Vikan


Vikan - 20.08.1995, Qupperneq 36

Vikan - 20.08.1995, Qupperneq 36
SJONVARP Winfrey og Gra- ham; spurning- in er ekki hve- nær þau muni ganga í hjóna- band heldur hvort! verið í mesta basli með að gera upp við sig hvernig þeir vilja hafa hana Opruh sína. Á hún að vera glanspía eða stelpan í næsta húsi? Blíð- mælt eða kjaftfor? Á hún að halda tryggð við viðtalsþátt- inn sinn og þær milljónir áhorfenda, sem á hann horfa, eða dreifa kröftum sínum og leika t.d. í kvik- myndum? Og svo eru það „h-in hræðilegu", „hjóna- band“ og „heimili"! Oprah hefur í ein átta ár leikið að- alhlutverkið í sinni eigin einkasápuóperu þar sem plottið snýst eingöngu um hvort hún ætli að giftast vini sínum til langs tíma, Steadman Graham, og eign- ast með hon- um börn. Það er nú ekki lítið hægt að gera úr svona há- alvarlegri spurningu! Og aðdáendur hennar skipa sér auðvitað í tvær fylkingar hvað þetta varðar. En ná- inn vinur Opr- uh segir: „Ég hef ekki hug- mynd um hvað verður úr þessu. Og ég efast um að hún hafi hugmynd um það sjálf!“ MEGRUN ER LAUSNIN! Nú, ef allt ætlar um koll að keyra í starfi og einkalífi, þá kann Oprah við því óbrigðult ráð: Hún fer í megrun. Sé einhver á þessari jörðu sannfærður um að það sé ævinlega betra að vera grannur heldur en feitur þá er það Oprah Winfrey. Hún stundar líkamsæfingar dag- lega og hleypur langar vega- lengdir. Hún segir að það sé metnaðargirndin og sam- keppnisþörfin sem haldi henni gangandi í baráttunni við aukakílóin. „Ef Bob, þjálf- arinn minn, vill láta mig leggja harðar að mér,“ segir Oprah, „þá þarf hann ekki annað en að benda mér á einhverja konu í leikfimisaln- um og segja: „Þú getur orðið flottari en þessi þarna, er það ekki?“ og þá puða ég þar til það tekst eða dett nið- ur dauð ella.“ Það var einmitt Bob sem varð henni sam- ferða þegar hún fór í ferða- lag um Evrópu nýlega. En ferðalagið var blásið af eftir aðeins níu daga. „Þetta var martröð!" segir Oprah. „Evr- ópubúar virðast aldrei hafa heyrt talað um fitusnauðan mat!“ Oprah er með mat á heilanum. „Þetta er bókstaf- lega stórskrýtið,“ segir einn vinur hennar. „í stúdíóinu, þegar hún er að vinna, er hún með mat út um allt, virkilega girnilega rétti - og mikið af þeim! En hún snertir það ekki.“ Oprah virðist hafa breytt matarfíkn fyrri tíma í megr- unarfíkn. Og hefur aldrei verið ánægðari. Linda Mat- low, sem er Ijósmyndari og hefur tekið ótal myndir af Opruh gegnum árin, segir: „í hvert skipti sem hún grennt- ist jókst sjálfstraust hennar og hún varð opnari og fé- lagslyndari.“ Annar vinur segir að Oprah hafi oft verið erfið viðureignar á árum áð- ur. „Ég þekki fólk, sem bjó í sömu íbúðarbyggingu og hún, og hún átti það víst til að fá reiðiköst út af smá- munum, rífast hástöfum við fólk í anddyrinu og brjóta hluti og bramla í íbúðinni sinni. Hún var oft full reiði. í dag er hún miklu elskulegri." En Oprah sjálf lýsti þessu líklega best sjálf nýlega: „Að losa sig við öll þessi kíló var eins og að losa sig við gríð- arlega byrði, hvort sem er líkamlega, andlega eða til- finningalega." BREYTTAR ÁHERSLUR Jafnt aðdáendur sem gagnrýnendur eru sammála um að eftir megrunina hafi Oprah öðlast það hugrekki sem hún þurfti á að halda til að takast á við breytingar í einkalífi og starfi. Hún gat horfst í augu við þá stað- reynd að óánægja ríkti með- al samstarfsfólks hennar og tók þá erfiðu ákvörðun að losa sig við framleiðanda þáttanna, Debbie DiMaio, sem hafði verið náin vinkona hennar í mörg ár. Þetta var stórt og erfitt skref en Oprah mun hafa verið orðin ósátt við vinnubrögð vinkonu sinn- ar. Þar næst var komið að því stóra skrefi að breyta áhersl- um þáttanna en slíkt er æv- inlega mikil áhætta íyrir fólk í sjónvarpsiðnaðinum. Oprah tók áhættuna. Henni var far- ið að leiðast tónninn f viðtöl- unum. „Hver nennir að hlusta á hverja manneskjuna á fætur annarri ásaka mæð- ur sfnar um að hafa eyðilagt líf sitt?