Vikan - 14.12.1950, Blaðsíða 31
Jólablað Vikunnar 1950
31
Framhaldssaga: SKIPBROT 17
------- Eftir JENNIFER AMES --------------------—----------------
Bros lék um varir Bruoe, þegar hann horfði
á eftir henni. „Hún er afbragðs stúlka,“ sagði
hann. „Þarf einungis að menntast öllu meir. En,“
brosið hvarf af vörum hans, „mér þykir afar leitt,
Alys, að þú skyldir þurfa að horfa upp á allt
þetta umstang, þvi að hann er og verður unn-
usti þinn og þér þykir vænt um hann.“
Hún var afundin. „Mér þykir vænt um að fá að
heyra hið sanna í málinu. Nú veit ég, hvernig
ég á að haga mér í framtíðinni, og ég veit lika,
hvaða hugsanir hann ber til min.“
„Nú skjátlast þér. Hann trúir engu misjöfnu
um þig, þó að hann láti sem svo sé. Þess vegna
er þetta svo átakanlegt. Auðséð er, að hann er
bráðafbrýðisamur út í mig. Þess vegna gerir
hann sér í hugarlund, að hann trúi öllu illu á þig.
Veslings pilturinn."
„En það réttlætir samt ekki það, sem hann
sagði við þig —- og mig,“ sagði hún. „Og svo
trúir hann hverju orði, sem Jennifer segir — -—“
Röddin brást, og hún sneri sér undan.
Hann gekk til hennar og lagði höndina á öxl
hennar.
„Þannig eru karlmennirnir inn við beinið, Alys.
Að nokkru leyti er það mér að kenna, hve allt
er orðið andstætt þér. Ég ætlaði aðeins að verða
þér til liðs, þegar ég stakk upp á þú kæmir
fram sem eiginkona mín, en nú er svo að sjá
ég hafi gert þér allt miklu verra og ef til vill
komið þér í bráða hættu."
„Það þýðir ekki að iðrast eftir dauðann," sagði
hún.
„Einmitt það.“ Rödd hans varð hörkuleg. „En
ég skal bjarga þér aftur frá ólukkunni, þó að ég
verði að ganga í berhögg við allar heimsins óvætt-
ir, — jafnvel þó að það verði það síðasta, sem
ég tek mér fyrir hendur í þessu lífi.“ Hann hló
kaldhæðnislega. „Og ekkert er liklegra en svo
verði.“
„Bruce,“ sagði hún og snéri sér aftur að honum.
„Heldurðu að væri ekki bezt fyrir mig að viður-
kenna allt, segja þeim ég væri ensk? Michael
hélt, að ég mundi ekki verða illa úti, yrði ein-
ungis sett i fangabúðir."
„Það er of seint. Strax í byrjun hefði það ef
til vill verið hægt, en ekki úr þessu. Þeir mundu
spyrja, hversvegna við hefðum byrjað á þessu og
ekki trúa neinu, sem við segðum."
„Gætum við ekki sagt við hefðum gert þetta
af gamni?"
Hann hló stuttlega. „Hvenær hefur þú hitt
nasista, sem hefur vit á kimni? 1 fyrstu hló ég
að því, hve þeir voru gersamlega snauðir að
öllu því líku, nú finnst mér það ekki lengur hlægi-
legt.“
„En ef ég segði þeim sannleikann, Bruce.
Mundu þeir trúa okkur þá?“
„Nei, þeir munu halda, að við værum njósn-
arar, sem skyndilega hefðu orðið skelkaðir og
álitu skástu leiðina úr ógöngunum að játa á sig
eitthvað ósaknæmt. Ég býst við, að þeir trúi
því minna þeim mun meira, sem maður játar
á sig. Þeir hafa fengið svo marga til að viður-
kenna það, sem aldrei hefur komið fyrir, og nú
eru þeir orðnir þannig, að þeir trúa ekki neinu
og ekki neinum. Okkar eina von er að sitja áfram
við okkar keip."
„Jennifer veit allt," sagði hún. „Og hún hafði
á orði, að Hortense grunaði okkur líka um
græsku."
