Vikan - 19.10.1950, Side 14
14
VIKAN, nr. 40, 1950
Kara Yussef snýr aftur
Framhald af hls. 10.
þessu yfir höfuðið á einhverjum, vefði það fast
að hálsinum og herti að, væri maðurinn samstund-
is meðvitundarlaus.
Kara Yussef brosti. Hann rétti úr sér og hlust-
aði. Hann heyrði, að einhver gekk léttum skref-
um eftir götunni — þetta var Jehanna. — Hann
hljóp á eftir henni, og áður en hún gat gefið frá
sér nokkurt hljóð, féll túrbaninn yfir höfuð henn-
ar, og hún vissi ekki lengur af sér.------
Hellirinn var þar skammt frá. Þegar hún kom
til meðvitundar, fann hún, að hún var bundin,
og við hlið hennar sat Kara Yussef. Hann hafði
kynt bál í hellinum, og það var notalegt þar
irini.
Hann beygði sig yfir hana.
„Nei, Kara Yussef!" sagði hún biðjandi. „Ég
er eiginkona bróður þíns------“
„Ekki ennþá! Þú hefur ekki stigið fæti þínum
inn fyrir dyrnar á húsi hans.“
„En ég elska hann — ekki þig!"
„Þú munt elska mig, þegar fram líða stundir
og gleyma honum--------ég er svo sterkur — •—“
„Þú með alla þína krafta!" hvæsti hún fram-
an í hann. „Sterkur! sterkur! sterkur! Naut er
sterkt. Heldur þú, að ég geti elskað naut?“
„Pyrsta kossinn tek ég með valdi," svaraði
hann. „En næsta kossinn munt þú biðja mig um!“
Og hann ætlaði að fara að framkvæma
hótun stna, þegar rödd í hellismunnanum hróp-
aði: „Kara Yussef!"
Hann spratt á fætur.
Þarna stóð Hajji Goor, og hið fyrsta, sem Kara
Yussef veitti athygli var, að bróðir hans bar langt
sverð í hægri hendi! Grannri, beinaberri hendi,
sem var vön að sveifla penna en ekki sverði!
„Ég beið eftir Jehanna," sagði Hajji Goor
þreyttri, hljómlausri röddu. „Ég varð órólegur,
þegar hún kom ekki, og fór þvi að leita hennar,
en fann þá þetta." Hann sýndi þeim enska stríðs-
orðu, sem Jehanna hafði rifið úr jakka Kara
Yussefs, þegar hún var að berjast um til að reyna
að komast undan, ,,þá vissi ég, hvað hafði skeð,
þvi að Jehanna hafði sagt mér, að þú hafir leit-
að ástar hennar, og ég vissi jafnframt, að ég
myndi finna ykkur hér.“
„Og þú komst — án þess að biðja um aðstoð
ættingja okkar?"
„Þú lézt mig sverja þess eið, þegar við vorum
börn, að segja aldrei neinum frá hellinum."
„Þú ert býsna heiðarlegur," sagði Kara Yussef
hæðnislega.
„Já, ég held loforð mín,“ svaraði Hajji Goor.
„Og ég elska þig, bróðir minn."
„Prestakreddur! Hvernig getur þú elskað mig,
fyrst ég hef gert þetta?"
„Láttu mig fá Jehanna aftur. Þú segist elska
hana, og það gerir þú ef til vill, — en þú elskar
meira mátt þinn og megin. Þú hefur ekki breytzt.
Ég vissi að þú mundir ekki vilja láta mig fá
Jehanna af fúsum vilja, og þess vegna tók ég
þetta sverð með mér.“
„Vilt þú þá skylmast við mig?“
„Nei, það máttu ekki, ástin mín!“ hrópaði Je-
hanna.
„Það eru engin önnur ráð! Við höfum þegar
talað of lengi! Reyndu að verja þig!“
Og presturinn réðist gegn bróður sínum. Hvað
gat Kara Yussef gert annað en að draga sverð
sitt úr slíðrum? Hann brosti og sveiflaði sverð-
inu.
Þannig stóðu bræðurnir tveir hvor frammi fyrir
öðrum í rauðum bjarmanum frá bálinu. Annar
hár og sterkur, hinn lægri og grennri. En báðir
bræðurnir hugsuðu eins:
„Ég verð að gæta mín að drepa hann ekki, því
að hann er þó bróðir minn."
Á meðan sat Jehanna og horfði hrædd á þennan
hættulega leik, sem var háður hennar vegna.
545.
KROSSGÁTA
VIKUNNAR
Lárétt skýring:
1. Frásagnir. — 13.
býlum. — 14. spil.
— 15. eins. — 17.
biblíun. — 19. gróð-
ur. — 20. samtenging.
— 21. fugls. — 23.
veina. — 25. versna.
— 27. atv.o. — 28. á
litinn. — 30. ullar. —
31. kona. — 32. hljóð.
— 33. forsetn. — 35.
skel. — 36. titill. —
37. op. — 38. mann.
— 40. ending. — 41.
eignast. — 42. verk-
færi. -—• 44. vífið. —
46. eins. — 47. eins.
— 49. kyrrð. —
51. ófróður. — 54.
kv.n. — 56. dýramál.
— 57. ómerkir. — 59.
tónn. — 60. líkamshl.
— 61. látbragð. —
62. fullkomins. — 64.
skarði. — 67. dægur.
— 68. hryggðar. —
70. snjó. — 71. önd-
uðu. — 72. hreyfing.
— 73. fara. — 75. ílát.
— 76. óskyldir. — 77.
ófreskja. — 79. fóli.
— 81. helgiathafnir.
Lóðrétt skýring:
1. Slöngu. — 2.
samhl. — 3. staldrar. — 4. fjær. — 5. flaustur.
