Vikan


Vikan - 03.12.1998, Síða 36

Vikan - 03.12.1998, Síða 36
Brún Randalína með hvítu kremi 200 g smjörlíki 200 g sykur 3 egg 250 g hveiti 1/2 tsk. lyftiduft 1/2 tsk. engifer 1 tsk. negull 1 tsk. kanill 2 msk. kakó Ofninn er settur á 200°C. Fjögur kökumót 17x25 sm eru vel smurð. Smjörlíki og sykri er hrært vel saman. Eggjum bætt út í einu í einu og hrært vel. Þurrefni eru sigtuð út í og blandað var- lega saman. Deiginu er hellt jafnt í formin og bakað í u.þ.b.15 mín. neðst í ofnin- um. Hvítt smjörkrem 150 g smjör/smjörlíki 400 g flórsykur legg Smjör/smjörlíki og flór- sykri er hrært vel saman. Eggjarauðu bætt út í. Eggja- hvítan er stífþeytt sér og henni að lokum blandað saman við. Kreminu er smurt á milli botnanna. Gott er að geyma kökuna á köldum stað og bera fram kalda. Ljós Randalína með súkkulaði- kremi 250 g smjörlíki 260 g sykur 4egg 260 g hveiti 2 tsk. lyftiduft (slétt fullar) 1 msk. mjólk 1/2 tsk. vanilludropar Ofn stilltur á 200°C. Fjögur form 17x25 sm eru smurð. Smjörlíki og sykri er hrært vel saman, eggjum bætt út í einu í senn. Hveiti og lyftidufti blandað varlega út í ásamt mjólk og vanillu- dropum. Deiginu hellt jafnt í mótin. Bakað neðst í ofni í u.þ.b. 10-12 mín. Súkkulaðikrem 100 g jurtafeiti 200 g suðusúkkulaði 2 lítil egg Jurtafeiti og suðusúkkulaði er brætt yfir gufu. Þegar blandan er orðin köld er eggjunum bætt út í og hrært vel. Þá er kreminu smurt á kökubotnana. Gott er að bera kökuna fram kalda með kaldri mjólk. Laurina Woxnæs Niclasen er nemandi í islensku við Há- skóla íslands. Hún kemur frá Færeyjum og þessa uppskrift hafði hún með sér þaðan. 75 g mjúkt smjör 100 g sykur 50 g púðursykur 150 g hveiti legg 1 tsk. vanillusykur 1/2 tsk. matarsódi 1/2 tsk. salt 100 g saxaðar heslihnetur 100 g saxað súkkulaði Aðferð: Hrærið saman smjör og syk- ur. Bætið púðursykri og eggi út í. Hrært vel. Þá er hveiti, vanillusykri, matarsóda og salti blandað saman við. Þar næst er hnetunum og súkkulaðinu hrært saman við. Þá eru búnir til litlir loppar með teskeið og sett á vel smurða bökunarplötu. Bakað í u.þ.b. 7 mínútur við 175°C eða þar til kök- urnar eru fallega brúnar.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.