Vikan


Vikan - 03.12.1998, Síða 40

Vikan - 03.12.1998, Síða 40
s Idesemberbyrjun fara margir að huga að smákökubakstrinum og gjarnan er það svo að heimilisfólkið er íhaldsamt og það vill sömu smákök- urnar ár eftir ár. Þá er bara að verða við ósk þess, en ekki er vitlaust að prufa eina nýja tegund um hver jól. Möndlu/súkkulaði kök- urnar eru nauðsynlegar á smákökuborðinu hver jól og svo er einnig um korn- flexkökurnar en krakkarnir elska þær. Kókostopparnir eru bæði fallegir og þragð- góðir og piparkökurnar koma börnunum í jólaskap, enda gaman að föndra við þær. Að þessu sinni er til- valið að prófa nýja köku- tegund, ostakökur, en þær eru upplagðar fyrir einstak- linga sem þurfa sykurskert fæði, eins og algengt er með eldra fólk. Qstakökup 150 g snijör 200 g ostur ( 26%) 250 g hveiti 2 dl rjómi 1 tsk. salt 1 tsk. pipar 1 egg til penslunar Osturinn er rifinn með járni fremur smátt. Smjörinu og ostinum er hrært sam- an, síðan er hveitinu og kryddinu bætt út í og að lokum rjóman- um. Ath. að hræra ekki of mikið!. Setjið bökunarpapp- ír á plötu. Hitið ofn- inn 180 °C. Formið flangar litlar lengjur og raðið á plötuna, penslið með egginu og stráið e.t.v. niðurrifn- um osti ofan á hverja köku. Bakist í miðjum ofni þar til kökurnar eru orðnar aðeins lit- aðar að ofan.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.