Vikan - 14.12.1950, Blaðsíða 34
34
Jólablað Vikunnar 1950
Svei mér, ef hann var ekki snarari en
maðurinn í miðasölunni. Hann fór ekki yfir
borðið, heldur kringum það, og ég vissi
ekki fyrr en hann hafði næstum náð í mig,
ég hafði rétt tíma til að hopa á hæli og
kippa hnífnum upp úr vasanum og rífa
hann opinn og leggja honum, og hann vein-
aði og hörfaði aftur á bak og greip um
aðra höndina og stóð þarna veinandi og
bölvandi.
Annar maðurinn stökk á mig aftan frá,
ég lagði til hans með hnífnum, en hitti
ekki. Þá náðu báðir mennirnir taki á mér
aftan frá, og þá kom annar hermaður inn
úr bakherbergi. Hann var með mittisbelti
og leðuról yfir aðra öxlina.
„Hver fjandinn er þetta?“ sagði hann.
„Strákurinn stakk mig með hnífi!“ sagði
hermaðurinn og stundi. Ég reyndi að ná
til hans aftur, þegar hann sagði þetta, en
hinir mennirnir héldu mér, tveir móti ein-
um, og hermaðurinn með axlarólina sagði:
„Svona, svona. Niður með hnífinn, vinur.
Við erum ekki vopnaðir. Enginn ræðst með
hnífi á annan vopnlausan.“ Og ég hlust-
aði á hann. Það var rétt eins og Pési væri
að tala við mig. „Við skulum láta hann
lausan,“ sagði hann. Þeir létu mig lausan.
„Nú, út af hverju spannst allt þetta?“ Og
ég sagði honum það. „Nú skil ég,“ sagði
hann. „Þú vilt fá að vita, hvernig honum
líður, áður en hann fer á stað.
„Nei,“ sagði ég. „Ég vil —“
En hann hafði snúið sér undan og að
hermanninum, sem var nú að vefja vasa-
klút utan um höndina.
„Hefur þú fundið nafnið hans?“ sagði
hermaðurinn. Hann gekk að borðinu og
leit yfir einhver blöð.
„Hér kemur það,“ sagði hann. „Hann
lét skrá sig í gær. Hann er í liðsveit, sem
fer með morgninum að Litlafelli." Úr var
á úlnlið hans. Hann leit á það. „Lestin fer
eftir fimmtíu mínútur. Ekki þekki ég
sveitamanninn rétt, ef þeir fara ekki að
týnast á brautarstöðina."
„Náðu í hann,“ sagði maðurinn með axl-
arólina. „Hringdu á stöðina. Beiddu vörð-
inn að ná í bíl handa honum. Og þú kem-
ur með mér,“ sagði hann við mig.
Önnur skrifstofa var innar af þessari,
þar var borð og nokkrir stólar og ekkert
meir. Við sátum þama, meðan hermaður-
reykti, og það var ekki langur tími; ég
. þekkti fótatak Pésa strax og ég heyrði það.
Þá opnaði hermaðurinn dyrnar, og Pési
kom inn. Hann var ekki í neinum búningi.
Hann var rétt eins og hann var, þegar
hann steig upp í áætlunarbílinn í gærmorg-
un, en mér þótti bara næstum vika síðan,
svo margt hafði borið fyrir mig, og svo
víða hafði ég farið. Hann gekk inn, og
þarna var hann kominn, horfði á mig eins
og hann hefði aldrei að heiman farið, hér
vorum við bara í Memfis og á leið til Perlu-
hafnar.
„Hvern andskotann ertu að gera hér?“
sagði hann.
Og ég sagði honum það. „Þið þurfið að
fá við í eldinn og vatn í pottinn. Ég get
höggvið viðinn og sótt vatnið fyrir ykkur
alla.“
„Nei,“ sagði Pési. „Þú ferð heim aftur.“
„Nei, Pési,“ sagði ég. „Ég verð að fara.
Ég verð. Þú særir mig, Pési.“
„Nei,“ sagði Pési. Hann leit á hermann-
inn. „Ég veit ekki, hvað hefur hlaupið í
hann, liðsforingi,“ sagði hann. „Hann hef-
ur aldrei fyrr beitt hnífi.“ Hann leit á mig.
