Vikan - 14.12.1950, Blaðsíða 11
Jólablað Vikunnar 1950
11
TVEIR HERMENN
Smásaga eftir Nóbelsverðlaunahöfundinn WILLIAM FAULKNER
YIÐ Pési fórum iðulega niður að húsi
Killegrú gamla og hlustuðum á útvarp-
ið hans. Við biðum fram yfir kvöldmat,
fram í myrkur, og við stóðum fyrir utan
dagstofugluggann hans, og við heyrðum
greinilega í útvarpinu, af því konan hans
Killegrú gamla var heyrnarsljó, svo að
hann hafði útvarpið eins hátt og hægt var,
og líklega heyrðum við Pési eins vel í því
og konan hans Killegrú gamla, þó við
stæðum fyrir utan gluggann og hann væri
lokaður.
Og eitt kvöld sagði ég, „Hvað er þetta?
Japanir? Hvað eiga þeir við með perlu-
höfn?“ og Pési sagði, ,,Suss.“
Við stóðum þarna í kuldanum og hlust-
uðum á manninn í útvarpinu, ég botnaði
bara ekkert í því, sem hann sagði. Svo
sagði maðurinn það yrði dálítið hlé, og þá
fórum við Pési heimleiðis, en Pési sagði
mér, hvað var að gerast. Pési var nefni-
lega næstum tuttugu ára, hafði lokið við
lýðskólann núna í Júní og vissi gríðar
ósköp: Japanir væru að kasta sprengjum
á Perluhöfn og þessi Perluhöfn væri hinu-
megin hafsins.
„Hinumegin við hvaða haf?“ sagði ég.
„Það skyldi þó ekki vera stóra vatnið í
skemmtigarðinum ?“
„Sei, sei, nei,“ sagði Pési. „Hinumegin
hafsins, Kyrrahafsins.“
Við komum heim. Mamma og pabbi voru
sofnuð, og við Pési fórum beint í rúmið,
og ennþá skildi ég ekki hvar þetta var, og
Pési sagði mér það aftur ■— hinumegin
Kyrrahafsins.
„Hvað er eiginlega að þér,“ sagði Pési.
„Þú ert kominn hátt á níunda ár. Þú hefur
verið í skólanum frá því í september. Hef-
urðu ekki lært nokkurn skapaðan hlut?“
„Ég held við séum ekki ennþá komin út
að Kyrrahafinu,“ sagði ég.
Ennþá vorum við að sá fyrir umfeðm-
ingnum; því átti að vera lokið fyrir
fimmtánda nóvember, en hjá pabba var
allt með seinni skipunum, og þannig hef-
ur það verið frá því við munum fyrst eftir
okkur. Líka þurftum við að bera inn eldi-
við, en á hverju kvöldi fórum við niður að
húsi Killegrú gamla og stóðum fyrir utan
dagstofugluggann og hlustuðum á útvarp-
ið; svo héldum við heim aftur óg háttuð-
um, og þá sagði Pési mér, hvað var að
gerast. Það er að segja, dálitla stund sagði
hann mér frá því. Svo vildi hann ekki segja
mér meira. Það var eins og hann ætlaði
sér ekki að tala um það framar. Hann
sagði mér að þegja, af því hann ætlaði að
fara að sofa, en svo fór hann bara aldrei
að sofa.
Þarna lá hann f jarska hljóður, meira að
segja hljóðari en þegar hann svaf, og eitt-
hvað var að, ég fann það stafa af honum;
það var eins og hann væri æfur út í mig,
samt vissi ég hann var ekkert að hugsa
um mig, eða hann væri kvíðinn út af ein-
hverju, en það gat heldur ekki verið, því
að hann hefur aldrei þurft að kvíða neins.
Það var aldrei neitt með seinni skipunum
hjá honum eins og pabba; hann trassaði
aldrei neitt. Pabbi gaf honum tiu ekrur
lands, þegar hann útskrifaðist. úr skólan-
um, og við Pési tókum báðir eftir því, hve
pabbi var feginn að losna við þessar tíu
William Paulkner, sem nú hefur
verið veitt bókmenntaverðlaun
Nóbels fyrir árið 1949, er fæddur
í New Albany, Mississippi 25.
september 1897, en gekk i skóla
i Oxford í sama fylki. Hann hættij
háskólanámi, .er hann fór sem'
flugmaður til Prakklands í fyrra
stríði. Hann særðist þar. Hefur
farið fótgangandi um Evrópu.
