Vikan


Vikan - 14.12.1950, Blaðsíða 21

Vikan - 14.12.1950, Blaðsíða 21
Jólablað Vikunnar 1950 21 HEIMILISSIOAN \ JÓLASÆLGÆTI Marsipan: 500 gr. saetar möndlur; 5-—10 st. beiskar möndlur; 1—2 msk. vatn; 5—700 gT. flórsykur. Möndlurnar afhýddar og settar síð- an í kalt vatn og látnar standa í því yfir nótt. Næsta morgun eru þær þerraðar vel og malaðar 4—5 sinn- um með helmingnum af sykrinum í gegnum möndluvél. Vatninu bætt í smátt og smátt á meðan möndlum- ar eru malaðar. Að því loknu er mass- inn settur í pott og ylaður unz vatn- ið er gufað upp og massinn orðinn samanhangandi og tollir ekki við fingurna, þó að maður þrýsti þeim í hann. t>á er hann kældur vel í lokuðu íláti. — í>egar massinn er orðinn vel kaldur er flórsykri hnoðað upp í. Tlr marsipaninu má móta ýmislegt: dýr, ávexti og fleira, og lita það með ávaxtalit og því um líku. Brenndar möndlur: 1 dl. möndlur; 1 dl. sykur; 1 dl. vatn. Möndlur, sykur og vatn er allt lát- ið á pönnu og soðið unz vatnið er gufað upp og er hrært stöðugt í á meðan. Þegar vatnið er gufað upp, er sykurinn brúnaður og situr allur fastur utan á möndlunum, og má nota þær þannig, eins má láta þær vera lengur á pönnunni og hræra vel í unz sykurinn byrjar aftur að bráðna. í>á verða þær glansandi. Látnar kólna vel. Geymdar í lokuðu íláti. Súkkulaði konfekt: 10 msk. vatn; 250 gr. sykur; 500 gr. suðusúkkulaði; 250 gr. hnet- ur eða möndlur. Sykur og vatn er látið í pott og soðið unz sykurinn er uppleystur. Súkkulaðinu bætt út í og síðast gróft söxuðum möndlunum. Maukið sett í smá toppa á smurða plötu og þurrkað við yl inni í ofni (bezt er að hafa ofninn opinn á meðan). Geymist í lokuðu íláti og pappír látinn vera á milli laga. Ódýrt marsipan: 100 gr. smjörlíki; 1 dl. vatn; 125 gr. hveiti; 375 gr. sykur; 150 gr. flórsykur; möndludropar eftir bragði. Vatnið hitað. Smjörið brætt og hellt saman við. Hveitinu þeytt sam- an við. Hrært stöðugt i unz það tollir ekki lengur við pottinn. Möndludrop- unum bætt í og massinn kældur. Þá er flórsylcri hnoðað upp í. Búið til kjólaskraut Or ullargarni Úr afgöngum af ullargarni er hægt að búa til litlu fallegu blómin, sem eru sýnd hérna á myndinni, en það er mjög fallegt að nota þau til skrauts á prjónuð telpuföt; ef til vill tekst það ekki svo vel með fyrstu tvö—þrjú blómin, en smátt og smátt æfist maður, og ullargarnsblómin eru sett til skrauts á kjól, peysu eða húfu. Snotur, heklaður smádúkur. Stœrð: ca.20 cm. i þvermál. Efni: Kringlóttur léreftsbútur sem er 7 cm i þvermál, heklugarn nr. 60; heklunál nr. 13. Skammstafanir: 1. (lykkja); kl. (keðjulykkja); fl. (fastalykkja); drl. (draglykkja); st. (stuðull); tv.st. (tvíbrugðinn stuðull). 1. umferð: Brjótið mjóan fald á léreftsbútinn og heklið síðan fasta- lykkjur hringinn í kring, þannig að lykkjurnar liggi þétt. Lokið fyrstu umferð með einni drl. í fyrstu fl. 3. umferð: Fitjið upp fjórar kl. og heklið síðan 3 tvst. (Fjórar fyrstu lykkjurnar í hverri umferð koma í stað eins tvíbrugðins stuðuls). Hekl- ið síðan 4 kl. og 4 tv.st. til skiptis allan hringinn, og eiga þá 27 stuðla- hópar (með fjórum stuðlum í) að vera i hringnum. Endið umferðina með að hekla 4 kl. og lokið síðan um- ferðinni með einni drl. i fyrsta tv.st. 3. umferð: Fitjið upp 4 kl. og hekl- ið síðan 3 tv.st. í stuðlahópinn, sem er fyrir neðan með því að taka í hálfa lykkjuna. Þvi næst heklið þér 1. mynd. Leggið þráðinn yfir visi- fingurinn og vefj- ið niður eftir fingr- inum. 2. mynd. Þræðið nú með stoppunál annan endann upp fg niður eftir vafn- ingnum. 3. mynd. Festið þráðinn í hvert skipti i lykkjuna, sem liggur yfir fingurgóminn. 4. mynd. Loks festið þér þráðinn vel, þegar búið er að búa til klukk- una. Skreytið klukkuna með gul- um þræði og drag- ið grænan spotta i gegnum hvert blóm, þannig að hann myndi legg. Hálfsíður kvöldkjóll úr atlasksilki, með rósóttu „tulle“ og stórum ,,tulle“- kraga. Kjóllinn er frá Iris. (Pétur Thomsen tók myndina). 6 kl. og 4 tv.st. til skiptis og látið stuðlahópana i 2. og 3. umferð stand- ast á (það verða 27 stuðlahópar og 6 kl. á milli). Endið umferðina með 6 kl. og tengið með einni drl. í fyrstu tv.st. 1). umferð: Fitjið upp 4 kl. og heklið þrjá tv.st. Heklið síðan 7 tv.st. i bil- ið. Haldið svona áfram allan hring- inn. Endið umferðina með 1 drl. í fyrstu tv.st. „ , . ,, Framh. a bls. 2lf. Leikfang sem barnið getur búið sér til sjálft. Flest börn hafa gaman af að reyna að föndra við hitt og þetta. Úr mis- munandi stórum korktöppur er hægt að búa til ýms dýr og fleira þvi um líkt. — Gíraffinn hér á myndinni er gerður úr tveim korktöppum, fjór- um eldspýtum og tveim pipuhreins- urum. — Fáið yður korktappa og festið á hann fjórar eldspýtur og tvo pipuhreinsara. Festið korktappa á annan pipuhreinsarann, en hringið hinn upp eins og sést á myndinni. Límið pappírseyru á tappann, sem þér hafið fyrir höfuð á giraffanum, og teiknið með bleki augu og munn á hann. — Reynið nú á hugmynda- flugið, hvort þér getið ekki látið yð- ur detta eitthvað fleira skemmtilegt í hug, sem er hægt að búa til úr kork- töppum og pípuhreinsurum fyrir jólin!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.