— 6. hljóm. — 7. sk.st. — 8. merki. — 9. ein. —
10. gjöful. — 11. frúmefni. — 12. sjómanninn.
— 16. kyrrlátur. — 18. líknarsystir. — 20. þaut.
— 22. var kyrr. — 23. húsdýr. — 24. ending. —
26. fara. — 28. farartæki. — 29. tjón. — 32. tónn.
— 34. þögul. — 37. fuglar. — 39. fiskur. —
41. skemmd. — 43. tónar. — 45. hljómar. — 48.
óþýður. — 50. ill yfirferð. — 52. band. — 53.
lofttegund. — 54. nærðust. — 55. fornafn. — 56.
lagast. — 58. hugsunarleysi. — 61. líkamshluta.
— 63. iðja. — 65. sk.st. — 66. fer. — 67. gisti.
— 69. hleypi af. — 71. frjáls. — 74. verkfæri
(fornt). — 75. skip. — 77. stafur. — 78. tvíhl.
— 79. tónn. — 80. samtenging.
Lausn á 544. krossgátu Vikunnar.
Lárétt: 1. Álfa. — 4. smára. — 8. móts. — 12.
sei. — 13. KEA. — 14. auð. — 15. ljá. — 16. jaka.
— 18. knáum. — 20. áset. — 21. trú. — 23. nin.
— 24. ótt. — 26. krufningu. — 30. hás. — 32.
slá. — 33. níu. — 34. lán. — 36. örkumla. —
38. auðséða. -—- 40. ani. — 41. löt. -—- 42. náðaðir.
— 46. kreminu. —>49. una. — 50. ina. — 51.
eyg. — 52. rár. — 53. annmarkar. -—■ 57. ýfa. —
58. mig. — 59. raf. — 62. rísa. — 64. minja. —
66. kalt. — 68. Ása. — 69. nón. — 70. ull. — 71.
lúi. — 72. sand. — 73. innra. — 74. farg.
Lóðrétt: 1. Ásjá. — 2. lea. — 3. fikt. — 4. sek.
— 5. mannfáa. — 6. raunina. — 7. aum. — 9.
ólst. — 10. tje. — 11. sáta. — 17. ark. — 19. áin.
— 20. átu. — 22. úrsmiðina. — 24. óguðlegar. —
25. már. — 27. ull. — 28. níu. — 29. dáð. —
30. Hönnu. — 31. skaða. — 34. létir. — 35. napur.
—- 37. una. — 39. söm. — 43. ána. — 44. inn.
— 45. ramminn. — 46. kergjur. — 47. ryk. —
48. náð. — 53. afa. — 54. ain. — 55. rak. — 56.
krás. — 57. ýsan. — 60. fala. — 61. stig. — 63.
ísa. — 64. Mói. — 65. ala. —■ 67. lúr.
Hræðsla hennar vék fyrir trylltri gleði — var
hún ekki dóttir f jallanna og hinna herskáu ætta ?
— Og hún hrópaði uppörvandi til mannsins sins.
Þá skeði dálítið undarlegt í huga Kara Yussefs,
sem hann sagði Chandravati í Peshawar:
„Það var vegna stúlkunnar, Jehanna, sem við
börðumst, og allt í einu var hún mér einskis virði!
— Aðeins bróðir minn, litli, granni presturinn
var einhvers virði fyrir mig. Ég gat ekki haldið
áfram að skylmast við hann. Hvað átti ég að
gera? Ég gat ekki sigrað hann, þvi að það hefði
verið ærumeiðandi fyrir hann — en þá gaf ég hon-
um færi á mér — ég brá handleggnum fyrir
sverð bróður míns-------“
Blóðið fossaði úr sári á handlegg Kara Yussefs,
og hann lét sverðið detta, og á sama augnabliki
kastaði Hajji Goor einnig frá sér sverðinu.
„Fyrirgefðu mér! Ó, fyrirgefðu mér, bróðir
rninn!" hrópaði hann.
„Það er ekkert að fyrirgefa. Við höfum barizt
og þú hefur borið sigur af hólmi. Þinn er heið-
urinn!"
Stundarkorni síðar, þegar Hajji Goor var far-
inn að sækja vatn, til þess að þvo sárið úr, sagði
Jehanna: „Ég hef góð augu.“
„Og hvað hafa augu þín séð?
„Þau sáu hraustan mann láta sigra sig af ásettu
ráði.“
„Þá biður sá hinn sami hrausti maður þig um
að geyma þá sjón hjá sjálfri þér, en aldrei að
Svör við „Yeiztu —?“ á bls. 4:
1. Það er getið um hrísgrjón í biblíunni og í
elztu bókum Grikkja og Rómverja.
2. Straumey.
3. Stífkrampi.
4. Rússnesk dýrlingamynd.
5. Það er franska og þýðir fylgd.
6. Veltivigtarhnefaleikamaður er þyngri en
léttavigtarhnefaleikamaður.
7. Holger Drachmann (danskur).
8. Le Bourget.
9. Já.
10. 1 belgisku Kongó.
láta bróður minn vita um það! Því þú verður
að taka tillit til æru hans----“
„Þetta þarftu ekki að segja mér!“ sagði Je-
hanna æst. „Heldurðu að ég skilji það ekki?
Ég elska hann!"
Það varð augnabliks þögn.
„Jehanna — viltu gefa mér einn koss — í vin-
áttuskyni ?“
„Já, í vináttuskyni!"
Og varir þeirra mættust.
Daginn eftir yfirgaf Kara Yussef fjöllin. Hann
verkjaði í handlegginn. En — hann var sterkur!
Nú beið Chandravati hans — fögur og trygg.
Hann ætlaði að muna eftir að kaupa handa henni
armbandið, sem hún dáðist svo að — —