Vikan - 14.12.1950, Blaðsíða 19
Jólablað Vikunnar 1950
19
Guðsmóðurkirkjan í París
eftir HELGA S. JÓNSSON
LYGN flýtur Signa, beggjamegin við
Borgareyjuna. Fornbókasalarnir á
bökkum hennar eru þreytulegir á svipinn,
nærri því eins gamlir og snjáðir og bæk-
urnar þeirra, velktir af ómjúkum hand-
tökum langrar æfi. Fjórir ferðalangar
líta á þá sömu augum og sitthvað annað,
sem á þarna að vera, samanber póstkort,
sem keypt var í fallegri búð og sýndi forn-
bóksala á Signubökkum — það er gaman
að sjá lifandi frummynd af korti sem
kostar 20 franka. Heimsborgin París, væri
fátækari af fátækt, ef fornbóksalana
vantaði, þeir eru aðeins eitt, sem verður
að sjá á leiðinni til Maríukirkjunnar —
hinnar steindu sögu kristinnar trúar, sem
stendur á Borgareyjunni, hið þögla tal-
andi tákn um mátt trúar og valds.
Af torginu, fyrir framan Maríukirkj-
una, lítum við hina sömu sýn og var svo
margra manna og kvenna hin síðasta í
þessum heimi. Við sjáum turna, sem bera
við bláan himin, rósflúraða glugga og
heilaga menn úr steini. Ofar öllu hyllir
í illar hugsanir mannanna, haglega gerða
djöfla, sem búa í hugum, jafnvel helgustu
manna.
Leiðin liggur um opnar dyr inn í þetta
veglega hús. Ég fletti blöðum þess eins og
fávita barn, ég veit að við hvert fótmál
er bundin einhver fræg saga, eitthvað,
sem andar og lifir þessa líðandi stund.
Hér hefur andlegt og veraldlegt vald háð
sitt stríð og hið veraldlega alltaf beðið
lægri hlut, því slíkt er lögmál lífsins, bæði
þar og hér. Umbúðirnar missa gildi sitt,
þegar innihaldið kemur í ljós — og Maríu-
kirkjan gnæfir enn yfir stund og stað, ekki
sem umbúðir um kristna trú, heldur sem
altari hins fórnandi máttar.
Steinninn í dyrunum er máður og slit-
inn af fótataki aldanna. Af því að ég hef
ekki átt neitt höfuðfat í nokkur ár, þá
þurfti ekki að taka það ofan, þeir gerðu
það hinir, sem áttu svo veraldlega hluti
og voru ekki búnir að týna þeim. Það
þarf hvorki að vera kristinn né kaþólskur
til að auðsýna lotningu því andrúmslofti,
sem er innan veggja þessarar voldugu
kirkju. Háar bogahvelfingar, hinar styrku
stoðir og margmisþyrmt skraut hennar
fær hina allra venjulegustu vanakristnu
hugsun til að samþýðast sál kirkjunnar,
sem var og er —
Notre-Dame-kirkjan í París, kirkja heil-
agrar guðsmóður, er byggð á seinnihluta
12. aldar. Það er talið að bygging hennar
sé hafin um 1265 eða á árunum þar á
eftir. Mér er sagt, að hún sé að veruleg-
um hluta stílhrein og að margar aðrar
dómkirkjur beri hennar svip. Hugarórar
kynslóðanna hafa veitt henni þungar bú-
sifjar, því á öllum öldum verða til menn,
sem vita allt svo mikið betur en nokkur
annar áður fæddur. Ýmsir vitringar
komu fram og vildu endurbæta hið hafna
listaverk, en handbrögð þeirra minnast
meistaranna á hörmulegan hátt. Það er
stundmn skammt á milli Bessastaða og
Borgareyjunnar í París. Svo komu hinir
,,frjálslyndu“ líka til sögunnar og héldu að
minnstakosti að tímaleg velferð lýðsins
væri undir því komin að brjóta niður tákn-
mál kristinnar trúar, og að gull og silfur
kirkjunnar væri betur komið í stríðsöl æp-
andi lýðs, en að vera hugfró leitandi sál-
ar. Á seinnihluta 18. aldar voru menn orðn-
ir svo vitrir, að Maríukirkjunnar var ekki
þörf fyrir annað, en til geymslu á föggum
hinna ,,frjálslyndu“, sem voru búnir að
ræna hana skrauti sínu og dýrgripum og
reyndu að bera eld að veggjum hennar
og hvelfingum, en auðvitað stendur kirkj-
an enn.
