Vikan - 19.10.1950, Side 5
VIKAN, nr. 40, 1950
5
Framhaldssaga: 'JÞ§jgJf fþ 9
-------Eftir JENNIFER AMES --------------------------------------
Hún hló. „Ef til vill er það þannig, að við ensku
konurnar og amerísku (síðasta orðið sagði hún
lágt) metum meir aðra eiginleika hjá eiginmönn-
um okkar en ástleitnina."
„Það getið þér talið yður trú um eins og þér
viljið, en þá eruð þér ekki heiðarleg gagnvart
sjálfri yður.“ Nú var rödd hans allt í einu orðin
alvarleg. „Kona blekkir sjálfa sig, ef hún heldur,
að aðrir eiginleikar séu mikilvægari hjá eigin-
manni hennar en hæfileikar hans til þess að gera
hana hamingjusama i ástum. Því að ástin er það
lífsseyði, sem fær konuna til að blómstra. Ástin
getur gert gamla konu unga aftur og breytt
ungri konu í gyðju. Hálfvolg ást er eins og matur,
sem ekki er vel til búinn — hún veitir enga
ánægju — og brátt nennir maður ekki að borða
hann lengur. Innst inni vitið þér, að ég hef rétt
fyrir mér.“
Hún minntist allt í einu þess, sem Bruce hafði
sagt við hana í flugvélinni um þögula, sterka
menn. Hún hafði varið þá, af þvi að Michael var
einn af þeim.
Enrico hafði sleppt hönd hennar aftur, var stað-
inn upp og farinn að frönsku dyrunum. Smágola
flutti með sér raddir. Karlmannsrödd og kven-
mannsrödd, sem greinilega var rödd Hortense.
„Nú er hægt að útskýra f jarveru konu minnar,“
sagði Enrico og rödd hans var gjörbreytt. Hann
dró tjöldin til hliðar og gekk út í dimman garð-
inn. En Bruce og Hortense voru greinilega ná-
lægt dyrunum, því að nokkrum stundum siðar
heyrði Alys Hortense segja:
„Enrico, segðu nú ekki, að þú viljir líka fara
og horfa á tunglið — og auk þess aleinn! Eg fór
út til þess að biðja Bruce að koma inn og tala við
okkur.“
Þegar þau höfðu fengið sér í staupinu, kom
Hortense til Alys og stakk handleggnum undir
hennar.
„Eigum við ekki að ganga til hvíldar nú og
láta mennina eina um að drekkja sorgum sínum.
Þegar Enrico er búinn að fá eitt glas, langar
hann í annað. Ég verð að fá fegurðarsvefninn
minn, því að hvaða kona getur án hans verið?
Karlmennirnir mega vera með stóra bauga undir
augunum og okkur konunum finnst þeir bara
miklu fallegri fyrir það. En karlmennirnir vilja
að konur þeirra hafi andlit eins og kornungar
stúlicur, en hjarta eins og blóösugu!" Hún hló
glaðlega og fór með Alys út úr stofunni inn gang-
inn þangað til þær komu að hennar dyrum.
Hún þrýsti handlegg hennar áður en hún
sleppti honum. „Sofið vel,“ sagði hún. „Og hugs-
ið nú ekki alltof mikið urn þetta allt. Þér skuluð
sjá, að það fer allt vel.“
Alys var mjög róleg, þegar hún háttaði sig.
Hún fullvissaði sjálfa sig um, að hún hefði aldrei
verið rólegri. Þetta var hlægilegt ástand. Mjög
hlægilegt. Hún endurtók orðið, eins og það hugg-
aði hana. Það var engin ástæða til þess að vera
hrædd -— að minnsta kosti ekki i bráð. Bruce var
heimsmaður. Hann mundi áreiðanlega finna upp
á einhverju, til að segja Enrico, hversvegna hann
var ekki i sama herbergi og konan hans. Enrico
mundi þá halda, að grunurinn um, að Bruce svæfi
ekki hjá konu sinni væri á rökum reistur og
mundi leitast við að útvega Bruce herbergi. Það
voru margar ástæður til að halda, að hún sæi
Bruce ekki fyrr en á morgun . . . Þegar hún var
komin hingað í hugsunum sínum, varð henni lit-
ið á náttfötin, sem voru í rúminu.
