finnskur kaupsýslumað- ur, direktör Jaari, tvö hundruð þúsund mörk til þýðingar á Eddu Finna, Kale- valaljóðunum. Erik Juuranto, aðalræðis- maður Islendinga í Helsingfors, kom boð- um til kennslumálaráðuneytisins um þessa gjöf og óskaði eftir því, að maður yrði fenginn til að þýða ljóðin. Það vísaði er- indinu til Menntamálaráðs, sem ákvað að gefa Kalevalaljóðin út og bað Karl Isfeld annast þýðinguna. Hann tókst ferð á hendur til Finnlands til skrafs og ráða- gerða, einkum við prófessor Vaisanen, formann Kalevalafélagsins finnska og Framhald á bls. 3. Karl Isfeld er fæddur á Sandi í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu 8. nóv. 1906, sonur Níels Lilliendahls, kaupmanns á Akureyri og Áslaugar Friðjónsdóttur, bónda á Sandi. Karl varð stú- dent frá Menntaskólanum á Akureyri 1932, las norrænu við Háskólann í þrjú ár, gerðist þá blaðamaður við Alþýðublaðið, var þar í átta ár; ritaði hann þar einkum bókmenntagagnrýni og leikdóma. Gerðist síðan ritstjóri Vinnunnar, sem Alþýðusamband Islands gefur út, og í fyrra- haust ritstjóri Heimilispóstsins. Karl hefur þýtt fjölda bóka, m. a. eftir Ernest Hemingway, John Steinbeck, Jaroslav Hasek, Axel Munthe, Louis Hémon og Marcel Ayme. Hann hefur og gefið út ljóðabók, Svartar morgunfrúr, og í undirbúningi er önnur ljóðabók og smásagnasafn. í

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.