Vikan


Vikan - 19.10.1950, Side 13

Vikan - 19.10.1950, Side 13
VIKAN, nr. 40, 1950 13 11. Hans og Gréta Frásögn eftir Inga-Britt Allert TeiUningar eftir Nils Hansson Börnin sváfu betur en nokkru sinni fyrr, en um morguninn hrökk Hans upp af fasta svefni við það að Stía greip hranalega í handlegg hans. Hann varð svo hræddur, að hann áttaði sig ekki fyrr en hún hafði sett hann inn í búr, sem var iæst með sjö lásum. „Hæ-hó! hæ-hó!“ trallaði hún ánægð, „þarna verður þú að dúsa og verða feitur og bragðgóður. Þeg- ar Stía frænka sá, að hún hafði gert Hans verulega hræddan, fór hún inn í húsið og vakti Grétu. „Snautaðu á fætur, lata stelpa, nú áttu að elda eitthvað reglulega gott handa Hans, sem situr úti í búri. Það á að fita hann, svo að hann verði mjúkur undir tönn," hvæsti hún. Gréta litla fór að gráta, en Stía frænka hirti ekki um það. „Gráttu bara,“ sagði hún. „Þvi meira sem þú grætur, því bragðbetri verður þú, því að saltið fer úr þér með tánmum. Það verður án efa gaman að borða þig.“ Og svo varð Gréta að laga til og elda mat fyrir nornina. Hún varð að sjóða góðar súpur og þeyta marga iítra af rjóma á hverj- um degi handa Hans, og nornin neyddi hann til að borða á tveggja tima fresti allan sólarhringinn. Og til þess að finna, hvort hann væri orðinn reglulega feitur, haltraði Stía öðru hvoru að búrinu og bað hann um að reka vísifingurinn út á milli rimlanna, svo hún gæti þreifað á honum. En i staðinn fyrir vísifingurinn rétti Hans henni skafið bein, sem var vitanlega alltaf jafnhart hversu feitur sem Hans varð. Loks varð Stía óþolinmóð. Hún hafði aldrei fyrr á ævi sinni hitt nokkurt barn, sem þyrfti jafn mikið til að fitna og Hans! Henni fannst því ráðlegast að elda handa honum hunangssúpu með rjóma. Gréta vissi, að þó Hans yrði ekki feitur af þessari súpu, mundi nornin samt sem áður éta hann, og grátandi læddist hún út að búrinu og sagði Hans frá því. En Hans, sem var orðinn svo feitur, að buxurnar ætluðu að rifna utan af honum, missti ekki kjarkinn. Þegar Gréta kom aftur inn í kof- ann, var Stía frænka hin kátasta. Hún hló og söng og hljóðin voru svo ógnandi, að það var eins og það væri rok, rigning og haglél, sem hjálp- uðust að — „Hæ, tra la la,“ söng hún. ,,Á morgun borða ég strák í hádegis- mat, en fyrst ætla ég að éta þessa gæs, sem ég er að reyta.“ 1. mynd: Óg svo bar til, er ísak var orðinn gamall og augu hans döpryðust, svo að hann gat ekki séð, að hann kallaði á Esaú, eldri son sinn, og mælti til hans: Son minn! .... svo að sál mín blessi þig áður en ég dey. En Rebekka heyrði, hvað Isak talaði við Esaú son sinn . . . mælti Rebekka við Jakob son sinn á þessa leið . . . Og Jakob sagði við föður sinn: Ég er Esaú, sonur þinn frumgetinn . . . Og er Isak hafði lokið blessuninni yfir Jakob og Jakob var nýgenginn út frá Isak föður sín- um, þá kom Esaú bróðir hans heim úr veiðiför sinni. 2. mynd: Og Jakob reis árla um morguninn og tók steininn, sem hann hafði haft undir höfðinu, og reisti hann upp til merkis, og hellti olíu yfir hann. Og hann nefndi þennan Mynd til vinstri: Þetta er gröf Samuel Wilson í New York. Wilson var kunnur sem „Sam frændi" i stríðinu 1812, og nafnið varð smám saman notað til þess að tákna Bandaríkin. — Mynd til hægri: Logar samskonar elds eru 4% sinnum meira í trétunnu en í stálfötu. — Mynd í miðju: Hafís missir mikið af saltinu með aldrinum. — Mynd neðst til hægri: Paladýrið hefur bæði hreistur og hár. stað Betel (Guðs hús); en áður hafði borgin heitið Lús. 3. mynd: Þá mælti Esaú: Eg á nóg; eig þú þitt bróðir minn! En Jakob sagði: Eigi svo; hafi eg fundið náð í augum þínum, þá þigg þú gjöfina af mér, því að þegar ég sá auglit þitt, var sem ég sæi Guðs auglit, og þú þú tókst náðarsamlega á móti mér. 4. mynd: Og Faraó sagði við Jósef: Með því að Guð hefir birt þér allt þetta, þá er enginn svo hygginn og vitur sem þú. Þig set eg yfir hús mín og þínum boðum skal öll min þjóð hlýða, — að hásætinu einu skal eg þér æðri vera.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.