Vikan


Vikan - 25.06.1992, Page 4

Vikan - 25.06.1992, Page 4
25. JÚNÍ 1992 13. TBL. 54. ÁRG. VERÐ KR. 388 í áskrift kostar VIKAN kr. 310 eintakið ef greitt er með gíró en kr. 272 ef greitt er með VISA, EURO eða SAMKORTI. Áskriftargjaldiö er innheimt fjórum sinnum á ári, sex blöð í senn. Athygli skal vakin á því að greiða má áskriftina með EURO, VISA eöa SAMKORTI og er það raunar æskilegasti greiðslumátinn. Tekið er á móti áskriftarbeiönum í síma 91-813122. Útgefandi: Samútgáfan Korpus hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórarinn Jón Magnússon Ritstjórnarfulltrúi: Hjalti Jón Sveinsson Framkvæmdastjóri: Jóhann Sveinsson Markaðsstjóri: Helgi Agnarsson Innheimtu- og dreifingarstjóri: Siguröur Fossan Þorleifsson Framleiðslustjóri: Siguröur Bjarnason Sölustjóri: Pétur Steinn Guömundsson Auglysingastjóri: Helga Benediktsdóttir Aðsetur: Ármúli 20-22, 108 Reykjavík Sími: 813122 Útlitsteikning: Þórarinn Jón Magnússon Hildur Inga Björnsdóttir Guðmundur Ragnar Steingrímsson Setning, umbrot, litgreiningar og filmuskeyting: Samútgáfan Korpus hf. Prentun og bókband: Oddi hf. Höfundar efnis í þessu tölublaði: Helgi Rúnar Óskarsson Þórdís Bachmann Margrét Hrafnsdóttir Einar Örn Stefánsson Kristján Logason Jónas Jónasson Sigrún Siguröardóttir Anna S. Björnsdóttir Hjalti Jón Sveinsson Þorsteinn Eggertsson Hallgerður Hádal Guöjón Baldvinsson Gísli Ólafsson Sigtryggur Jónsson Jóna Rúna Kvaran Loftur Atli Eiríksson Jóhann Guöni Reynisson Þórarinn Jón Magnússon Þorsteinn Erlingsson Gróa Ormsdóttir Christof Wehmeier Þórdís Lilja Jensdóttir Myndir í þessu tölublaði: Bragi Þ. Jósefsson Friörik örn Jónsson Kristján Logason Sissa Hjalti Jón Sveinsson Þorsteinn Eggertsson Þorsteinn Erlingsson Loftur Atli Eiríksson Magnús Hjörleifsson Þórdís Lilja Jensdóttir Binni o.m.fl. Forsíðuna prýðir Linda Pétursdóttir lcelandic Models Ljósm.: Douglas Bassett Sjá frétt af módelnámskeiði sem sýningasamtökin Elite Premier standa fyrir hór á landi í júli, en hjá þeim samtökum starfar Linda. ■ Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns er nú að semja og æfa efni fyrir nýja plötu. Samkvæmt upplýsingum Vikunnar er æft þrjá tfma á dag en bandið spilar vítt og breitt um landið allar helgar. Reyndar ætlar Sálin að taka sér frí ef frí skyldi kalla, og skella sér til Mallorca i viku í boði Samvinnuferða-Land- sýnar. Þar á hljómsveitin að troða upp og skemmta ís- lenskum ferðalöngum. Sól- brúnir Sálarmenn halda svo heim og taka upp þráðinn í spilamennskunni fyrir landann. Nýja platan kemur út fyrir jólin og má búast við að hljómgæðin verði ekki af verri endanum þar sem verk- ið verður að hluta til unnið erlendis. Fari svo að platan verði tekin upp erlendis gæti það orðið um mánaða- mótin ágúst-september, en Stefán Hilmarsson og Anna Björk, kona hans, eiga von á barni um svipað leyti. Það gæti því farið svo að Stebbi g yrði að skilja Önnu sína eftir co heima í tvær vikur og hver % veit nema Anna verði léttari ^ á meðan Stefán sönglar nýja 'O söngva Sálarinnar í hljóð- c; veri úti í heimi. 