Vikan


Vikan - 14.12.1950, Blaðsíða 8

Vikan - 14.12.1950, Blaðsíða 8
8 Jólablað Vikunnar 1950 Ogleymanleg fjölskylda Eftir Pamella Hennell DAG nokkurn heyrðist hávaði og skrölt á veginum, sem liggur heim að búgarði frænda míns, í San Fernando-dalnum, og allt í einu kom forugur, skjögrandi bílskrjóður í ljós á veginum. Hann var hlaðinn farangri og fólki, Þetta var um það leyti, sem kaupafólk hafði vistaskipti að vori. En þetta fólk, sem þarna kom, líktist ekki venjulegu kaupafólki. Þau voru klædd eins og borgarbúar, að vísu voru fötin þeirra óhrein, en samt sem áður borgarleg. Þau kynntu sig sem Gomez fjöl- skylduna. Öll voru þau óvenju þel- dökk og smávaxin. Gomez og kona hans, Maria, litu út fyrir að vera hátt á fertugsaldri, en synirnir þrír og dóttirin voru frá 10 til 15 ára. Þau lituðust um á búgarðinum eins og þau ættu þar hverja þúfu og hvern hól. ,,Við höfum ekið hér um dalinn í allan dag,“ sagði Gomez. ,,Og loks ákváðum við, að við ætluðum að vinna hjá ykkur.“ Þó að frændi minn sýndi þess eng- in merki, að hann langaði til að fá þau sem kaupafólk, ætlaði Gomez- fólkið bersýnilega að setjast þarna að. Þau sögðu, að María og börnin væru dugleg við vinnu, þó að Gomez væri það ekki, en hann ætlaði að vinna fyrir hálft kaup, og hin voru fús á að vinna fyrir minna kaup en venjulegt væri, ef þau fengju aðeins þak yfir höfuðið. Frændi minn, sem er mjög spar- samur, féllst á að taka þau til reynslu í einn dag, og fluttu þau inn í gamla bæinn, sem áður hafði verið hjá- leiga frá bænum, en var nú ekki leng- ur notaður sem ibúðarhús. Og sam- stundis var hann orðinn að heimili Gomez fjölskyldunnar. Fjölskyldu- myndir voru hengdar á skakka og skælda veggina, gulir, ódýrir diskar voru settir allsstaðar til skrauts og köflóttir borðdúkar voru teknir fram. Eiginkona frænda míns varð alveg þrumulostin. Þetta var bersýnilega kaupstaðafólk en ekki venjulegt kaupafólk. Til þess að reyna að róa hana, lofaði frændi minn að losa sig við þau næsta dag. En svo fór ekki. Daginn eftir kom- ust við að raun um, að María og börnin voru duglegasta kaupafólk, sem við höfðum nokkru sinni fyrir hitt. Gomez sjálfur var enginn verk- maður eins og hann hafði sjálfur sagt. Hann gerði allt, sem hann gat, til að vinna, en hann var seinvirkur og klaufalegur. En hann sagði okkur einu sinni, hversvegna Gomez fjöl- skyldan hefði gerzt kaupafólk, og það skýrði margt fyrir okkur. Þau voru frá suður-hluta San Francisco. Gomez var fæddur og upp- alinn þar í borginni og naut þess að berast með straumnum í ysi og þysi bæjarlífsins. María, konan hans, var aftur á móti borin og barnfædd uppi i sveit. Hún var hrædd við marg- mennið og skarkalann i borginni, og henni fannst hún vera eins og fangi í litilli, dimmri íbúðinni. Hún þráði kyrrð sveitalífsins og hvisl trjánna, þegar vindurinn þaut í laufinu. Hún kvartaði aldrei, en maðurinn hennar sá, hvað henni leið. Hún varð magr- ari og hljóðlátari með hverju árinu sem leið, og glaðlegir hlátrar hennar hljóðnuðu. Hann elskaði hana og þráði af öllu hjarta sínu að fá aftur hina ungu og kátu Maríu sína — en hann hafði aldrei ráð á því að fara með hana í sumarleyfi upp í sveit. Þá var það dag nokkurn, að hann heyrði tvo menn vera að tala um að fara í kaupavinnu. Hann tók þá pen- ingalán og keypti gamlan, lélegan bíl, og á afmælisdegi Maríu lagði fjölskyldan af stað. Þetta skeði fyrir fjórum árum. Og í þrjá mánuði á hverju sumri, frá því að