Eftir heimkomuna var hann tvö
ár póstmeistari í Mississippi og siðan blaðamaður
í New Orleans. Þaðan hélt hann aftur til Oxford
og vann þar bæði sem málari og kyndari. Hann
kvæntist 1929 Estelle Franklin; er lítið gefinn
fyrir fjölmenni og borgir og býr í smábænum
Oxford . x Mississippi. Fyrsta bókin hans, The
Marble Paun (ljóðasafn) kom út 1924, en fyrsta
skáldsagan, Soldier’s Pay, 1926. Önnur verk hans,
sem við vitum nöfn á, eru: Mosquitoes (skáld-
saga 1927), Sartoris (skáldsaga 1929), The Sound
and the Pury (skáldsaga 1929), As I Lay Dying
(skáldsaga 1930), Sanctuary (skáldsaga 1931),
Edyll in the Desei't (stutt saga 1931), This
Thirteen (smásögur 1931), Light in August
(skáldsaga 1931), Miss Zylphia Gant (smásögur
1932) , Salgamundi (ritgerðir og kvæði 1932),
This Earth (kvæði 1932), A Green Bough (kvæði
1933) , Dr. Martino, and Other Stories (smásögur
1934) , Pylon (skáldsaga 1935), Absalom, Absa-
lom! (skáldsaga 1936), The Unvanquished (smá
sögur 1938), The Wild Palms (skáldsaga 1939),
The Hamlet (skáldsaga 1940), Go Down Moses
and Other Stories (smásögur 1942). Þessi verk
vitum við eftir hann á dönsku: Det allei'helligste,
Lys i August, Det vilde Palmer.
Faulkner hefui' verið borinn saman við Dosto-
jevski, hinn mikla rússneska skáldsagnasnilling.
Þær smásögur, sem við höfum lesið eftir hann,
eru gerðar af frábærri sniild. Má t. d. benda á
söguna Sú áftansól í tímaritinu Dvöl, 2. hefti 15.
árgangi 1948, íslenzkaða af Kristjáni Karlssyni.
ekrur, því þá var minna fyrir hann sjálf-
an að hugsa um; og Pési sáði í ekrurnar
umfeðmingsfræi, vökvaði þær og skipti í
beð undir veturinn, og ekki þurfti hann að
hafa áhyggjur út af því. En eitthvað var
það. Og ennþá fórum við á hverju kvöldi
niður að húsi Killegrú gamla og hlustuð-
um á útvarpið, og núna voru þeir á Filipps-
eyjum, en Mac Arthur hershöfðingi var
þar að verki. Svo héldum við heim
aftur og fórum upp í, en þá vildi Pési ekki
segja mér neitt og alls ekkert við mig tala.
Hann lá bara grafendiskyrr eins og hann
væri í laumsátri og þegar ég kom við hann,
fannst mér mjöðmin á honum eða fótur-
inn eins og drumbur viðkomu, hreyfingar-
laus og eitilharður; svo sofnaði ég eftir dá-
litla stund.
Svo kvöld nokkurt — það var í fyrsta
sinn, sem hann hafði ekkert við mig sagt
nema skammað mig fyrir að hafa ekki
höggvið nægan eldivið — sagði hann: „Ég
verð að fara.“
„Hvert?“ sagði ég.
„I stríðið,“ sagði Pési.
„Og áður en við erum búnir með eldi-
viðinn?“
„Eldiviðinn, fjandinn hirði eldiviðinn,“
sagði Pési.
„Jæja þá,“ sagði ég. „Hvenær eigum við
að halda á stað?“
En hann hlustaði ekki á mig. Hann lá
þarna eitilharður í myrkrinu.
„Ég verð að fara,“ sagði hann. „Ég má
ekki til þess hugsa, að nokkur þjóð fái að
koma svona fram við Bandaríkin."
