Vikan - 14.12.1950, Blaðsíða 9
Jólablað Vikunnar 1950
9
KARL ÍSFELD: Undir erlendum himnum II
Draumur á virkisvegg
Áðan söng morgunkátur smáfugl ein-
söng með flauelsmjúkum, gullinblævuðum
tenórbariton einhvers staðar inni í græn-
rökkvuðu, slútandi laufþykkni Rósenborg-
argarðs. Það er sólbrenndur, daggstirnd-
ur sunnudagsmorgun, með ofurlítilli gul-
leitri slikju í lofti, iðandi tíbrá og marg-
rödduðum fuglakonsert, ljóði án orða —
elegiaco andantina — seint í júlímánuði
sumarið 1949.
Hinum fóthvata ferðalang, sem hraðar
sér eftir Vesturbrú í Kaupmannahöfn,
þykir leitt, að hinn vængjaði söngkór skuli
ekki hafa neinn texta við hátíðalagið sitt
og reynir að samhæfa kontrapunktinn í
þessari morguntónlist hrynjandi stuðlaðs
stefs:
Dýrleg angan Danavangs
drýpur af hangameiði.
En þar eð hinn vandláti smáfugla-
kantötukór lætur ekki bjóða sér annað eins
leirhnoð og þetta, beygir hinn móðgandi
skáldyrðingur í fússi út af Vesturbrú, við
hornið á Indverska barnum, án þess að
spretta frá sér reiðingnum og reka flip-
ann ofan í hina sælu svalalind þessa dæi-
lega áningarstaðar og tekur strikið á
Hovedbanegaarden.
Þetta er kyndugur náungi að sjá og sér-
vizkulegur. Hann er með enskan flauels-
hatt, sennilega til að reyna að slá ryki í
augun á Danskinum og láta hann halda,
að þetta sé enskur lávarður. En göngulag-
ið kemur upp um hann. Enskur lávarður
þarf aldrei að flýta sér. Hann á bæði tím-
ann og eilífðina. Göngulag þessa manns
virðist agað við hlaup kringum skjarrar
rollur í kröppum lyngmóum norðlenzkra
heiða.
Þessi náungi hefur fengið einkennilega
flugu í höfuðið. Hann tautar fyrir munni
sér setningar úr Shakespeare, ósamstæð-
ar og ruglingslegar, því að hann er farinn
að ryðga í hinum klassisku fræðum. En
það leynir sér ekki, að hann hefur fengið
Hamlet á heilann, og honum er, ef til vill,
dálítil vorkunn. Veturinn áður hefur hon-
um, sem sé, hlotnazt sá heiður að mega,
auðvitað í fylgd með sér merkara fólki,
heimsækja frægasta Shakespeareleikara
Bretlands, John Gielgud, í búningsklefa
hans í leikhúsi í London, þar sem hann sat
á þrífæti, innan um smyrslabauka, farða-
stauka og parruk, í molskinnsbuxum og
brúnni skyrtu, en að öðru leyti skrýddur
purpurakápu hins fullkomna yfirlætis-
leysis og mítri hins sanna látleysis. Af
framkomu hans mátti ráða, að hann hafði
gert sér ljóst, að hann var ekki miðdepill
tilverunnar. Hann komst langt burt frá
sjálfum sér og hlaut því að vera mikill
leikari. Hann virtist einnig löngu búinn
að átta sig á því, að lífið er einungis leik-
sýning, þar sem aldrei er skipt um svið né
leikrit, heldur aðeins áhorfendur, og allir
leikendurnir deyja í fimmta þætti.
Nokkrum vikum seinna hafði kunningi
okkar séð tvær Hamletsýningar, báðar
tvisvar sinnum, sína hvorum megin við
Tjörnina í Reykjavík, með þeim nöfnun-
um, Lárusi Oliver og Lárusi Pálssyni, í
hlutverki Hamlets, og loks hafði hann, fyr-
ir rúmum hálfum mánuði, séð einn snjall-
asta Hamletleikara Norðurlanda, þrekinn
og riðvaxinn Finna, á sviði sænska leik-
hússins í Helsingfors.
Og nú er kunningi okkar að flýta sér
niður á Hovedbanegaarden svo að hann
missi ekki af lestinni til Helsingjaeyrar.