þetta skeði, höfðu þau unnið á ýmsum bæjum i Kaliforníu. Gomez játaði, að honum hefði aldrei geðjazt að sveitalífinu. Honum fannst svo andstyggilega hljótt — fyrir utan gargið í froskun- um, en þeir héldu fyrir honum vöku. Tveir drengjanna voru jafnlitlir sveitamenn og faðirinn. En þeir létu Mariu ekki vita, hvað þeim leið. Hún var svo hamingjusöm. ,,Nú hlær hún og syngur allan veturinn," sagði Gomez, ,,og lætur sem sér þyki yndislegt i borginni. Og allt sumarið þykjumst við elska sveitalífið." Augu hans blikuðu. „Þegar maður á fjölskyldu, lærir maður að mæta fólki á miðri leið.“ Og Gomez fólkið mættist á miðri leið, jafnt í stóru sem smáu. Pétur, yngsti drengurinn, hafði mjög gam- an að knattspyrnu. Og þó að hinir meðlimir fjölskyldunnar hefðu lítinn áhuga á knattspyrnu, fóru þau allt- af öli á hverju einustu knattspyrnu- keppni, sem þau gátu komizt á og hrópuðu af öllum lífs og sálar kröft- um með Pétri, hvatningarorð til kepp- endanna. „Það er ekkert gaman, ef maður verður að skemmta sér einn. Nei, meður verður að hafa einhvern með sér, sem getur tekið þátt í skemmtuninni með manni," sagði frú Gomez ákveðin. Alma, hin 13 ára gamla dóttir Gomez hjónanna, varð í fyrsta skipti ástfangin þetta sumar, og það var snotur afgreiðslumaður i sælgætis- verzlun, sem hafði snortið hjarta hennar. Oft og iðulega fór öll Gomez fjölskyldan með ölmu inn í sælgætis- verzlunina og fékk sér súkkulaðiís eða eitthvað því um likt. En Alma var alltaf of feimin til að ávarpa draumaprinsinn sinn. Tommy, miðsonurinn, hafði mikla ánægju af því að skera út í tré, og þessvegna skar öll Gomez-fjölskyld- an út með honum, og áður en langt um leið sást hvergi spýta á bænum, sem ekki var meira og minna flúruð. Gomez fólkið hafði ekki alltaf tek- ið þátt i áhugamálum hvers annars. Lengi vel* hafði faðir Gomez búið hjá þeim. Honum þótti mjög gaman að leika í stuttum gamanleikjum. Oft fór hann niður á bryggjurnar og lék með sjómönnunum, en aldrei fékk hann neinn innan fjölskyldunnar til að leika með sér, þvi að engan lang- aði til þess. Þegar hann lá banaleg- una, hafði hann sagt dapur: Ég vildi að eitthvert ykkar hefði nennt að leika með mér, þó að ekki hefði verið nema einu sinni." Og þá skildist þeim, hvað hann hafði verið einmana. „Við gátum því miður ekki bætt afa það upp,“ sagði frú Gomez hrygg. „Það var orðið um seinan, en það var enn ekki orðið um seinan fyrir okkur að taka þátt i áhugamálum hvors ann- ars.“ Við komumst fljótlega að raun um það, að maður gat ekki gefið Gomez gjöf án þess að fá eitthvað í staðinn. Ef maður gaf þeim bolla af sykri, fékk maður köku. Gæfi maður þeim sælgæti, fékk maður kannske græn- meti í matinn. „Maður eignast aldrei góða vini, ef maður þiggur gjafir án þess að gefa eitthvað í þess stað,“ út- skýrði Joe, elzti sonurinn. „Ef maður er fátækur, getur maður orðið óánægður og farið að hugsa, að allir séu hamingjusamari en maður er sjálfur og smátt og smátt fer manni þá að finnast allir skulda sér eitt- hvað. Nei, það er bezt að eiga ekki neitt hjá neinum." Gomez fjölskyldan var ágætis fólk, þó að þau væru engir englar. Börn- in voru eins og önnur börn. Rifu föt- in sín og gleymdu hrífum og fötum úti á víðavangi. Og kvöld nokkurt gleymdi Gomez sjálfum sér. Kyrrðin í sveitinni var að gera hann vitlaus- an, og þess vegna leitaði hann í átt- ina til hávaðans og ijósanna. Og þeg- ar hann kom aftur frá Los Angeles, klukkan fjögur um morguninn, ók