Vikan - 14.12.1950, Blaðsíða 13
^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiimnii ■>■1111111111 ii
Jólablað Vikunnar 1950
13
^hiiiii............................
iiiii ll■ll■llllml■lll■ iii iiiii 111111111111111111111111 n ||■l■■•ll■l||■■ iii iii ll■lll■■■ ii iiiiii ii 11111111
imiimiimiiiiiii.
Ný framhaldssaga:
VERIJLFIJRIIMN
Eftir EDEN PHILLPOTTS
mmmmmmmmmimmii
imito'*
1. KAFLI.
Aðeins þeir, sem eru óháðir erfðavenjum eru
frjálsir. Konungssonur verður að fylgja venjum
ættarinnar, og setjast í hásætið; og hið sama er
að segja um aðalinn, en líf hans er oft að feta
þá braut, sem forfeðurnir tróðu.
Grannur, rauðhærður, ungur maður reikaði um
rústir Parthenon-hofsins. Hann nam augnablik
staðar í skugga af stórri súlu, þurrkaði með
vasaklút svitann af enninu og starði upp í hinn
gríska himinbláma. Þó að Vilhjálmur Wolf væri
eindreginn aðdáandi hinna stórbi'otnu fornleifa,
sem voru allt i kringum hann, þá var hugur
hans á þessu augnabliki bundinn við hans eigin
vandamál. Hann var í vanda staddur; hann sá
greinilega, að það var óbrúað hyldýpi á milli
þess lífs, sem hann langaði sjálfan að lifa, og
þess lífs, sem œttin vísaði honum á. Frá blautu
barnsbeini hafði hann alizt upp í allsnægtum,
bundinn hinum ævafornu venjum ættarinnar. Þó
að hann langaði til að eyða æfinni á allt annan
hátt, en þessar erfðavenjur leyfðu, var hann
næsta sjúklega skyldurækinn, og hann vissi, að
hann yrði að vera trúr köllun sinni.
Hann dáðist að bókmenntum og listum. Hið
stórbrotna í sögum liðinna alda hreif huga hans,
og hann dreymdi um afreksverk fornaldarinnar.
Grikkland var land drauma hans, og oft hafði
hann dvalizt þar tímunum saman. En sú fram-
tíð, sem faðir hans ætlaði honum, kom í veg fyrir,
að óskir hans sjálfs gætu rætzt. Ennþá var
Vilhjálmur Wolf sjálfs sín herra og réð, hvern-
ig hann eyddi tíma .sinum, og hann kaus helzt
að dveljast þar, sem hámenning fornaldarinnar
hafði staðið, og hann eins og Móses hafði einnig
séð „fyrirheitna landið".
Enginn mannlegur máttur gat heft dreymni
hans, og hann hafði alltaf verið draumóragjarn.
Núna sat hann hérna á fallinni marmarasúlu og
virti fyrir sér hrunda veggina á Parthenon, hofi
því, sem Iktinus byggði. I huganum reisti hann
hofið upp úr rústunum. Lágmyndirnar á göflun-
um birtust fyrir hugskotssjónum hans. Iðulega
hafði hann skoðað eftirlíkingarnar af þeim í
British Museum: menn og konur, fórnardýr,
prestar og löggjafar, flautuspilarar og dansandi
fólk. Allt tók á sig nýja mynd í huga hans, og
heiðnin Ijómaði í ævintýradýrð fyrir hugskots-
sjónum Englendingsins unga. Heiðnar guðamynd-
ir risu aftur upp á stöllum sínum og loks reis
Aþena Parthenon sjálf upp við gaflinn; hann sá
hana ríkja þar í gulli og fílabeini, og hann hugs-
aði um Phideas, hinn mikla listamann, sem hafði
skapað hana.
Wolf var sögufróður maður, og hann vissi, að
Parthenon var fremur miðdepill hátíðahalda en
menningar. Hann sá fyrir sér auðæfin, sem voru
geymd inn i hinu „allra helgasta". Hann sá fyrir
sér sigurvegarana í leikjunum safnast saman
úti fyrir og taka á móti lárviðarsveigum og verð-
launum í nafni guðanna. Hann sá múginn fyrir
utan hofið, fann lyktina af sonarfórninni og sá
reykinn stíga upp í himinblámann. En hér trufl-
aði mannsrödd hann í draumórum sínum.