Einn góðviðrisdag um aldamótin 17 og
18 hundruð gerði Napoleon mikli sér það
til dundurs að opna Maríukirkjima aftur
til kristilegrar þjónustu og síðan hefur
hún rækt hlutverk sitt með vaxandi virð-
ingu. Um miðja 18. öld var endanlega gert
við kirkjuna og hún bætt að verulegu
leyti og þá fenginn sá svipur, sem hún
ber í dag.
Mér var tjáð, að áður fyrr hefði hún
verið hærri á grunni, því þróun umhverf-
isins hafi fært í kaf ekki færri en 13 þrep,
er lágu upp að aðalinngangi kirkjunnar og
má vera að 1 útliti hafi hún misst nokkuð
í við þá breytingu.
Þrír bogmyndaðir inngangar eru í kirkj-
una, yfir þeim mesta, sem er í miðju, eru
myndir af þeim efsta dómi, sem vér skul-
um allir hljóta, en yfir innganginum til
hægri, og meðfram honum, eru myndir
helgaðar Móður Guðs, en við vinstri inn-
ganginn, eru myndir helgaðar Önnu, móð-
ur Maríu. Allt þetta mikla steinhögg-verk
er máð og skemmt af þeim, sem betur
vissu en hinir, sem byggðu trú sinni must-
eri.
Maríukirkjan hið ytra, er undarlegt
sambland af dýrðlingum, mönnum og
djöflum. Fyrir ofan hliðin þrjú, með Önnu,
Maríu og efsta dómi, kemur langband,
með nær þrjátíu konungum Frakklands,
en yfir því, á turnsyllunum, þar tróna
djöflarnir — hinar mismunandi góðu hugs-
anir mannanna, mótaðar í stein — þær
horfa þaðan yfir torgið fyrir neðan, hver
með sinn sérkennandi svip, allt frá háði
til heiftar — mér skildist þá loks, að allt
þetta rúmar kristin kirkja. Ekkert er jafn-
víðfema, ekkert er jafnsyndugt og jafn-
auðmjúkt eins og kirkjan, sem Kristur, hin
mikla mannlega fyrirmynd, stofnaði og
fól misjöfnum mönnum að hafa forsjá
fyrir.
Mig brestur vit og þekkingu til að skilja
öll þau tákn, sem þarna eru höggvin í
stein og mótuð í formi, en áhrif þeirra
læðast í innstu fylsni hugans, áhrif frá
bók sem ég las, frá mynd sem ég sá. Við
göngum upp í klukkuturninn um máð
steinþrep. Það var einhversstaðar þarna
sem hringjarinn frá Notre Dame var að
skríða, það var einhversstaðar þarna sem
Esmeralda var falin, því ekki að sjá
klukkuna sem þessi krypplingur hringdi?
Hún var þarna líka innan um sverar
sterkar stoðir og okkur túristunum er
sagt frá því að klukkan sé 13 þúsund kíló
að þyngd og kólfurinn 800 kíló — en hitt
áttum við að vita að þessi klukka hefur
hljómað yfir hátíðlegustu augnablikum
Frakklands og að hún hefur boðað sorg,
sigur og baráttu — þessi klukka er tákn
kristinnar trúar, yfir hverju sem hún
hljómar, þá boðar hún ávallt eitt og hið
sama — þessi klukka er eins og kristin
trú, hún gefur sama svarið hvort sem nögl-
in er ensk eða íslenzk, sem snertir hana —
þá hljómar hún eins — alltaf eins undan
sama átaki.
Við, fjórir félagar göngum niður turn-
ana — og þrep eftir þrep niður í kirkj-
una sjálfa. Minjagripabúðin í anddyrinu
angrar mig ekki lengur, því þar fæ ég að
kaupa einn kross á f jögur hundruð franka
— og það er í eina skiptið, sem ég í hug-
anum umreikna ekki frankann í íslenzkt
stjórnargengi — því ég get keypt þennan
sama kross í hundrað búðum í París en
aðeins þennan eina í sjálfri Maríukirkj-
uunni. Krossinn er með mynd hins þjáða,
fulltíða manns, ég hefði heldur kosið að
kaupa mynd af barninu og móður þess, en
það skiptir engu, hvaða mynd prýðir helg-
an dóm. Þjáning og kvalir eru okkur kunn-
ari en hástig hamingjunnar, sem er móðir
og barn.
Við göngum um kirkjuna utanvert við
hinar sveru steinsúlur sem mynda mið-
kirkjuna. Til hliðar eru litlar kapellur,
hver með sínu altari og Maríumynd, hér
er allt svo undra fjarlægt frá okkar
máluðu og krosslausu kirkjum. Einn
skoðar þetta, en annar hitt, svo leið-
ir Okkar skiljast Framhald á bls. 26.
Teikning- eftir Helga S. Jónsson, gerð i París 1949.