Hann varð þungur á svipinn og horfði niður
fyrir fætur sér. „Já, það var ekki gott, að ung-
frú Manley komst að þessu. En eins og ég sagði
áðan, held ég, að hún sé afbragðs stúlka. En
samt veit maður aldrei hvar maður hefur ást-
fangna konu.“ Hann brosti hæðinn.
„Hún segir, að Hortense grunaði okkur líka.“
„Það er óþarfi að óttast hana,“ svaraði hann.
„Ég skal sjá um það. Henni getum við treyst út
í æsar. Hún mundi heldur láta lífið en bregð-
ast okkur."
„En bregðast þér áttu við.“ Alys var snúðug.
„Vitleysa," sagði hann og var hissa. „Hún
er aðeins gegnheiðarleg og mundi aldrei geta
brugðizt þér né öðrum. Hún er ekki blautgéðja,
því síður illa gerð eða auðvirðileg. Það veit ég.“
„Hversvegna kvæntist þú henni ekki, þegar
þú áttir kost á þvi?“
„Ég hef áreiðanlega sagt þér það áður." Enn
virtist hann hissa. „Hún var of rík, og ég kærði
mig ekkert um að kvænast um þetta leyti. Mér
þótti of vænt um frelsið.“
„Þú sagðir mér, þegar við hittumst í flug-
vélinni, að þú mundir aldrei fórna frelsi þínu
fyrir konu.“
„Jæja, var það?“ Hann hló hvellt. „Kannski
breytir maður einhvern tíma um skoðun."
„Mér hefur virzt núna undanfarið, að þú vær-
ir vel til með að skipta um skoðun," sagði hún.
Hann hló enn. Hún óskaði af heilum huga, að
hann hætti því. Hlátur hans smaug henni gegn-
um merg og bein.
En nú var hringt til morgunverðar.
„Morgunverður, drottinn rninn!" hrópaði hann
upp yfir sig. „Að hugsa sér heimurinn skuli ennþá
geta boðið manni upp á slíkt lostæti. Kaffi, egg
og flesk . . . Þetta glæðir vonina í brjósti manns.
Ég er banhungraður. Flýttu þér að klæðast, svo
skulum við flýta okkur niður."
„Mig langar ekki að borða."
„Láttu ekki svona. Maður þarf einmitt að
borða vel, þegar á móti blæs og sérdeilis, ef
svefninn er ekki nægur. Ef hvorki er étið né
sofið, segir uppgjöfin fljótlega til sín . . . og á
það megum við ekki hætta núna, Alys."
Hann var í þann veginn að loka dyrunum á eft-
ir sér, þegar hún sagði: „Heyrðu Bruce, þú
heldur þó ekki, að ég sé ástfangin af þér?“ Það
var skrítinn hreimur í rödd hennar.
Hann sneri sér við í dyrunum og svaraði henni
brosandi: „Viltu, að ég haldi það?“
„Nei, nei.“ Roði hljóp fram í kinnar hennar.
„Ég vildi aðeins vera viss um. að þú héldir það
ekki." Svo hugsaði hún angursfull: „Ég mundi
deyja, ef hann héldi það."
„Þú skalt ekki óttast það. Ég legg ekki trún-
að á það, sem ég veit er lygi," sagði hann og
lét dyrnar aftur.
17. KAFLI.
Enrico var hljóður, þegar þau gengu til borðs.
Hér var kominn þungbúinn maður, ungur að
árum, i stað hins, sem verið hafði brosandi og
alúðlegur. Alys furðaði sig á breytingunni, sem á
honum hafði orðið. Hortense var einnig fölari en
hún átti vanda til.
Bruce var eins og hann átti að sér. Það var
glettni í bláum augum hans, eins og hann væri
í afar góðu skapi. Alys skildi ekki, hvernig hon-
um tókst að bera sig eftir það, sem skeð hafði
um morguninn. Hún gat ekki varizt aðdáun.
„Hversvegna ertu svona skorinn í framan,
Bruce?" sagði Hortense strax og þau voru setzt.