„Afsakið, en þér sögðust ætla hingað. Það kom
skeyti til yðar, svo að ég áleit, að það væri bezt
að ég kæmi með það hingað, þar sem ég vissi
ekki, hvenær þér kæmuð heim."
Bob Meadows var herbergisþjónn Vilhjálms
Wolf. Hann hafði verið með honum, er hann stund-
aði nám i Oxford, og þegar Vilhjálmur fór heim
á ættaróðalið kom Bob með honum. Samkomu-
lag þeirra var mjög gott. Bob, sem var tveim
árum eldri en Vilhjálmur Wolf, var mjög áhægður
með atvinnu sína, en Wolf kunni aftur á móti að
meta hina góðu eiginleika hjá Bob. Þeir pössuðu
sem sagt prýðilega saman. Herbergisþjónninn
var hagsýnn og áreiðanlegur náungi, sem kunni
að meta vináttu húsbónda síns.
„Setjist niður, Bob,“ sagði Wolf. „Þér trufl-
uðuð mig í fegurstu draumórum, en það er ekki
svo óalgengt, að símskeyti komi eins og þruma
úr heiðskíru lofti.“
Meadows settist í grasið og þerraði svitann
af enni sínu.
Vilhjálmur las skeytið.
„Við verðum að fara samstundis heim,“ sagði
hann og rétti Meadows skeytið.
„Porteus er alvarlega veikur. Hringi í fyrra-
málið. Telforcl.“
„Ef þér takið næturlestina," sagði Meadows,
komið þér tólf tímum fyrr, én ef þér bíðið þang-
að til á morgun.“
„Þér hafið á réttu að standa, Meadows,“ ját-
aði Vilhjálmur. „Ef pabbi liggur fyrir dauðanum,
geta tólf klukkustundir haft mikið að segja, en
Telford mundi áreiðanlega ekki hringja frá Eng-
landi til Grikklands, nema því aðeins, að um eitt-
hvað verulega alvarlegt væri að ræða. Ég hugsa
að hann hafi haft ríka ástæðu til þess að orða
skeytið þannig.“
„Eins og þér viljið."
Wolf reis á fætur og andvarpaði.
,,Ég héf það á tilfinningunni, að hann sé dá-
inn.“
„Við getum aðeins vonað það bezta. Porteus er
kjarkmikill maður, og hann mun reyna að halda
sem fastast í lífið.“
Þeir gengu í hægðum sínum í áttina frá hof-
inu.
„Hvernig væri að leigja flugvél?" stakk
Meadows upp á.
„Nei, Bob. Ég er sannfærður um, að það yrði
ekki til neins. Ég held, að faðir minn sé dáinn, og
undir öllum kringumstæðum förum við heim á
morgun. Ef hann er dáinn . . .“
Hann hætti skyndilega að tala, og þeir gengu
þegjandi í áttina til gistihússins.
Þeir undirbjuggu allt undir brottför næsta dag.
Á meðan Meadows lét niður í töskurnar þeirra,
gekk Wolf einn út á svalirnar, sem ljómuðu í
tunglskininu.
Hinn ungi aðalsmaður sat hugsi. Honum fannst
hann vera hlaðinn skyldum, og honum fannst
hann vera nauðbeygður til að feta í þau spor,
sem ættingjar hans höfðu ætlað honum alveg frá
fæðingu. Sonarleg hlýðni var honum í blóð bor-
in, aðeins hvað eitt snerti hafði hann ekki farið
að óskum föður síns. Hann hafði ekki gengið í
herinn; en faðir hans, sir Porteus Wolf, aðmíráll,
áleit landher og flota vera hinn sjálfsagða grund-
völl aðalboi'ins manns. Vilhjálmur hafði stundað
nám bæði I Eton og Oxford, hann var ,,doktor“ í
sögu, og hafði umgengizt mikið unglinga, sem litu
alvarlegum augum á námið. Að þessu leyti hafði
hann valdið föður sínum vonbrigðum, en annars
hafði hann sætt sig við lífskjör sín, og hann sýndi
erfðarvenjum ættarinnar tilhlýðilega virðingu;
Sir Porteus fannst, að Stormbury-óðalið mundi
lenda í höndum hins bezta manns, er hann félli
sjálfur frá, og hann vonaði að hann fengi að lifa
það að sjá litinn sonarson fæðast og alast upp,
svo að hann gæti dáið rólegur vegna þess, að
venjur ættarinnar ættu enn eftir að haldast mann
fram af manni. En þessi von hans rættist ekki.
