Vikan


Vikan - 14.12.1950, Blaðsíða 5

Vikan - 14.12.1950, Blaðsíða 5
Jólablað Vikunnar 1950 5 Guðlaug Benediktsdóttir: HUGBOÐ • i Jólasaga. JÁ, það gat verið betra að komast fyrr en seinna inn í Kaupfélag, og sjá nýju vörurnar. — Konurnar í þorpinu fjöl- rpenntu. — Það var öðru vísi enn áður var, nú þurftu þær ekki að velta hverri krónunni fyrir sér. Búðarfólkið var á þönum, það hafði ekki við að svara og afgreiða. Sumir strang- arnir voru keyptir upp strax, og fengu færri en vildu. Guðrún gamla í Garðinum ætlaði að ná sér í ögn af þykka bláa tauinu, en hún sá það með sínum eigin augum, að kon- urnar úr suðurþorpinu slepptu því aldrei. Þær máttu muna tvenna tímana konurnar þær. Nú var allt orðið breytt fyrir þeim. — Það stóð mest á kaupfélagsstjóranum, að flytja nógar vörur til þeirra. En Guðrún í Gar'ðinum öfundaði þær ekki, hún öfundaði engan mann. Hún þekkti of vel fangbrögðin við fátæktina, til þess að geta ekki unnt öllum þess, að vera lausir við hana. Þær voru ekki allt í getunni konurnar hérna, áður en stríðið skall á. — En undarlegt var það, að hörm- ungarnar skyldu veita sumum allsnægtir, þegar líf og aleiga annarra var frá þeim tekin. — Annars var það ekki fyrir henn- ar einfeldni að skilja þessi undarlegheit. Guðrún stundi við, einhver stjakaði hastarlega við henni. Þáð var stálpaður strákur, sem tróð sér upp að hliðinni á henni, og breiddi sig yfir borðið fyrir framan hana. — Jæja, hún verzlaði víst ekki vitund hvort sem var, svo hann mátti troða sér fram fyrir hana. Hún mætti stríðnisfullu og ögrandi augnaráði drengsins. Hún þekkti hann í sjón, frá því hann gat gengið einn úti, — það var hann Dóri, sonur læknisins. •— Ójá, Guðrún þekkti hinn harða hnefa, þeg- ar lífið sjálft kemur og agar mennina. Sumir vildu segja, að vesalings barnið hefði aldrei hlotið neitt uppeldi, — og kannske vantað kærleika, þó hann væri í foreldrahúsum. Menn sáu stundum furðu vítt, þegar menn hugsuðu í kyrrð og ein- rúmi. Gamla konan leit niður fyrir sig. Til hvers var hún að standa svona, hún gat komið í annan tíma, þó hana vantaði ein- hverja ögn fyrir jólin. — Hún vék sér til hliðar, veiki fóturinn hafði stirðnað við kyrrstöðuna. Það hvarflaði frá Guðrúnu tilfinningin 1 fætinum, við óvænt högg, sem hún fékk á handlegginn, — litla handtaskan hennar féll á gólfið, — kalt augnaráð drengsins mætti henni, ögrandi og manandi. Nei, ekki að tala um, hún var ekki vön því að sneypa börn, þeir urðu að gera það, sem áttu með það. Guðrún færði í sneggra lagi til stirðan, viðkvæman fótinn, og ætlaði að ná í gömlu, slitnu handtöskuna sína, en Dóri varð fyrri til, hann sparkaði með tánni í töskuna, svo hún skoppaði eftir gólfinu. Guðrún heyrði ýskur af niðurbældum hlátri. — En lífið hafði mótað Guðrúnu, þetta tiltæki stráksins minnti hana helzt á slæmt veður. Jórunn, kong kennarans, beygði sig nið- ur, og tók upp töskuna: — Gerðu svo vel, Guðrún. Hann er allsstaðar til vandræða þessi strákur, — sagði hún. — Þakka þér fyrir, — sagði Guðrún, og tók allþétt um litlu snjáðu töskuna, þá einustu sem hún hafði nokkru sinni átt. Guðrún færði sig hægt að dyrunum. Þú ættir ekki að fara Guðrún, — sagði Jórunn, — þó strákskömminn sé að stjaka við þér. — — Segðu heldur að hún hafi ekki kom- ist að fyrir frekjunni í ykkur, — sagði Dóri ósvífinn. — Þið þykist svo fínar, og viljið allt gleypa. Ég var rétt að koma inn núna, og hún var ekkert búin að kaupa. — Dóri leit á konurnar, eins og hann vildi mana þær í sig. — En allt í einu virtist hann muna eftir einhverju, hann leit í hendur sínar á víxl, og þreifaði 1 buxna- vasana. — Hvert í heitasta, — öskraði hann. — Ég hefi týnt.------- Konurnar litu sigri hrósandi á hann. — Hefurðu týnt vitinu, — kallaði einhver. — Blessaður, þú ert búinn að því fyrir löngu. — — Æ, það ætti ekki að vera að angra barnangann, þetta fullorðna fólk, — taut- aði Guðrún gamla í Garðinum, um leið og hurðin lokaðist á hæla henni. — Það var svo sem ekkert tiltökumál, þó lífið snéri svona við henni, hún var eiginlega komin fram hjá því, hvort sem var. Það var aðeins minningin eftir í huga hennar, um það, þegar hún gat með fullum kröft- um mætt því sem að höndum bar. Hún hafði borizt áfram með straumi tímans, og smá máðst af þessum ógurlega hraða sem þaut áfram, með öll ónotuðu tæki- færin og verðmætin. Nær væri mér að komast heim en eyða tímanum hér, — hugsaði Guðrún, og lagði á stað út á