Vikan - 01.09.1994, Blaðsíða 33
um. „Á meðan ég var í skól-
anum voru óeirðirnar og mik-
ið af fólki fluttist úr miðbæn-
um þar sem allt hafði áður
iðað af lífi,“ segir hún. „Ég
fór að hafa meiri tíma fyrir
mig og þá fannst mér borgin
ekki eins spennandi og ég
hélt að hún væri. Vegalengd-
irnar eru miklar og allt of
mikið stress. Ég var líka orð-
in leið á öllu þessu smjaðri
sem gengur þar. Maður þarf
að fara á réttu staðina og
hitta rétta fólkið og sofa hjá
rétta fólkinu til að fá almenni-
lega vinnu. Ég fílaði þetta
ekki.“ Linda vann við ýmis
smáverkefni í eitt ár eftir að
hún útskrifaðist frá skólanum
og gerði búninga fyrir tónlist-
armyndbönd og fleira.
„Stella bauð mér til New
Orleans í útskriftargjöf og ég
féll gjörsamlega fyrir borg-
inni,“ segir hún. Þegar ég
spyr Lindu hvað það sé sem
henni finnst svona spenn-
andi við borgina kemur hún
mér á óvart með svarinu.
„New Orleans minnir mig á
Reykjavík. Hún er nógu lítil
til að maður geti ferðast um
fótgangandi og fólk kann að
njóta lífsins. Það fer á kaffi-
hús og út að skemmta sér.
Það er nóg af listasýningum,
allir eru listamenn og fólk
drekkur mikið, alveg eins og
í Reykjavík. Fyrir utan veðrið
og glæpatíðnina eru borgirn-
ar mjög líkar. Það eru náttúr-
lega engar byssur heima en
hellingur af þeim hér. Fyrir
utan það er þetta alveg eins
og Reykjavík.“
Linda segist einnig hafa
komið auga á að það gæti
líka verið auðveldara fyrir sig
að komast inn ( kvikmynda-
bransann í New Orleans en f
Hollywood.
„Skólabróðir minn sagði
mér að hér væri ekki mikið
af fólki sem hefði jafn mikla
reynslu og ég við að gera
búninga fyrir kvikmyndir.
Það er líka svo auðvelt að
lifa hérna því húsnæðið er
svo ódýrt miðað við í Los
Angeles. Launin fyrir einn
dag í vinnu við tónlistar-
myndband borgar leigu fyrir
mánuðinn. Ef maður er dug-
legur og fer ekki út í þetta
endalausa sukk, sem margir
lenda f hér, þá getur maður
gert það mjög gott.“
Eftir að hafa unnið með
vinkonu sinni um skeið við
að gera fríkaða hatta fékk
Linda fyrsta „djobbið" við al-
vöru Hollywood-kvikmynd.
„Fyrsta myndin sem ég vann
við var „The Client" eftir
John Grisham, þann sama
og skrifaði „The Firm“ og
„Pelíkanskjalið," segir hún.
„Starf mitt var að mestu fólg-
ið í að láta leikarana máta
búningana og gera breyting-
ar eftir þörfum. Helstu leikar-
arnir ( henni voru Tommy
Lee Jones, sem lék lögguna
í Flóttamanninum, og Susan
Sharadon, sem er væntan-
lega þekktust fyrir „Thelma
and Louise".
TOM CRUISE ER
LEIÐINLEGUR
Þegar við vorum að gera
The Client hitti ég konu sem
hefur mikla reynslu af bún-
ingahönnun fyrir kvikmyndir
og þá fóru hjólin að snúast.
Hún mælti með mér við þá
sem sáu um að gera The
Vampire með Tom Cruise
þannig að ég fór beint að
vinna við hana eftir að The
Client var búin. Það var svo-
lítið skrítið að vinna við The
Vampire því hún var öll tekin
á nóttunni enda vampírur
næturkvikindi. Maður fór á
fætur kl. 3 á daginn og fór að
sofa kl. 7 á morgnanna."
