Vikan


Vikan - 20.08.1995, Síða 29

Vikan - 20.08.1995, Síða 29
Meg Ryan og Dennis Quaid mæta til frumsýningar myndarinnar Sleepless in Seatle. Með þeim á mynd- inni eru hjónin Tom Hanks og Rita Wilson. Móöir Meg Ryan. Ekki eru miklar líkur á að samband hennar við dótturina veröi náiö í bráö . .. yfirgefið fjölskylduna heldur aðeins húsið en einhverra hluta vegna hafi Meg fengið þá flugu í höfuðið að móðir hennar hafi yfirgefið hana. Öll þessi leiðindi eru mikil synd þar sem allt virðist ganga Meg í haginn. Hún er falleg, vel gefin, glaðvær og mjög tilfinningarík - sem er kannski ástæðan fyrir þess- ari miklu viðkvæmni. EIN AF TÍU VERST KLÆDDU KONUM í HEIMINUM Meg er ekki ekki mjög upptekin af útliti sínu og hún gengur iðulega um götur Beverly Hills í bolum og krumpuðum gallabuxum eða í einhverjum útsölukjólum og finnst mörgum sem hún sé að storka öllum ffnu frúnum sem eyða fleiri klukkutímum á dag í að farða sig, greiða sér og velja föt úr fataskápn- um. Þessi klæðaburður hennar varð til þess að árið 1988 var hún valin á lista Blackwell's sem ein af tíu verst klæddu konum heims - og þá grét móðir hennar. Samband Meg og Dennis er mjög gott og það er haft eftir systur hans að þau séu ástfangin, bæði andlega og líkamlega, upp fyrir haus. Þau eignuðust son, sem heitir Jack Henry, og Meg er svo sannarlega alsæl í móð- urhlutverkinu. Hún segist ekki trúa því að þetta sé hennar barn og þegar hún líti á það segi hún við sjálfa sig: „Gerði ég þetta virki- lega?“ KEVIN KLINE Blaðamaður Vikunnar hitti í einnig Kevin Kline á sama tíma og Meg Ryan. Hann hefur ekki náð að slá eins rækilega í gegn og Meg en þrátt fyrir það á hann mjög góðan leikferil að baki. Vinir Kevins og nánir sam- starfsmenn kalla hann gjarn- an Luc en hann fæddist í St. Louis í Missouri þar sem faðir hans rak hljómplötu- verslun og ólst hann því upp við stöðuga tónlist. Þegar hann var hálfnaður með menntskólanámið ákvað hann að leggja stund á leik- list og þar með var teningun- um kastað og var hann tek- inn inn í Juilliard leiklistar- skólann og síðar lauk hann háskólagráðu í tónlist. Eftir það lék hann í mörgum þekktum, sígildum leikhús- verkum. Vegna frábærrar frammi- stöðu sem gamanleikari í söngleiknum „On The Twent- ieth Century" og einnig vegna sönghæfileika sinna fékk hann „Drama Desk“ verðlaunin og einnig fyrstu tvö Tony verðlaunin sín. Samskonar verðlaun fékk hann síðar sem besti leikar- inn í gamansöngleik. Hann byrjaði ekki kvik- myndaleikferil sinn af alvöru fyrr en hann lék á móti Meryl Streep í myndinni „Sophie’s Choice" en fyrir leik sinn í þeirri mynd var hann út- nefndur til BAFTA og Golden Giobe verðlaunanna. Síðan hefur hann leikið í mörgum myndum og má meðal ann- arra nefna „The Big Chill" og „A Fish Called Wanda" þar sem hann lék meðal annars á móti John Cleese, Jamie Lee Curtis og Michael Palin. Þessi mynd er sú sem hefur halað inn einna mestar tekj- ur af öllum breskum mynd- um þangað til „Four Wed- dings and a Funeral" kom fram á sjónarsviðið. Sem hinn brjálaði Otto West fékk Kevin Kline Ósk- arsverðlaunin árið 1988 sem besti karlleikarinn í aðalhlut- verki og svo síðar Golden Globe verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni „Dave“. Nú hefur hann nýlokið við að leika í „French Kiss“ sem var ekki fullgerð þegar undirrit- aður hitti þau Kevin og Meg. Það var létt yfir þeim báð- um og þau léku við hvern sinni fingur á meðan þau sátu fyrir svörum og sneru sér síðan á alla kanta fyrir framan myndavélina. □ FINNDU 6 VILLUR Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda jejueA uuesse^ispd •9 jSjAnjgg me J!ujej0|ije66nio g jbíuba u!p|ofie66n|o 'V 'bj6uq| je sujsind >jud '£ nujsejö je epsAij uus^sph z 'BJjaeij je >!J9Apuuo l :epuÁiu !u;lu 9 ojqjo ejeq jeöujiÁejq jepiepjjj^ 8. TBL. 1995 VIKAN 29 KVIKMYNDIR

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.