götuna. Gigtin var .með versta móti í fætinum, svo hún fór ekki hratt yfir, fremur venju. En hvað var nú þetta, átti hún að trúa sínum eigin augum, eða hvað? — Var ekki hreinn og nýr seðill þarna við tærn- ar á henni? — Jú, sem hún var lifandi manneskja, ekki minna en fimmtíu króna bankaseðill, lá þarna fyrir framan hana. Guðrún gamla strauk sér um augun. —- Þó þau væru orðin sljó, var þetta eng- in missýning. — En svona var fólkið núna, það týndi peningunum, það gerði það. Hún haltraði óvenju greitt inn í búðina aftur. Býsna hávaði gat verið í fólkinu. — Þér hefnist fyrir ótuktarskapinn, — hvein í Jórunni. — Að fá svona snáðum peninga, til að týna. Þú hefðir átt að spara þér, að hrekkja hana Guðrúnu gömlu, hún gerði þér ekki neitt, en þú þorðir við hana, af því að hún var vesalingur. — — Vesalingur, vesalingur, — söng í eyrum Guðrúnar. — Enginn vesalingur var hún, þó hún væri farin að máðst svona af hraða tímans. En hún gat öllu frekar verið einstæðingur, á mælikvarða heims- ins, — það gat hún verið, — ekki var hægt að álasa henni fyrir það. Hávaðinn vakti Guðrúnu til meðvitund- ar, um það sem hún átti óútkljáð, áður en hún haltraði heim til sín. — Og var ekki sem henni sýndist, að beint fyrir framan hana stóð Dóri litli, háskælandi og bölv- andi. Æ, Guðrúnu sárnaði að sjá drenginn svona harmþrunginn. Leifturhratt sá hún í huganum, andlitið á honum Kristjáni, drengnum sínum. — Glögglega mundi hún öll hans svipbrigði, þó hraðinn hefði grip- ið hann með sér, og hann væri henni horf- inn út í stóru eilífðina. — Blessuð veri minning hans. — Guðrún brá hendinni upp að auganu. — Hvað gengur annars að drengnum, — sagði hún. — Hann er að öskra yfir því, — sagði sú sem næst henni stóð, — að hafa týnt fimmtíu krónum. En það er ekki mark á honum takandi, hann er að láta okkur vor- kenna sér. — — Ekki er það víst, — anzaði Guðrún. — Hættu að gráta, góði minn. Ég var svo heppin að finna seðilinn þinn, hann lá fyr- ir fótum mér, þegar ég ætlaði út á götuna. Drengurinn horfði ýmist á seðilinn, eða gömlu konuna. Andartak virtist hann vera að átta sig á, hvort hann hefði heyrt rétt, — en allt í einu rétti hann fram hönidna og sagði: — Jæja, láttu mig þá hafa hann, ég á hann. Samstundis hrifsaði hann seðilinn úr hendi hennar og þaut út. Einhvernveginn var Dóra nóg boðið, hann vildi vera einn og óáreittur. Allur áhugi þeirra sem í búðinni voru, höfðu snúizt um þau Guðrún og Dóra. En um leið og hurðin lokaðist á hæla drengsins, var þögnin rofin. Hver var kom- in til þess að segja, hvort strákurinn ætti þennan seðil, öðrum fremur? — Og kerl- ingin var gengin í barndóm. — Auðvitað átti hún að skila foreldrum hans pening- unum. Það sýndi þá hlýleika eða hitt þó heldur, þegar hann hrifsaði seðilinn af henni. Guðrún í Garðinum gleymdi nærri sín- um giktveika fæti, og tók löng og örugg skref að dyrunum, og hvarf út á götuna. Hún vildi ekki heyra þenna kulda í garð drengsins. Hann gat orðið nýtur maður, — ennþá var hann aðeins barn, á umfangs- miklu og óróasömu heimili. Hún var undarlega sæl í hjartanu og sál- inni, gömlu konunni, fannst hann Kristján drengurinn sinn, ganga við hlið sína. — Hún treysti því að hann myndi vitja sín við og við, og að lokum myndi hann hjálpa henni yfir þetta allra erfiðasta, þetta sem allir menn þurftu að ganga í gegn um, og hugsuðu til með lotningu og ótta. Það var venja Guðrúnar gömlu í Garð- inum, að halda sig mikið innan dyra í skammdeginu. Þá prjónaði hún af kappi, og raulaði fyrir munni sér. Stundum lágu þreyttar hendurnar í skauti hennar, — prjónarnir höfðu dottið niður á gólfið. — Á þeim stundum fannst Guðrúnu, að sálin yrði nú líka að hafa sitt. Þrátt fyrir öll árin, var lífið henni svo óút- reiknanlegt. — Hún mundi margar glaðar og broshýrar stundir, en sorgin gat líka verið hyldjúp, dimm og köld. Aldrei síðan Guðrún í Garðinum var ein, hafði hún byrjað jafn snemma að búa sig undir jólin, og í þetta skipti. — Það var einhver þrá og órói í henni. — Undar- legar og óvissar hugsanir, sóttu að henni á löngum nóttum, svo hún gat ekki sofið. En smátt og smátt breyttist þessi órói, og fór að taka á sig fasta mynd, — já, þessi tilfinning varð að vissu, sem smeygði sér inn í meðvitund hennar. Kristján henn- ar myndi koma til hennar, um þessi jól. Hún rak þessa hugsun frá sér. Hann myndi ekki koma, öðru vísi en svo oft áð-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.