„Já,“ sagði ég. „Ég held við ættum að
gefa eldiviðinn frá okkur og fara; við verð-
um að fara.“
Nú heyrði hann í mér. Hann lá kyrr
áfram, en einhvern veginn öðru vísi en
áður.
„Þú?“ sagði hann. „I stríðið?“
„Þú leggur í þá stóru, en ég í þá litlu,“
sagði ég.
Þá sagði hann mér ég gæti ekki farið.
Fyrst hélt ég hann vildi bara ekki ég elti
sig á röndum eins og hann vildi ekki leyfa
mér með sér, þegar hann var að leita hóf-
anna hjá stelpunum. Svo sagði hann mér
herinn mundi ekki leyfa mér að fara,
af því ég væri of lítill, og þá vissi ég hon-
um var alvara og ég kæmist hvergi. Og
einhvern veginn hélt ég aldrei, fyrr en þá,
að hann sjálfur ætlaði að fara, en nú vissi
ég honum var alvara og ég fengi ekki að
fara með fyrir nokkurn mun.
„Ég ætla að höggva í eldinn og sækja
vatn fyrir ykkur!“ sagði ég. „Þið þurfið
þó alltjént að fá vatn og eldivið.11
Hann hlustaði að minnsta kosti á mig
núna. Og hann var ekki eitilharður.
Hann velti sér á hliðina og lagði hönd-
ina á brjóstið á mér, því nú var það ég, sem
lá eitilharður á bakinu.
„Nei,“ sagði hann. „Þú verður að vera
heima að hjálpa pabba.“
„Við hvað?“ sagði ég. „Honum er ekki
viðbjargandi. Þetta getur ekki gengið
meir á afturfótunum hjá honum, svo að
bezt er hann sjái einn um allan sinn kota-
búskap, meðan við berjum á Japönunum.
Ég verð líka að fara. Ég verð að fara al-
veg eins og þú.“
„Nei,“ sagði Pési. „Þegiðu.“ Ég sá
honum var alvara. Það var auðséð á munn-
inum á honum.
„Get ég þá ekki farið,“ sagði ég.
„Nei,“ sagði Pési. „Þú getur ekki farið.
1 fyrsta lagi ertu of lítill, í öðru lagi —“
„Þá það,“ sagði ég. „Haltu þér þá sam-
an, því ég ætla að reyna að sofna.“
Hann steinþagnaði og lagðist út af. Ég
lét sem ég svæfi, en hann sofnaði rétt
strax, og þá skildi ég, að áður hafði löng-
unin að fara í stríðið lagzt á hann og hald-
ið fyrir honum vöku, en nú var öllum
áhyggjum af honum létt, af því hann hafði
ákveðið að fara.
Um morguninn sagði hann mömmu og
pabba frá þessu. Mamma stóð sig vel. Hún
grét bara.
„Nei,“ sagði hún grátandi, „ég vil ekki
hann fari. Frekar vildi ég fara sjálf í hans
stað, ef það væri hægt. Mig langar ekkert
til að frelsa landið. Japanarnir mega taka
allt og hafa öll völd, ef þeir leyfa mér og
fjölskyldunni minni og börnunum mínum
að vera í friði. Ég man, þegar Mars bróðir
var í síðasta stríði. Hann varð að fara í
stríðið aðeins nítján ára, og ekki átti
mamma betur með að sætta sig við það
en ég núna. En hún sagði við Mars, ef
hann yrði að fara, þá færi hann. Og ef
Pési verður að fara, þá fer hann líka. En
spyrjið mig ekki um ástæðuna.“
En pabbi var erfiðari. Hann snérist til
varnar. „Fara í stríðið?“ sagði hann. „Nú,
ég sé ekki það sé til neins. Þú ert ekki nógu
gamall til að fara á vígvöllinn, og ekki
hefur landið orðið fyrir innrás. Forsetinn
okkar í Washington aðgætir, hvernig mál-
unum er háttað, og hann lætur okkur vita.
Mamma þín var að tala um síðasta stríðið;
þá var ég tekinn og sendur til Texasar og
mér var haldið þar í átta mánuði, þangað
til þeir hættu að berjast. Mars frændi þinn
særðist líka hættulega á vígvöllunum í
Frakklandi. Og með þessu finnst mér við
höfum lagt nóg í sölurnar til að verja