hann inn úr hlöðudyrunum. Frændi minn krafðist þess, að viðgerðin á hurðinni yrði dregin frá laununum hans, en það þýddi, að Gomez varð að vinna kauplaust, það, sem eftir væri sumarsins. Gomez fólkið hafði sitt einka bankakerfi — það er að segja þau höfðu peningakassa, sem þau létu öll launin sín í, og ef einhvern langaði til að fá peninga úr „bankanum“ var settur á stofn fjölskyldufundur. Ef allir samþykktu, að Pétur vantaði nýja skó, var honum leyft að taka út það sem hann þurfti fyrir nýjum skóm. Þegar Gomez varð að vinna kauplaust, eftir að hann hafði brotið hlöðudyrnar, gátu hin ekki hugsað sér að horfa á hann ganga um án þess að reykja gömiu, góðu vindlana sína og með smápeninga í vasanum. Þau létu hann hafa fimm krónur í vasapeninga á viku, svo að hann gæti haldið virðingu sinni. Eftir að Gomez fólkið fór þetta sumar, bjuggumst við ekki við að sjá það oftar. Þau voru yfirleitt aldrei tvö sumur í röð á sama bænum. En dag nokkurn, árið eftir, heyrðum við glaðlegar, gamalkunnar raddir; þarna voru þau þá komin, og urðu nú miklir fagnaðarfundir eins og við værum öll ein fjölskylda. Flökkublærinn var farinn af þeim, og nú litu þau á búgarðinn okkar sem annað heimili sitt, og lituðust um eins og þau ættu þar allt. -— Ár- um saman hafði frændi minn reynt að komast hjá því að gera við veginn heim að bænum, en Gomez feðgarn- ir löguðu hann án þess að þeir væru beðnir um það með einu orði. Næst snéru þau sér að blómabeðunum. Frændi minn og kona hans voru mjög iðjusamt fólk og höfðu engan tíma til að hugsa um jafnfánýta hluti og blóm. „Það er ekki nóg að rækta að- eins jurtir, sem er hægt að éta og selja,“ sagði fi'ú Gomez ákveðið. „Nei, þið verðið að hafa eitthvað til að horfa á.“ Og þau gerðu blómabeð meðfram veginum heim að bænum og í kring um hann, og siðar urðu Framhald á bls. 37. Þar sem enska jijóðin fæddist Framhald af bls. 7. Haraldur bjóst fyrir með menn sína, og sá á hæðinni fyrir sunnan, handan við of- urlítinn dal, ca. 4 km. burtu, Vilhjálm og her hans búast til árásar. — Mörgum getgátum hefur verið leitt að því, hvernig farið hefði, ef Haraldur hefði unnið orustuna. Mest líkindi þykja þó til, að endalokin hefðu orðið þau sömu, fyrr eða síðar. Engilsaxar voru orðnir all-mak- legir og deyfðarlegir, þungir í vöfum og íhaldssamir. Normannar hinsvegar voru hraustir og snarir, framgjarnir og stór- huga — og höfðu ágirnd mikla á Englandi. Árin eftir Hastingsbardagann urðu erf- ið og róstusöm. Vilhjálmur átti við mikla mótstöðu að stríða frá hendi hinna engil- saxnesku höfðingja, og danskra og norskra smákónga og víkinga, en eftir nokkurn tíma hafði hann stökkt víkingunum á brott, og brotið höfðingjana og alþýðu til hlýðni. Normönnum fylgdu miklar framfarir á ýmsum sviðum, stórbyggingar risu upp, andlegt líf dafnandi, og stjórnarfar tók á sig ákveðnara form. Vilhjálmur byrj- aði á því eftir sigurinn að láta gera skrá yfir alla bæi í Englandi; er plagg það kall- að „Doomsday Book“. Eru því ótalmargir þeir bæir og þorp, sem í dag geta sann- að tilveru sína frá þeim tíma. Einnig kom Vilhjálmur á þeirri nýjung, sem í dag er alþekkt undir nafninu tekjuskattur, og segjast Englendingar ekki halda nafni hans mest í heiðri af þeim sökum. En yfir- leitt reyndist hann góður og röggsamur stjórnandi, og telja Englendingar, að saga þeirra sem þjóðar hefjist á árunum eftir bardagann við Hastings.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.