„Hversvegna gerðir þú þetta?“
„Ég veit það ekki,“ sagði ég. „Ég mátti
til. Hingað varð ég að komast og þig varð
ég að finna.“
„Jæja, þú gerir þetta aldrei aftur, heyr-
irðu það?“ sagði Pési. „Nú stingur þú
hnífnum í vasann og lætur hann vera þar.
Ef ég frétti aftur þú beitir hnífi við ann-
an mann, þá kem ég til þín hvar sem ég
verð og flengi úr þér óþekktina. Skilurðu
það?“
„Ég mundi skera mann á háls, ef það
yrði til þess þú færir hvergi,“ sagði ég.
„Pési,“ sagði ég, „Pési.“
„Nei,“ sagði Pési. Nú talaði hann hvorki
hörkulega né hratt, heldur afar lágt, og
ég fann ég gæti aldrei fengið hann ofan
af þessu. „Þú verður að fara heim. Þú
þarft að líta eftir mömmu, og ég treysti
þér til að hirða ekrurnar mínar. Ég vil
þú farir heim. Og í dag. Skilurðu það?“
„Já,“ sagði ég.
„Kemst hann heim einn síns liðs?“ sagði
hermaðurinn.
„Hann komst hingað einn síns liðs,“
sagði Pési.
„Ég held ég geti farið einn heim aftur,“
sagði ég. „Ég á hvergi heima nema þar,
og ég býst ekki við það hafi færzt neitt
úr stað.“
Pési tók dollar upp úr vasa sínum og
gaf mér. „Þú skalt kaupa þér farmiða al-
veg að póstkassanum heima,“ sagði hann.
„Þú ferð svo eftir því, sem liðsforinginn
segir. Hann lætur fylgja þér út að áætl-
unarbílnum. Og heim ferðu aftur og lítur
eftir mömmu og hirðir ekrurnar mínar, og
þú lætur hníff jandann liggja þar sem hann
er kominn, — í vasanum. Skilurðu það?“
„Já, Pési,“ sagði ég.
„Það er gott,“ sagði Pési. „Nú þarf ég
að fara.“ Hann klappaði mér á kollinn. En
hann reyndi ekki að snúa mig úr hálsliðn-
um núna. Hann lét bara höndina hvíla á
höfði mínu stutta stund. Og svei mér, ef
hann laut ekki niður og kyssti mig, og svo
heyrði ég fótatak hans og dyrnar falla
að stöfum, og ég niðurlútur og állt búið.
Ég sat þarna, strauk mig þar, sem Pési
kyssti, og hermaðurinn hallaði sér aftur
á bak í stólnum, horfði út um gluggann og
hóstaði. Hann fór ofan í vasa sinn og rétti
mér eitthvað án þess að líta við. Það var
togleðursþynna.
„Kærar þakkir,“ sagði ég. „Ég má þá
fara að fara á stað. Ætli það sé ekki bezt?“
„Bíddu,“ sagði hermaðurinn. Þá talaði
hann eitthvað í símann, og ég sagði aftur
bezt væri fyrir mig að fara, og hann sagði
aftur: „Bíddu. Mundu eftir, hvað Pési
sagði þér.“
Svo biðum við, og þá kom einhver kona
inn, gömul eins og hin og líka í loðkápu,
en það var góð lykt af henni, hún var ekki
með lindarpenna og spurði mig ekki um
neitt til að færa inn í einhverjar bækur.
•Hún kom inn, og hermaðurinn reis á fæt-
ur, og hún skyggndist um, þar til hún sá
mig og gekk til mín og lagði höndina á
öxl mína, létt og hratt og fimlega rétt eins
og mamma sjálf hefði gert það.
„Komdu með mér,“ sagði hún. „Við
skulum fara heim og borða.“
„Æ, nei,“ sagði ég. „Ég þarf að ná í
áætlunarbílinn til Jefferson."
„Ég veit það. Tíminn er nægur. Við för-
um fyrst heim og borðum.“
Hún var í bíl. Og nú vorum við inni í
miðri bílaþvögunni. Strætisvagnarnir óku
næstum yfir okkur, og fólksmergðin á göt-
unni var svo nálægt ég hefði getað talað
við þá, ef ég hefði kannast við einhvern.