Linda segir að Tom Cruise
hafi komið sér undarlega fyr-
ir sjónir. „Hann talaði ekki við
neinn sem var að vinna við
myndina og einangraði sig
gjörsamlega. Sumir þoldu
hann ekki og fannst hann
óskaplega leiðinlegur og
merkilegur með sig. Hann
útilokaði alla f kringum sig
og heilsaði ekki einu sinni
fólki. Sumir leikarar gera
þetta; halda sig alveg út af
fyrir sig. Hann var samt al-
mennilegur að mörgu leyti.
Hann pantaði til dæmis
nuddara upp á sitt einsdæmi
til að nudda fólkið sem var
að vinna svo það stirðnaði
ekki upp eftir langar vöku-
nætur.
Þetta var rosalega um-
fangsmikil kvikmynd en ég
sá að mestu um aukaleikar-
ana. í einni senunni voru
meðal annars um þrjúhundr-
uð manns í fötum frá árinu
1820. Það var samt ekki eins
erfitt og í annarri senu frá ár-
inu 1790 þar sem voru um
hundrað konur í lífstykkjum.
Það tók langan tíma að færa
þær f og úr slíkri múnder-
ingu. Myndin var tekin bæði
innan borgarmarkanna og á
fenjasvæðunum sem eru hér
allt um kring en þar er allt
vaðandi í krókódílum og
ýmsum skorkvikindum."
Linda segir að mikið hafi
verið lagt í sviðsetningar og
heilu borgarhverfin verið
byggð. Hún er samt ekki viss
um að myndin verði eins góð
og til var ætlast. „Það eru
margir í vafa um að Tom
Cruise hafi verið rétti maður-
inn í hlutverkið," segir hún.
„Vampíran, sem hann leikur,
er svo gjörólík öllu sem hann
hefur gert áður og í mikilli
mótsögn við þær persónur
sem hann er vanur að túlka.
Brad Pitt, sem fer með hitt
aðalhlutverkið, var hinsvegar
mjög viðkunnanlegur. Hann
er meiriháttar leikari og var
mjög kammó við alla. Hann
heilsaði öllum og var alltaf
hress og kátur, aldrei neitt
mál með hann. Hann fór á
sömu bari og við og bland-
aðist miklu betur inn í hópinn
sem vann að myndinni.
Það kemur alltaf eitthvert
hlé á milli mynda og þá vinn
ég oft við sjónvarpsþætti og
auglýsingar. Melissa Gilbert,
sem lék Lauru f Húsinu á
sléttunni, var í aðalhlutverki í
einum af þessum þáttum.
Þetta var fyrsti þátturinn í
sjónvarpsþáttaröð sem heitir
Sweet Justice en framhaldið
verður gert í Los Angeles. f
vor var ég að vinna við tvær
kvikmyndir í einu því þetta
hleður svo hratt utan á sig.
Fyrst var ég að vinna við
King Fish en hún gerist árið
1920 og er með John Good-
man í hlutverki Hughy Long
sem var mjög umdeildur fylk-
isstjóri í Louisiana. Þegar ég
var búin að starfa við hana í
þrjár vikur bauðst mér vinna
við myndina Heaven’s Pri-
soners og ég flutti mig yfir á
hana nema á laugardögum
þegar ég átti frí, þá vann ég
við King Fish. Heaven’s Pri-
soners er hinsvegar nútíma-
mynd, sem gerist í New Or-
leans, og þar eru Alec
Baldwin, Mary Stewart
Matteson og Kelly Lynch í
aðalhlutverkunum. Það var
gott tækifæri fyrir mig og ég
sérsaumaði mikið fyrir hana.
Ég bý til öll fötin sem Mary
Stewart Matteson klæðist.
Hún kom til mín um daginn
með fullt af gömlum kjólum
sem ég spretti í sundur og
notaði efnin í nýja kjóla."
Linda er ekki viss hvenær
hún kemur næst til íslands.
„Málið er að þegar maður er
ekki að vinna þá þorir maður
ekki að eyða peningunum f
miða þangað,” segir hún.
„Svo, þegar ég er að vinna,
þá er ég ákveðin að kíkja
heim þannig að þetta togast
alltaf á í mér. Ég er allavega
ekki að fara að flytja heim í
bili.“ □
Linda
hannaði
þessa
skemmti-
legu
búninga
við
dansinn
„King-
dom of
Symbols"
sem
sýndur
var í Los
Angeles.
8. TBL. 1994 VIKAN 33
VIKAN I NEW ORLEAI