Vikan


Vikan - 03.12.1998, Qupperneq 10

Vikan - 03.12.1998, Qupperneq 10
hvar ert þú í röðinni í Hvar við erum í röðinni í systkinahópnum mótar persónu- leika okkar og við leikum hlutverkið sem við lékum í hópnum svo lengi sem við lifum. í augum fjölskyldunnar ert þú ennþá litlasystir, jafnvel þótt þú sért komin yfir fimmtugt. Stórasystir á erfitt með að skilja að kærast- inn hlýði sér ekki í einu og öllu, hún hefur jú alltaf rétt fyrir sér. Og einkabarnið á erfitt með að sætta sig við að starfsfélagarnir standi ekki upp og klappi fyrir sér eftir vel unnin störf, eins og pabbi og mamma voru vön að gera. Það er fátt sem ekki hefur verið rannsakað á vís- indalegan hátt úti í hinum stóra heimi. Einhverjir tóku sig til og rannsökuðu systk- inahópa og hér á eftir birtast niðurstöðurnar. EINKABARNIÐ: Með sjálfstraustið í lagi. Einkabörn eiga athygli for- eldranna óskipta og það veitir þeim öryggi og sjálfstraust. Almennt hafa þau víðari sjón- deildarhring en jafnaldrarnir, þar sem enginn annar er til staðar til að skyggja á útsýnið. Þau eiga auðveldara með að umgangast eldra fólk en jafn- aldrar þeirra og eiga sjaldan í samskiptaerfiðleikum við kennarann og skólastjórann vegna þess að þau eru vön að líta upp til foreldranna. Einkabörn eru frjálsleg og ákveðin. Pau móta sér ekki eina ákveðna stefnu í lífinu, heldur taka afstöðu til hlut- anna eins og þeir koma fyrir hverju sinni. Þetta hlutleysi gerir þau að góðum sátta- semjurum og það er oft leitað til þeirra ef leysa þarf deilur í vinahópnum. Pau eru oft brautryðjendur og gera hlut- ina án þess að ætlast til að fá viðurkenningu. Veraldleg gæði skipta þau ekki miklu máli. Þau hafa ekkert á móti því að deila með öðrum, þar sem þau hafa aldrei kynnst því að vera skilin útundan. 10 ELSTA BARNIÐ: Metnaðarfullt og umhyggju- samt. Elsta barnið er oft metnað- argjarnt, ábyrgðarfullt og til- litssamt. Það hefur vanist því að eiga óskipta athygli for- eldranna og á erfitt með að sætta sig við þegar nýtt barn fæðist og keppir um athygl- ina. Elsta barnið vinnur skipulega að því að ná athygli foreldranna á nýjan leik og nýtur þeirrar reynslu í mark- vissum vinnubrögðum i fram- tíðinni. Elsta barnið er um- hyggjusamt og verndandi, sér- staklega ef það eru nokkur ár á milli þess og næsta barns. Það gefur þeim vald yfir yngra systkininu og virðingu foreldranna. Ef yngra systkin- ið er af gagnstæðu kyni mun elsta barnið eiga auðvelt með að skilja gagnstæða kynið seinna í lífinu. MIÐBARNIÐ: Hinn fæddi diplómat. Oft er talið að miðbarnið sé aðþrengda, gleymda og van- rækta barnið í fjölskyldunni, en það er langt í frá að svo þurfi að vera. Uppvöxtur miðbarnsins er meðal annars undir því kominn hvernig kyn- og aldursskiptingin er í systkinahópnum. Ef það eru 3-4 ár á milli systkinanna eru sjaldan vandamál til staðar. Miðbarnið á gott með að um- gangast fólk og kemur oft fram fyrir hönd systkinanna. Ef systkinahópurinn sam- anstendur eingöngu af stelp- um leggur miðbarnið oft rækt við kvenlegar hliðar sínar. A sama hátt getur miðbróðirinn haft tilhneigingu til að verða karlremba. Það er vegna þess að börn mótast mest af þeim sem koma næst þeim að aldri í systkinahópnum. Svo fremi sem miðbarnið fær að njóta sín í uppvextinum öðlast það raunsæja mynd af sjálfu sér og hæfileikum sínum. YNGSTA BARNIÐ: Hrífandi skemmtikraftur. Þegar yngsta barnið fæðist eru foreldrarnir orðnir sjóaðir og hafa lært af mistökunum sem þeir gerðu þegar eldri börnin voru að alast upp. Uppeldi yngsta barnsins er því ekki eins strangt, því leyf- ist meira en eldri systkinun- um og verður oft uppáhald allra í fjölskyldunni. Eldri systkinin vernda litlu systur eða litla bróður og því verða yngstu börnin oft svolítið ábyrgðarlaus. Þau venjast því að geta falið sig á bak við aðra og að aðrir haldi hlífi- skildi yfir þeim. Litlasystir vill fá ráð og leiðbeiningar, en þær verður að gefa af mikilli varkárni, annars verður hún pirruð og kvartar sáran undan því að vera skipað fyrir og stjórnað. Litla barnið í fjöl- skyldunni hefur oft frjórra ímyndunarafl en eldri systkin- in og hefur gaman af að kafa djúpt ofan í hlutina. Þar höfum við það. En skyldi fólk kannast við þessar lýsingar? Við spurðum einka- barnið, stórabróður, miðbarn- ið og litlusystur hvort þau væru tilbúin að skrifa undir niðurstöðuna. EINKABARNIfl: Ragnheiður Steinsdóttir leik- kona, Það er aldeilis, maður verð- ur bara rígmontinn yfir því að vera svona frábær persónu- leiki! En eitthvað stemmir nú ekki þarna, því ef það er nokkuð sem ég þyrfti stærri skammt af, þá er það sjálfs- traustið! Að vísu held ég að meðfæddri hógværð og feimni sé þar um að kenna í þessari „Brave new world", þar sem allir eiga að rækta eigið sjálf öðru fremur og sjálfsgagnrýni er skammaryrði. Að öðru leyti get ég skrifað undir ým- islegt í þessari lýsingu, en hún á líka að ýmsu leyti við þá sem fæddir eru í krabbamerk- inu, eins og ég, hvort sem þeir eru einkabörn eða ekki. Sam- bandið við foreldrana er. sannarlega gott og nóg var ástin. Hún hefði nægt þótt við hefðum orðið tíu til tólf systk- ini, eins og til stóð, en ég fékk hana nú alla ein. Ég minnist þess t.d. hvað ég varð sár og hissa þegar ég

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.