Vikan


Vikan - 20.08.1995, Qupperneq 58

Vikan - 20.08.1995, Qupperneq 58
PERSÓNULEIKAPRÓF SÖNNÁSTEDA STUNDARHRIFNING? Hér er ofurlítið próf fyrir ungar stúlkur, sem eru í giftingarhugleiðingum. Svarið spurningunum, leggið saman stigin og fáið síðan úr því skoriö hvort heppilegt sé að giftast elskhuganum eða ekki. Sumarást heitir það. Þú verður skyndilega ástfangin af einhverjum manni, sem þú hefur kynnst, og þér finnst að þú getir ekki án hans verið í svo mikið sem eina viku. Sumar rjúka í að gifta sig í þannig tilfellum; stundum blessast það og stundum ekki. Áður en þú tekur svo ör- lagaríka ákvörðun skaltu gera þér fyllilega grein fyrir því hvort þú vilt vera með þessum manni það sem eftir er ævinnar - honum og eng- um öðrum. Þetta litla próf getur ef til vill hjálpað þér að taka þá miklu ákvörðun. 1. Hve lengi hefur þú þekkt hann? a) Eina eða tvær vikur. b) Um það bil eitt ár. c) Nokkra mánuði. d) Tvö ár eða meira. 2. Hvernig smekk hefur hann? (Gerðu kross við það sem þú veist um.) a) Vill hann hafa kaffið með eða án rjóma? b) Notar hann rafmagnsra- kvél eða venjulega? c) Tekur hann steypibað fram yfir venjulegt bað- karsbað? 3. Hvers konar húsdýr á hann? a) Páfagauk eða kanarífugl. b) Kött. c) Hund. d) Hest. e) Gullfiska. f) Ekkert. 4. Hvaða hugmyndir hefur hann um stærð væntan- legrar fjölskyldu? a) Eitt barn. b) Tvö börn. c) Ekkert barn. d) Sex börn. e) Son og erfingja framar öðru. 5. Þegar þú heimsækir hann, hefur þú tekið eftir hvort hann... a) Hjálpar til við uppþvott- inn? b) Býr um sig sjálfur? c) Dregur gluggatjöldin fyrir þegar dimmir? d) Þurrkar af og ryksugar? e) Setur í þvottavélina? f) Hefur þú nokkurn tíma komið heim til hans? 6. Hefur þú nokkru sinni séð hann við svo óróman- tískar aðstæður sem. . . a) Órakaðan? b) Óhreinan eftir viðgerðir eða þess háttar? c) Veikan í rúminu? d) í gömlum, tilfallandi klæðnaði? 7. Hvernig gengur hann frá baðherberginu? a) Handklæðið er nærri sót- svart. b) Tappinn er óskrúfaður á tannkremstúpuna en annars allt i lagi. c) Allt er hreint og fágað fyrir þann næsta. d) Veit ekki. 8. Kyssir hann þig: a) í hvert skipti sem þið hitt- ist? b) Oft - óþarflega oft? c) Bara góða nótt? d) Næstum aldrei? 9. Hve oft átt þú frum- kvæðið að kossi? a) Einu sinni eða tvisvar í viku. b) Einu sinni eða tvisvar þegar þið eruð saman. c) Aldrei. 10. Veistu til þess að hann hafi nokkru sinni: a) Keypt blóm handa móður sinni? b) Boðið föður sínum upp á glas? c) Gefið peninga til góð- gerðarstarfsemi? d) Hjálpað gamalli konu, blindum eða litlu barni yfir götu? 11. Hvaða skoðanir hefur hann á útivinnu giftra kvenna? Vill hann að þú: a) Vinnir alls ekki úti eftir að þið eruð gift? b) Haldir áfram að vinna eins og ekkert hafi ískor- ist? c) Vinnir aðeins hálfan dag- inn? 12. Hve oft heldur þú, að hann vilji fara út með strákunum eftir að þið er- uð gift? a) Einu sinni í viku. b) Til að spila eða horfa á fótbolta þrisvar - fjórum sinnum í viku. c) Aðeins er þú getur farið með. d) Aldrei. 13. Hefur hann sagt þér: a) Að hann hafi verið ást- fanginn áður? b) Að þú sért fyrsta stúlkan sem hann hafi verið með? 14. Man hann eftir: a) Deginum sem þið kynnt- ust? b) Afmælisdeginum þínum? c) Uppáhaldssúkkulaðinu þínu? d) Að gefa þér blóm? 15. Manst þú eftir: a) Augnalitnum hans? b) Seinna nafninu hans; (t.d. Jón Pétur Jónsson?) c) Bílnúmerinu hans? d) Þegar þið hittust í fyrsta skipti? 16. Þegar þið eruð úti ásamt fleira fólki, ertu þá: a) Stolt af honum? b) Afbrýðisöm yfir hvernig aðrar stúlkur horfa á hann? c) Hrifin af hnyttni hans? d) Þreytt á endaleysunni í honum? 17. Ef vinna hans krefst þess að hann þurfi að dvelja úti á landi í nokkurn tíma, hvað ætlar þú þá að gera á meðan? a) Nota tímann til hreingem- inga og fyrir sjálfa þig. b) Fara heim til mömmu. c) Skemmta þér með gömlu vinkonunum. d) Fara út með gömlum vini. 18. Hefur þú nokkurn tíma: a) Æft þig í að skrifa nafnið hans? b) Bakað uppáhaldskökuna hans? c) Prjónað handa honum vettlinga eða sokka? d) Eldað mat handa hon- um? 19. Taktu vel eftir hvort: a) Hann hefur kímnigáfu. b) Hann hefur allt á hornum sér gangi eitthvað úr- skeiðis. c) Hann talar of hátt og mik- ið. d) Hann er algjörlega galla- laus. 20. Að lokum - svaraðu nú af bestu samvisku - hvers vegna viitu gifta þig? a) Til að sýna stöðu þína í þjóðfélaginu. b) Öðlast öryggi. c) Eignast börn. d) Fá félagsskap. e) Af ást. Leggið nú saman stigin: 1. a-6, b-4, c-2, d-1. 2. Gefðu þér eitt stig fyrir hvert rétt, og tvö fyrir hvert rangt eða „veit ekki“. 3. a-1, b-3, c-3, d-1, e-1, f-4. 4. a-4, b-3, c-6, d-5, e-1. 5. a-2, b-1, c-2, d-1, e-1, f-6. 6. Eitt stig fyrir hvert já. 7. a-4, b-3, c-2, d-1. 8. a-3, b-2, c-1, d-4. 9. a-3, b-6, c-0. 58 VIKAN 8. TBL. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.