Hann strauk eftir kjálkanum. „Þetta? Hef
ég ekki sagt þér það? Ég datt í gær á heim-
leiðinni."
„Því trúi ég ekki.“ Það var óttahreimur í
rödd hennar. „Segðu mér, hvernig það bar til?“
„Ég var að enda við að segja þér það.“
„Ég var líka að ljúka við að segja ég tryði þér
ekki.“
„Er nauðsynlegt þú spyrjir hann þannig úr
spjörunum, Hortense? Skilur þú ekki, að vinur
okkar, Rymer, vill ekki segja okkur, hvernig
þetta atvikaðist ?“
Rödd Enrico var hvöss og gjöll. Hann sló
krepptum hnefanum í borðið, svó að postulíns-
skálarnar hoppuðu upp. Um stund virtist hann
ætla að missa algerlega stjórn á sér, en svo
hastaði hann á sjálfan sig og hélt áfram að éta.
Hortense horfði þrjózkuleg á hann. Hún ætlaði
að halda áfram að tala, en Bruce sendi henni
viðvarandi augnaráð yfir borðið. Alys óskaði með
sjálfri sér, að Enrico hefði ekki séð þetta augna-
ráð, né hún sjálf.
Meðan setið var undir borðum, kom þjónn inn
með skeyti og réttí Jennifer. „Þetta er til ung-
frúarinnar," sagði hann. Jennifer opnaði það í
skyndi.
„Það er frá pabba," sagði hún. „Hann er á
leiðinni hingað."
Enrico reis á fætur og ýtti stólnum hranalega
frá sér um leið. „Hví kemur hann hingað? Heim-
ili mitt er orðið eins og vitleysingaspítali. Einn
kemur og annar fer á hverri stund sólarhringsins.
Gestapó eru hér fastir gestir, svo að segja." Hann
leit á Jennifer, og tillit hans var kalt og tor-
tryggnislegt. „Og auðvitað er gestrisni mín mis-
notuð í góðum tilgangi . . .“
„Hvernig getur þú leyft þér, Enrico, að móðga
gesti okkar," sagði Hortense reiðilega. Hún var
risin á fætur. Litla freknuandlitið hennar var
dimmrautt af gremju og reiði.
Þau stóðu hvort gegn öðru.
„Gesti okkar -— þína gesti, skaltu segja, væna
mín. Hvenær hefur löndum mínum verið boðið
til þessa húss? Hér hafa engir komið nema Ame-
rikumenn, Amerikumenn, Ameríkumenn. Um
hverja helgi hefur húsið verið krökkt af Ame-
ríkumönnum. Ég hef ekkert til þess fundið, því
að mér liggur ekki illur hugur til Ameríku-
manna, en allttaf má yfirstíga meðalhófið. En nú
er svo komið, að ég vildi helzt losna við þá, sér-
deilis af því að þeir eiga sök á að spilla ham-
ingju okkar hér heima, ógna frelsi okkar, og
svífast þess ekki að leggja líf okkar í hina bráð-
ustu hættu. Ég verð að segja, að mér finnst gest-
risni okkar vel goldin."
Síðan varð djúp og ógnandi þögn. Þvínæst tók
Bruce til máls:
„Þér hafið rétt að mæla, Enrico, þið getið átt
ýmislegt á hættu, meðan við búum hjá yður. Mér
varð ekki til þess hugsað, þegar ég þáði heim-
boð ykkar hjónanna. Ég er viss um, að henni
hefur heldur ekki flogið það í hug. En nú eru
varhugaverðir tímar, og vel má vera, að dvöl
erlendra í híbýlum yðar verði til að kveikja ein-
hvern grun hjá valdahöfunum. Okkur er ekki
kalt til yðar, við erum yður meira að segja afar
þakklát fyrir allt, sem þér hafið okkur vel gert,
en nú ætlum við kona mín að kveðja í dag, við
ætlum að setjast að á hóteli í Cataníu."
„Þetta er náttúrlega lika til mln meint," sagði
Jennifer. „Og ég mundi biðja föður minn að