Bruce og Enrico mundu áreiðanlega vera lengi
á fótum, sitja yfir glösunum og Bruce mundi þá
ef til vill segja, að hann vildi síður vekja konu
sina svona seint. Já, það var ágætis afsökun, og
Alys hresstist við þetta. Já, auðvitað hlaut hann
að segja þetta. Hann hafði vit í kollinum, það
hafði hann sýnt greinilega í dag, þegar Jensman
höfuðsmaður var að tala við þau.
En enda þótt hún yrði stöðugt öruggari um, að
allt gengi að óskum, var hún samt svo varkár,
þegar hún fór inn í baðherbergið, að hún fór í
Ijósbláan taftslopp, sem Myra hafði verið svo
hugsunarsöm að skilja eftir . . . Þegar hún kom
út úr baðherberginu aftur, var Bruce þar. Já,
meira segja sat hann uppi í rúminu í náttföt-
unum. Hendurnar voru krosslagðar á bi-jóstinu
og hann hló.
„Jæja, kona góð," sagði hann. „Ertu tilbúin
að sofa hér við hlið mér?“
Hún hefði getað kyrkt hann með köldu blóði.
Þetta var hræðilegt, algjörlega ómögulegt ástand,
og hvernig vogaði hann sér að tala við hana á
þennan hátt. Hann hélt þó ekki í alvöru, að hann
gæti sofið þarna? Og ef hann hélt það, hvar átti
hún þá að sofa?
„Hættu nú þessari vitleysu." Hún sagði þetta
hranalegar en hún hafði ætlað sér. En hún var
taugaóstyrk og reið. „Ég var viss um, að þú hefð-
ir einhvern veginn getað bjargað þessu við . . .
hefðir getað fundið afsökun fyrir því, að þú gæt-
ir ekki verið i sama herbergi og ég.“
Hann hætti allt i einu að brosa. 1 stað þess varð
svipurinn harður. „Ertu i raun og veru svo mikill
kjáni, að þér dytti það í hug?“
„Ég veit ekki, hvað þú átt við með þessu.
Hversvegna er það svo heimskulegt? Þú hlýtur
að viðurkenna, að það er eina lausnin. Við get-
um ekki búið í þessu herbergi saman — sofið
hér?“
„Ekki? Ég er viss urn, að ég get sofið vel. Og
ég þarfnast góðrar hvildar eftir alla þessa hrakn-
inga. Ef þú vilt vera svo elskuleg að fara upp
í rúmið, svo að ég geti fengið frið, skal ég ekki
láta sitja við orðin tóm.“
„En skilurðu ekki . . . .“ Hún var að þvi kom-
in að bresta í gi'át.
„Alls ekki. Ég hef sagt þér, að þetta er
ekki farnskur skrípaleikur, heldur kaldur veru-
leikinn. Og ef þú vildir bara líta skynsamlega
á þetta, mundirðu áreiðanlega geta skilið, að
þetta er ekki eins hræðilegt, og þú heldur."
Nú streymdu tárin niður kinnar hennar. „Þú
hefðir vel getað fundið upp á einhverju . . . já,
pú liefðir átt að finna upp á einhverju . . . .“
Langur, erfiður dagurinn hafði verið of mikið
fyrir hana. Hún vissi ekki lengur, hvað hún sagði
eða gei'ði.
„Heyrðu nú,“ sagði hann reiður. „Það getur allt
verið gott, og ég mundi ekki vera hér, væri það
ekki alveg nauðsynlegt. En ég ætla ekki að stofna
þinu eða mínu lífi í hættu. Ef ég hefði beðið um
að fá einn herbergi — dettur þér þá annað í hug,
en að þau mundi strax gruna eitthvað? Og svo
ert þú ensk, og þá mundu þau brátt geta lagt
tvo og tvo saman. Við erum engin börn, Alys,
og þetta er enginn leikur. Og farðu svo í rúmið
og sofnaðu--------og leyfðu mér að sofna!"
Meðan hann talaði, hafði hann snúið sér á hina
hliðina. Og allt i einu fannst henni hún vera eins
og óþekkur krakki. Eftir allt, sem þau höfðu
upplifað saman, tók varla að hafa oi’ð á þessu.
