Vikan


Vikan - 25.06.1992, Page 34

Vikan - 25.06.1992, Page 34
f@*df „Við höfum mjög mikinn áhuga á að koma til Islands í því skyni að reyna að upp- götva ný andlit. Ég hef heim- sótt landið einu sinni og fegurð þess hefur ekki liðið mér úr minni síðan. Því miður er ég enginn náttúrufræðingur en ég er karlmaður og það sem vakti mesta athygli mina voru þær fjölmörgu fallegu konur sem ég sá. Ef tekið er mið af höfða- tölu hljóta fleiri fagrar konur að vera á íslandi en annars stað- ar í heiminum. Karlmennirnir hljóta einnig að vera afar þokkafullur og myndarlegir því að annars hefðu konurnar þegar yfirgefið landið." Námskeiðið stendur yfir í einn dag og verða allir þátttak- endurnir farðaðir, klæddir upp og Ijósmyndaðir um leið og þeim verður leiðbeint á allra handa máta. Þátttökugjaldið er 16000 krónur og innifalið í því er allur búnaður, hárgreiðsla og förðun auk hádegisverðar á Holiday Inn. Myndirnar, sem teknar verða af þátttakendum, verða sendar innan 21 dags. „Við munum reyna að gefa þátttakendum eins góð svör og við framast getum um reynslu okkar af tískuheimin- um og varðandi lífið og tilver- una á þessu sviði mannlífsins. Á bak við fágað yfirborðið býr oft og tíðum erfitt hlutskipti, mikil vinna, feiknarleg sam- keppni og einmanaleiki. Margt ungt fólk sér þetta í hillingum og heldur að starfið sé jafn- yndislegt og forsíðumyndin utan á tískublöðunum. Við munum af fullri hrein- skilni gera hverjum og einum þátttakanda grein fyrir því hvort hann eða hún hafi hæfi- leika til að leggja fyrirsætustörf fyrir sig eða ekki. Við leitumst síðan við að greiða götu þeirra sem kæmu til greina og kynna þá fyrir þeim aðilum sem gætu komið þeim á sporið úti í hin- um harða heimi tískunnar." Linda Pétursdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottning, er fulltrúi Fashion Bureau hér á landi og hefur hún jafnframt starfað á vegum fyrirtækisins eins og margar af þekktustu fyrirsætum í Evrópu. Hún starfar jafnframt fyrir Elite Premier í London og þess skal getið að lokum að þeir sem Fashion Bureau telur koma til greina komast á samning hjá einhverjum hinna stærstu um- boðsskrifstofa Lundúna. Þeir sem áhuga hafa geta fengið nánari upplýsingar um námskeiðið og skráð sig í síma 91-670672. □ 34 VIKAN 13. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.