Því að í dag ætlar hann að skoða hið forn-
fræga konungasetur, Krónborgarkastala,
þar sem Hamlet Danaprins reikaði forð-
um daga um virkisveggina, hljóður og
andvökufölur, mæddur af heimspekilegum
heilabrotum, þjáður af sárum lífstrega.
Og kunningi okkar kemst á síðustu stundu
upp í vagninn, nær sér í sæti í reykinga-
klefa — og lestin brunar.
1 Helsingjaeyri er einkum þrennt, sem
ferðamanninn langar til að skoða: Höllin
Marienlyst, Karmelitaklaustrið og Krón-
borgarkastali.
Höllin Marienlyst stendur rétt fyrir
norðan Helsingjaeyri. Hún er reist á lóð,
þar sem á miðöldum stóð klaustur heil-
agrar Önnu, en af þessu klaustri er nú
ekkert eftir, sem getur minnt á það.
Á landareign klaustursins lét Friðrik
annar rækta lystigarð, ,,Krónborgargarð“,
og árið 1587 lét hann reisa þar ofurlitla
höll í ítölskum renæssancestíl. Þarna var
konungurinn vanur að leita sér afþreying-
ar og hvíla sig frá hinum þungu áhyggj-
um sínum. Þetta er turnmyndað, þriggja
hæða hús, og af efstu hæð þess er fögur
útsýn yfir hafið. í hallargarðinum eru
höggmyndir af Hamlet og Ofeliu, og á
grasflöt bak við höllina, er sarkofag úr
granít. Þar, hermir þjóðsagan, að Hamlet
sé grafinn.
Karmelitaklaustrið var reist árið 1440,
í stjórnartíð Eiríks af Pommern. Árið
1541, eftir siðaskipti, gerði Kristján þriðji
klaustrið að sjúkrahúsi, en auk þess hef-
ur það verið notað sem skólahús. Upp úr
árinu 1900 var klaustrinu breytt aftur í
sitt fyrra horf og er nú eitt af bezt hirtu
klaustrum á Norðu'rlöndum. Samkvæmt
þjóðsögunni á Dyveke gamla að vera graf-
in fyrir framan klausturdyrnar. Henni var
orðin mál á hvíldinni, aumingja kerling-
unni, og ekki spillti að koma henni fyrir
þar, sem bænir voru hafðar um hönd.
Friðrik annar lét reisa Krónborgar-
kastala á árunum 1575 til 1584 og stjórn-
uðu verkinu tveir hollenzkir bygginga-
meistarar. Á kastalanum gnæfa fjórir
turnar. Á suðurálmunni, rétt fyrir fram-
an portið, er lúðurþeytaraturninn. Á suð-
vesturhorninu er ljósmerkjaturninn, á
norðvesturhorninu konungsturninn, eða
turn kastalastjórans, og á norðausturhorn-
inu er drottningarturninn, en hann var
gerður að vitaturni árið 1772.
Á neðstu hæð norðurálmunnar eru her-
bergi kommgs og drottningar. Þau eru
búin fallegum eldstæðum úr marmara og
alabastri, og loftin eru skreytt málverk-
um. I turnherberginu, við hliðina á her-
bergi drottningarinnar, var Karólína Matt-
hildur drottning höfð í haldi árið 1772.
Á annarri hæð vesturálmunnar er lít-
ill salur. Á veggjum hans eru hin frægu
veggtjöld, sem Hans Knieper óf á ríkis-
stjórnarárum Friðriks annars. 1 þau eru
ofnar andlitsmyndir af Danakonungum,
og átti upphaflega að nota þessa refla til
að tjalda innan veggi riddarasalsins við
hátíðleg tækifæri.
Riddarasalurinn nær yfir alla aðra hæð
suðurálmu kastalans. I þessum mikla
geimi ríkir tignarleg ró. Þar andar á móti
manni ilmi gamalla minninga, sem vekja
rómantízkan geðblæ. Málverkin á veggjun-
um eru eftir listamenn frá dögum Krist-
jáns fjórða.
í norður- og vesturálmu kastalans, þar
sem nú eru geymd ýmiskonar húsgögn
í renæssance- og barokstíl, voru áður gesta-
herbergi fyrir veizlugesti konungsfjöl-
skyldunnar. Á efstu hæð norðurálmunnar
móti vestri, voru herbergi hertogans af
Brunsvig. I vesturálmunni voru herbergi
Jakobs Skotakonungs.
t «
Krónborgarkastali að næturlagi.