Vikan - 20.01.1995, Blaðsíða 47
heild lítur þó svo vel út að þér tekst áreiðanlega að halda jafn-
væginu.
Þolinmæði verður ekki mikil fyrri hluta ársins. Valdabarátta
getur kornið upp, annaðhvort við yfirmenn, samstarfsfólk eða
yfirvöld. Hugsanlega er uppgjör beinlínis hentugt til þess að
hreinsa loftið. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að þú upplifir
þess í stað að einhverjir umhverfis þig séu svolítið pirraðir,
annaðhvort á þér - eða hverjum öðrum.
Hvað sem því líður geturðu bætt starfskjör þín og fjármál ef
þú ætlar þér það. Önnur Marstímabil eru ekki jafn krefjandi og
á þeim er hægt að byggja upp umframorku. Það eru tímabilin
frá 1. til 22. janúar, frá 26. maí til 21. júlí, frá 8. september til 20.
október og frá 1. til 31. desember.
Ast, sambúð og samvinna dafna best síðari hluta ársins.
Margt bendir til þess að það væri viturlegt að taka bæði kynlíf-
ið og sambandið við börnin - eða skort á sama - til endurskoð-
unar.
Eftir þetta ætti öllum að vera ljóst að 1995 er ekkert afslöpp-
unarár. Frekar mætti segja, að jafnvel sá tími, sem allajafna
tengist fríi og skemmtun, eigi nú líka að vera fræðandi og veita
innsæi. Tímabilin, þar sem Venus er í góðri afstöðu við Sporð-
drekann, henta vel til þess að rækta ástina, rómantíkina, fé-
lagslega samveru og ný sambönd. Það eru tímabilin frá 1. til 7.
janúar, 5. febrúar til 2. mars, 29. mars lil 23. apríl, 6. til 29. júlí,
24. ágúst til 16. september, 11. október til 3. nóvember og 28.
nóvember til 1. desember.
Plútó, pláneta Sporðdrekans, stendur á sól þeirra sem fæddir
eru si'ðustu fimm daga í merkinu og einokar því myndina út ár-
ið. Plútó laðar fram breytingar, sem í reynd gæti þýtt að þú sért
orðinn annar maður og lifir áreiðanlega öðru lífi, þegar 1996
gengur í hlað.
VIKAN 45