Vilhjálmur Wolf var ennþá ókvæntur, þegar hann
fékk þessa illu frétt. Hann langaði ekki til að
setjast að í Stormbury, því að hann vissi, að þá
væri frelsi hans lokið, en aftur á móti vissi hann,
hvað var skylda hans.
Hér verður sagt frá dálitlu undarlegu í fari
Vilhjálms. Hann var mjög gefinn fyrir að hugsa
um ýmislegt dularfullt, þó að hann sem
menntamaður berðist gegn hverskonar hjátrú,
reikaði hugur hans oft til hins dulræna og óskilj-
anlega. Vinir hans álitu, að þetta mundi eldast
af honum; en enginn vissi, hvaða ógnandi hætt-
ur þessu skyldar vofðu yfir honum í framtíðinni.
Klukkan ellefu næsta morgun talaði Vilhjálmur
Wolf í símann við frænda sinn Telford Wolf, og
var honum skýrt frá, að faðir hans væri dáinn.
Sir Porteus hafði farið snemma á fætur daginn
áður og farið á veiðar. Hann hafði yndi af veið-
um, þó að hann væri orðinn sjötíu og fimm ára
og hann hirti ekki um, þó að vinir hans segðu
honum að taka tillit til aldurs síns og fara var-
lega. Refaveiðar voru eftirlætis íþrótt hans. Bar-
óninn gamli steyptist fram af hestinum og ofan
í pytt, og hesturinn hrasaði fram á hann. Hann
lifði fáeinar klukkustundir eftir þetta, en hann
komst aldrei til meðvitundar aftur.
„Hann kvaldist ekkert, Bill," hvislaði röddin,
sem talaði alla leið frá hinu fjarlæga Englandi.
„Hann dó eins og hann sagði svo oft, að hann
óskaði sér. Þú ættir að geta verið kom-
inn heim eftir þrjá til fjóra daga. Það
verður kistulagt á morgun, og jarðarförin fer
fram á laugardag, ef það hentar þér; eða viltu
láta fresta henni?"
„Á laugardag ? Það er allt í lagi,“ svaraði
Vilhjálmur. „Ég legg af stað heimleiðis í dag.“
„Ég skal geyma handa þér eftirmælin. Það
kom mynd af Porteus frænda í „The Times" í
morgun, og ég skal einnig geyma hana."
„Þakka þér fyrir, gamli vinur. Ég treysti því,
að þú sjáir sem bezt um þetta allt fyrir mig,
þangað til ég kem heim. Vertu sæll.“
Hann lagði heyrnartólið á símann og fór að
skyggnast um eftir Meadows.
„Faðir minn er dáinn, Bob,“ sagði hann. „Hann
datt af hestbaki á refaveiðum, og andaðist nokkr-
um klukkustundum síðar."
„Mér tekur það mjög sárt yðar vegna, Vil-
hjálmur," sagði þjónninn. „Þér getið enn náð
lestinni, sem fer um hádegið, ef þér viljið."
„Nei, ég fer ekki fyrr en í nótt. Ég þarf ekki
að flýta mér neitt sérstaklega. Jarðarförin fer
ekki fram fyrr en á laugardag. Ég ætla vera upp
við Parthenon nokkrar klukkustundir . . . aðeins
til að fá að vera einn, Bob.“
„Þetta er mjög þýðingarmikið augnablik fyrir
yður, sir Vilhjálmur og mjög sorglegt. Á ég að
koma og sækja yður eftir dálitla stund? Yður
hættir svo til að gleyma tímanum, ef þér sökkv-
ið yður niður í hugsanir um liðnar aldir."
„Komið og sækið mig klukkan hálftvö. Ég neyð-
ist víst til að heimsækja nokkra kunningja áður
en ég fer.“
„Já, og fyrst og fremst verðið þér að muna
eftir séra Boyd . . . þetta verður án efa mikið
áfall fyrir hann, sir Vilhjálmur."
„Að hugsa sér, ég hafði nærri gleymt honum.
Þér eigið ekki að kalla mig „sir Vilhjálm." Sá
tími kemur, að þér verðið vist að gera það, en
nú er það algerlega ónauðsynlegt. Ég ætla þegar
í stað til Boyd. Þakka yður fyrir, að þér minnt-