2 ■ Bubbi Morthens er kominn q heim frá Kúbu þar sem hann ixí hljóðritaði efni fyrir nýja plötu ^ sem er væntanleg seinna á ár- inu. Meðal þeirra sem koma fram á nýju plötunni er kúb- anskur trompetleikari sem ku hafa farið á kostum. Reyndar var erfiðleikum bundið að ná fram réttu hljómgæðunum við upptöku þar sem sá innfæddi tók ekki í mál að nota annað en sinn gamla slitna trompet. Sagan segir að eftir miklar raunir hafi tekist að hljóðrita trompetleikinn svo að allir voru sáttir. Fljótlega eftir heimkom- una gerði Bubbi mikinn samn- ing við Visa (sland sem kemur til með að styðja viö bakið á honum á tónleikaferðalagi um landið. ■ Reglulegt viðhald fer nú fram á skemmtistaðnum Casa en staðurinn verður opinn í sumar og eru litlar breytingar væntanlegar. Plötusnúðarnir Arnold og Lion hafa haldið uppi stuð- inu en í sumar kemur gam- alkunnur snúður fram í dagsljósið, náungi sem margir kannast við frá blómaskeiði gamla Holly- wood og er best þekktur undir nafninu Daddi diskó. ■ Nú er verið að gera nýja til- raun til að lífga skemmtistað- inn Hollí við og hafa Bjarni Haukur Þórsson, leiklistarnemi og fyrrum útvarpsmaður, og Sigurður Helgi Hlöðversson (Siggi Hlö), útvarpsmaður á Bylgjunni, tekið við skemmt- anastjórninni. Eigandi staðar- ins, Margeir Margeirsson, ku binda miklar vonir við þá fé- laga en þeir ætla að reyna að ná til fólks á aldrinum 20 til 35 ára. Slagorð staðarins er: „Hollí! Til háborinnar fyrir- myndar." Segir í fréttatilkynn- ingu að „svokölluð sýru- og underground tónlist verði ekki á boðstólum heldur ný og gömul vinsældatónlist sem all- ir þekkja. Hátt í 100 bækur eru væntan- legar frá Fjölvaútgáfunni í ár. ■ Hríngadrottinn eða Lord of the Rings, eins og hún nefnist á frummálinu, er ein af þeim bókum sem koma út fyrir jólin í ár. Reyndar er þetta fyrsta bindi af þremur og er það um 450 síður. Heildarlengd verksins er um 1200 síður. ■ Bókin íslenskir liskar kom út árið 1983 og er nú uppseld. Önnur útgáfa er væntanleg á þessu ári og hefur höfundur- inn, Gunnar Jónsson fiski- fræðingur, bætt inn hátt í hundrað fisktegundum úr ís- lensku fánunni. Nýja útgáfan verður um 700 síður en sú fyrsta var um 520 síður. ■ Nú þegar verið er að senda fólk heim af sjúkra- húsum landsins í stórum stíl er þörf á bók sem kennir heimahjúkrun. Hópur hjúkr- unarfræðinga vinnur að einni slíkri sem nefnist Leið- beiningar um heimahjúkrun. ■ Ný skáldsaga eftir Þorvarð Helgason er væntanleg á ár- inu. Hún ber nafnið Svelgurinn snýst og ku vera nútíma harm- saga sem lýsir erfiðleikum fjár- þrota og ráðþrota fólks. ■ Þriðja bindi Grimmsævin- týra er væntanlegt seinna á árinu en tvö fyrstu bindin verða endurútgefin þar sem þau voru uppseld. Ævintýrin eru í þýðingu Þorsteins Ó. Thorarensen og eru þetta óstyttar og óbreyttar útgáf- ur. Bókin kemur út í kilju- formi og er skreytt svart- hvítum teikningum. Hljóð- snælda fylgir hverju bindi. Einnig er væntanleg skraut- útgáfa af Tíu fegurstu Grimmsævintýrunum en þar er að finna sögur eins og Garðabrúðu, Mjallhvíti og dvergana sjö, Rauðhettu og fleiri þekktar sögur. Bókin er skreytt með teikningum eftir fræga rússneska listakonu. Til viðbótar er væntanleg bók sem kallast Átta skemmtilegustu Grimms- ævintýrin. Af öðrum ævin- týrum er það að frétta að fyrsta bindi af heildarsafni ævintýra H.C. Andersen lít- ur dagsins Ijós fyrir jól. Öll ævintýrin eru með ítarlegum skýringum. 4 VIKAN 13. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.