Vikan


Vikan - 01.09.1994, Blaðsíða 20

Vikan - 01.09.1994, Blaðsíða 20
TONLIST BRAGI VILHJÁLMSSON: B' ; ragi Vilhjálmsson er tuttugu og níu ára og í vor lauk hann kennaraprófi á saxófón frá Tónlistarskólanum Reykjavík. Tónlistarferill hans hófst þegar hann fór aö gutla á gítar rétt fyrir fermingu. Hann lærði á saxófón í hálf- an vetur í Tónlistar- skóla Árnessýslu. þar næst lá leiðin í FÍH þar sem hann var í þrjú ár og síðan hefur hann verið % nemandi í Tón- listarskólanum í Reykja Ol vík. Upphaflega stóð hugurinn til jassnáms en lítið varð úr þeirri áætlun Árnes- ingsins og síðustu ár hefur hann numið sígildan saxófónleik hjá Vigdísi Klöru Aradóttur, Sigurði Flosasyni og Hafsteini Guð- mundssyni. Systir Braga ákvað á sín- um tíma að nema gítarleik og dró hún bróður sinn með sér. Hún hætti fljótlega að plokka strengi gítarsins en hann ílentist og hélt áfram. „Þegar ég var að læra á gít- arinn var ég í lúðrasveit á Selfossi þar sem ég spilaði á ýmis slagverkshljóðfæri," segir Bragi. „Vinur minn spil- aði á saxófón í sömu hljóm- sveit og mér fannst hann mest spennandi af öllum hljóðfærunum. Hann er fjöl- breyttur og það er fínt að spila á hann jass, popp og klassík." Bragi hlustar mest á sígild saxófónverk en á sumrin hlustar hann meira á jass. Hvað veldur því að það er árstíðabundið á hvernig tónlist hann hlustar? „Ég veit það ekki,“ segir hann. „Ég er kannski æstari á sumrin, sól- in skín og þá er ekki eins spennandi að setjast niður og pæla í einhverri sinfóníu. Ég hlusta miklu meira á sí- gilda tónlist á veturna." í SINFÓNÍUNNI Adolphe Sax, sem lést ár- ið 1894, var belgískur hljóð- færasmiður sem endurbætti og smíðaði ný málmblást- urshljóðfæri, þar á meðal saxófóninn. Hann gerði margar tilraunir með saxó- fóninn og fann einnig upp bassaklarínettið. Bragi segir að fjórar gerðir saxófónsins séu lang algengastar en það eru sópran-, alt-, tenór- og baritónsaxófónar. Það eru þessi fjögur hljóðfæri sem skipa saxófónkvartett en lengi vel voru sex gerðir hljóðfærisins algengar. Síðastliðna tvo vetur hefur Bragi spilað í saxófónkvar- tetti í tónlistarskólanum og meðlimir hans hittast reglu- lega í hverri viku. Þeir spila eingöngu sígild verk sem hafa verið skrifuð sérstak- lega fyrir saxófónkvartetta. „í vetur spilaði ég tvisvar sinn- um með Sinfóníuhljómsveit íslands," segir Bragi. „Ég spilaði Bolero og einnig nú- tímaverk." Þegar tónlistarmenn spila í eins stórri hljómsveit og sinfóníuhljómsveit hljóta þeir stundum að hafa það á til- finningunni að þeir séu eins og nál í heystakki. Eða hvað finnst Braga? Finnst honum hann týnast inn á milli hinna hljóðfæraleikaranna? „Já, svolítið,“ segir hann. „En þetta voru allt frekar áber- andi raddir eins og til dæmis í Bolero. Þar spilaði ég smá einleik og þá er maður alveg einn. Það er mjög erfitt og miklar kröfur eru gerðar til manns þannig að það má alls ekki klikka undir neinum kringumstæðum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.