Vikan


Vikan - 20.01.1995, Page 35

Vikan - 20.01.1995, Page 35
þreytist auðveldlega, hugsanlega af því að þú hafir of mörg járn í eldinum - eða að vinnan hafi safnast upp. Það getur einnig haft í för með sér að þú verðir auðveldlega pirraður og að umhverfið megi ekki trufla þig of mikið áður en þú rýkur upp. Kveikurinn er einfaldlega styttri á þessum tíma. Samtímis er fjölskylda og heimili í sviðsljósinu og það getur haft með sér vissa tilhneigingu til þess að skeyta skapi sínu á fjölskyldumeð- limum, börnum og öðrum sem eru í návígi. Rifrildi geta þó blásið ferskum vindum inn í sambandið og þegar litið er á já- kvæðar stöður ársins þá er ljóst að þau valda engum skaða. Þú getur líka notað Venusartímabil ársins til þess að lappa upp á brostna hjónabandssælu. Venus bætir fjárhagsstöðu þína og gefur þér umframtíma til ásta, rómantíkur og samveru. Tíma- bilin eru frá 5. febrúar til 2. mars, 29. mars til 23. apríl, 17. maí til 10. júní (besta tímabilið), 6. til 29. júlí, 24. ágúst til 16. sept- ember og 28. nóvember til 21. desember. Ástin á auðveldast uppdráttar þegar Venus er með í ferðum. Það gerir að verkum að tilgreind tímabil má nýta til að kynda undir hjá makanum - ef hann er lil staðar. Beittu töfrunum, þess minni möguleiki er á höfnun þessi tímabil. Allt unrhverfið, fjölskylda, vinir og samstarfsfólk, sýnir þér sínar bestu hliðar. Eigir þú eitthvað óuppgert við einhvern geta Venusartínrabilin stuðlað að því að sættir takist. Lista- og menningaráhugi og fé- lagslegt samneyti blómstrar einnig. Fjármálin batna á sömu tímabilum og þú getur kannski gert góð kaup. Það er ekki hægl að lofa því að þú vinnir í lottóinu eða kotnir höndum yfir auð- unnið fé en það sakar ekki að reyna. Innri barátta verður áberandi í byrjun mars og í enda des- ember. Má vera að þér takist að ráða við einkennin hina mán- uðina en þau hverfa ekki. Og þú myndir heldur ekki vilja það. Þetta er jákvæða lífsorkan; að berjast við að láta í sér heyra. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.