Hún stanzaði bílinn eftir góða stund. „Nú
erum við komin,“ sa.gði hún, og ég leit upp,
og hún hlaut að eiga stóra fjölskyldu, ef
þetta allt var húsið hennar. En það var
ekki. Við gengum yfir ganginn, og þar uxu
tré, og við fórum inn í lítið herbergi, og
þar var ekkert nema negri, sem var í
miklu fallegri búningi en hermennirnir, og
negrinn lét dyrnar aftur, og þá hrópaði
ég, „Gættu þín!“ og hrifsaði í hann, en
þetta fór allt vel; litla herbergið lyftist
upp og nam svo staðar, og dyrnar opnuð-
ust, og við vorum stödd í öðrum gangi, og
konan lauk upp dyrum og við fórum inn,
þar var annar hermaður, gamall, með axl-
aról og silfurlitan fugl á sitt hvorri öxl.
„Nú erum við komin alla leið,“ sagði
konan. „Þetta er McKellogg kafteinn. Jæja,
hvað viltu nú fá að borða?“
„Ég býst við ég vilji helzt reykt svíns-
læri og egg og kaffi,“ sagði ég.
Hún ætlaði að fara að hringja en hætti
við það. „Kaffi?“ sagði hún. „Hvenær
fórstu að drekka kaffi?“
„Ég veit ekki,“ sagði ég. „Ég býst við
það hafi verið fyrir mitt minni.“
„Þú ert átta ára?“ sagði-hún.
„Nei,“ sagði ég. „Ég er átta ára og tíu
mánaða. Kominn í ellefta mánuðinn.“
Svo hringdi hún. Við settumst, og ég fór
að segja þeim, að Pési hefði lagt af stað
til Perluhafnar í morgun, og ég hefði ætl-
að að fara með honum, en nú yrði ég að
fara heim aftur til að líta eftir mömmu
og hirða ekrurnar hans Pésa, og hún sagði
þau ættu lítinn strák á aldur við mig, en
hann væri í skóla núna. Þá kom annar
negri inn í stuttum kjólfötum og ýtti á
undan sér einhverskonar hjólaborði. Á því
var reykt svínslæri og egg og mjólkurglas
og líka dálítið af skorpusteik; það var
handa mér, og ég var svangur. En þegar
ég hafði látið fyrsta bitann upp í mig, fann
ég, að ég gat ekki rennt honum niður, og
ég flýtti mér að standa á fætur.
„Ég verð að fara,“ sagði ég.
„Bíddu,“ sagði hún.
„Ég verð að fara,“ sagði ég.
„Bíddu augnablik,“ sagði hún. „Ég er
búin að hringja á bíl. Það er svona min-
úta þangað til hann kemur. Geturðu ekki
einu sinni drukkið mjólkina? Kannske þú
viljir kaffisopa?“
„Nei,“ sagði ég. „Ég er ekkert svangur.
Ég borða, þegar ég kem heim.“ Þá hringdi
síminn, og hún anzaði ekki einu sinni.
„Bíllinn er kominn,“ sagði hún. Og við
fórum aftur niður í litla herberginu ásamt
negranum í fallega búningnum. Bíllinn var
gríðarstór, og hermaður sat við stýrið. Ég
settist í framsætið hjá honum. Hún rétti
hermanninum peninga. „Ég held hann
verði svangur,“ sagði hún. „Þið skuluð
borða einhversstaðar á leiðinni."
„Já, það er einmitt það, frú McKellogg,“
sagði hermaðurinn.
Svo vorum við farnir. Og nú sá ég Mem-
fis miklu betur; við brunuðum eftir göt-
unum, og þær glóðu í sólskininu. Svo vissi
ég ekki fyrr en við vorum komnir út á
þjóðveginn, þar sem áætlunarbíllinn fór í
morgun — byrgðaskemmurnar og stóru
þreskivélarnar og sögunarmillurnar og
Memfis brunaði burt frá okkur, eða þann-
in fannst mér það, áður en hún hvarf. Svo
brunuðum við aftur yfir akra og gegnum
skóga, gríðarhratt, og nú væri eins og ég
hefði aldrei til Memfisar komið, ef her-
maðurinn sæti ekki þarna við hliðina á
mér. Við ókum gríðarhratt. Með þessum
hraða yrði ég kominn heim fyrr en varði,
og ég ímyndaði mér ég æki heim í þessum
bíl og hermaðurinn sæti við stýrið, og allt
í einu fór ég að gráta. Ég vissi ekki af
hverju, en ég gat ekki hætt. Ég sat þarna
hjá hermanninum og grét. Við ókum
gríðarhratt.
E. E. H. þýddi.