Hann hafði bjargað lífi hennar og hafði hætt lífi
sínu fyrir hana.
„Fyrirgefðu," sagði hún lágt.
„Svona nú. Og vertu svo góð stúlka," rödd hans
var hlýleg, næstum föðurleg. „Snýttu þér og
þurrkaðu augun. Hér er vasaklútur." Hann rétti
henni vasaklút. „Góða nótt og sofðu vel.“ Hann
bætti við: „Og þú getur treyst mér fullkomlega
— var þér það kannske ljóst?"
Hún fór úr sloppnum og fór upp í rúmið. Hún
þorði varla að anda, hún var svo gagntekin af
nærveru hans. Hún sagði við sjálfa sig, að hún
ætlaði ekki að sofna. En þegar hún heyrði á
reglulegum andadrætti hans, að hann var sofn-
aður, langaði hana allt í einu til þess að hlæja
hátt. Ef til vill var það eðlilegt vegna þessa
ástands. En smám saman færðist ró yfir hana.
Fimm mínútum síðar var hún sofnuð.
Fimm dögum síðar, þegar Enrico settist við
hádegisverðarborðið, sagði hann:
„Ég hef heyrt, að breskur stríðsfangi hafi
strokið. Ég veit ekkert nánar um það, en ég vona
að ekkert ykkar hafi átt þátt í því!“
Hann sneri sér skyndilega við og horfði fast
á Jennifer.
10. KAFLI.
Jennifer mætti augnaráði hans án þess að líta
undan. „Hversvegna horfið þér svona á mig,
Enrico? Það hljóta að vera hundruð brezkra
stríðsfanga hér, og það er víst ekki svo óal-
gengt að einn strjúki öðru hverju."
„Auðvitað kemur það fyrir . . . en mér datt
bara í hug, að einn af vinum yðar var tekirm
til fanga, Jennifer."
„Ha? . . . ó •— ég sagði víst eitthvað kjána-
legt, þegar ég sá Michael í Catania! En ég var
alveg utan við mig. Ég viðurkenni, að ég vildi
gjarnan hjálpa honum að strjúka, en hvernig í
ósköpunum átti ég að fara að því? Þér gætuð
næstum því eins ásakað mig fyrir að sökkva flot-
anum í Toronto."
Hún fann, að þetta kom óþægilega við Enrico
og brosti. Enrico sagði aðeins: „Að minnsta
kosti verður ekki langt þangað til þeir ná hon-
um. Það er ómögulegt að strjúka héðan frá
eynni."
Alys var búin að missa matarlystina. Hún
horfði stöðugt á Jennifer. Ef hún hafði logið,
hafði hún að minnsta kosti gert það trúlega.
En ekkert var hægt að sjá af svip Jennifer, og
hún borðaði augsýnilega matinn með góðri lyst.
Þetta smáatvik kom fyrir á fimmtudeginum.
Næsta dag fóru þau öll af stað til búgarðs
Enrico.
Stóra hvíta húsið var enn aðdáunarverðara en
Alys hafði ímyndaö sér. Herbergin voru stór og
rúmgóð, og þau voru hlýleg eins og herbergi geta
orðið í gömlum húsum. Yndisleg’ handunnin teppi
voru á gólfunum og alls staðar voru blóm í háum
vösum.
Fullorðin kona, sem hafði verið alla sína ævi
hjá fjölskyldunni, kom til Alys og Bruce og sýndi
þeim, hvar þeirra herbergi voru. Þau fengu tvö
samliggjandi. Alys létti ótrúlega mikið.
Það hafði ekki verið eins erfitt og hún hafði
haldið, að búa með Bruce. En það hafði verið
bæði erfitt og ruglandi. Bruce átti engan þátt
i þvi. Hún hugsaði þakklát um, hve góður hann
hafði verið við hana. Hann gerði allt til að hlífa
henni. Hann klæddi sig í baðherberginu löngu
áður en hún sjálf fór á fætur. Og hann háttaði
sig þar, eftir að hún var komin í rúmið. Hann
talaði alltaf eðlilega við hana og aðeins um hvers-