“ Ákvörðun Opruh um að beina athyglinni frá sorprita- málefnunum hefur fengið misjafnar viðtökur. Fæstir vilja spá um framtíð þáttar- ins og segjast munu bíða og fylgjast með. Það gætu liðið nokkur ár þar til endanlega verður Ijóst hvort þátturinn á framtíð fyrir sér sem „alvar- legur“ viðtalsþáttur eða hvort Oprah ræður við starf stjórn- anda slíks þáttar eftir mörg ár í sorpmálefnunum. Oprah er enn á toppnum en áhorf- endatölur eru nú lægri en þær hafa verið í átta ár. Og Fticki Lake (leikkonan þétt- holda úr myndum John Wat- ers „Hairspray" og „Serial Mom“) sækir óðum á með viðtalsþátt sem einkum bein- ir athyglinni að jafnháalvar- legum málaflokkum eins og „Er rétt að sofa hjá fyrrver- andi kærastanum sínum?“ Sumir vilja meina að vandamálið sé ekki málefnin heldur Oprah sjálf. Hún sé orðin of mjó, of glæsileg, of ánægð með sjálfa sig. Áhorfendur eigi erfitt með að finna til samkenndar með henni. Þegar hún átti við of- fituvandamál að stríða var hún mannleg, eins og áhorf- endurnir sjálfir. En núna gætu þeir fundið til minni- máttarkenndar gagnvart henni. ERFIÐ ÆSKA Oprah hefur aldrei reynt að sýnast fullkomin, öðru nær. En hún leggur áherslu á að fólk eigi að berjast gegn takmörkunum sínum og setja sér takmörk. Gegnum árin hafa áhorfendur fengið að heyra allt um erfiða barn- æsku hennar og hvernig hún lærði af reynslunni að ekkert væri lagt upp í hendurnar á manni, að maður þyrfti að berjast fyrir því sem maður vildi. Oprah eyddi fyrstu ár- um ævi sinnar á bóndabýli móðurforeldra sinna í Missis- ippi, þar sem móðir hennar hafði farið til Milwaukee í leit að vinnu og skilið barnið eft- ir. Seinna sendi móðir henn- ar eftir henni og Oprah óx upp í harðneskjulegu borg- arsamfélagi og lærði snemma að bjarga sér. Þeg- ar hún var níu ára varð hún fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu frænda síns og síðar átti hið sama eftir að endur- taka sig af hendi annars frænda. Hún segir þessi at- vik hafa gert sig að upp- reisnargjarnri og lauslátri unglingsstúlku fyrir aldur fram og þegar hún var fjór- tán ára sendi móðir hennar hana til föður henna í Nash- ville. Þar bjó hún við heraga og strangt siðferði og nokkr- um árum síðar var uppreisn- argjarni unglingurinn fari að taka þátt í fegurðarsam- keppnum - og sigra þær - og skapa sér ímynd út á við í samfélaginu. En gífurleg velgengni hennar kom henni ekki á óvart, að eigin sögn. „Innst inni vissi ég alltaf að frægð og frami ættu fyrir mér að liggja," segir hún. KONAÁ KROSSGÖTUM Eitthvað á þó Oprah, sem er 41 árs gömul, enn eftir að afreka. Hún og vinur hennar, Stedmann, hafa enn ekki ákveðið brúðkaupsdag en þau líta svo á að þau séu trúlofuð, þau búa saman og samband þeirra virðist á traustum grunni byggt þrátt fyrir þær endalausu kjafta- sögur sem þeir ríku og frægu þurfa að búa við. í við- tölum minnist Oprah gjarnan á hljóðláta kvöldverði fyrir tvo heimavið og róleg kvöld fyrir framan sjónvarpið, fjarri glaumi samkvæmislífsins. Svo að hjónaband virðist ekki vera svo fjarri lagi. En hvað með barneignirnar? Það virðist vera annað mál. „Ég held ég geti fullyrt að ég muni ekki eignast börn,“ segir Oprah. „Mig skortir það sem til þarf til að ala upp börn á réttan hátt. Mér þætti það ósanngjarnt að ala barn við þær kringumstæður sem ég bý við, það er ekki hægt að ætlast til þess að barn falli inn í minn lífsstíl." Þess í stað beinir Oprah öllum sínum kröftum að meginástríðunni í lífi sínu, starfinu. Hún er aldeilis ekki að draga saman seglin. í miðborg Chicago rekur hún Harpo tökuverið (nafnið er hennar eigið, lesið aftur á bak), þar sem er að finna sjónvarpsupptökusali, sem og þrjá kvikmyndatökusali, auk þess sem hún er með - nema hvað - fullkomna lík- amsræktarstöð fyrir sig og 36 VIKAN 8. TBL. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.