Vikan


Vikan - 21.11.1957, Side 3

Vikan - 21.11.1957, Side 3
PEIMINGARIMIR OG UFSHAMINGJAN Það fer ekki alltaf saman, mikill auður og mikil hamingja HANN var ríkur og iðinn og auð sinn gat hann þakkað sínum eigin dugn- aði. Hann var heilsuhraustur og enginn vissi til þess, að neitt amaði að hjá hon- um. Þó framdi hann sjálfsmorð. „Að mínum dómi hefur mér gjörsam- lega mistekist,“ skrifaði hann í kveðju- bréfinu. Hvað átti hann við? Hann átti við, að hann skorti það sem mestu varðar: lífs- gleði og sálarfrið. Margir líkjast honum. Ég þekki mann, sem ólst upp við fátækt og um fertugt var orðinn flugríkur. „Hann er heppinn þessi!“ sögðu menn. En var hann það? Auðsöfnun var orðin ástríða hjá hon- um. Hann hafði sífelldar áhyggjur — á- hyggjur af því, hvernig hann gæti grætt meiri peninga og hvernig hann gæti varð- veitt þá, sem hann þegar átti. Öll hugsun hans snerist um þetta. Allt varð að víkja fyrir því — vinir, fjölskylda, skemmtanir. 1 stuttu máli sagt: hann var búinn að glata listinni að lifa. Vegna þessa yfirgaf konan hans hann og dóttir hans flæktist út í óhamingjusamt hjónaband. Nú er hann tekinn að eldast. Og hann er einmana, bitur maður, sem að vísu þekkir ákaflega marga, en sem þó á ekki einn einasta vin. Hann heldur vita- skuld áfram að græða peninga, og í aug- um heimsins er hann sjálfsagt öfunds- verður. En hann er það vissulega ekki, ef hamingja er meira virði en peningar. Hvað er þetta þá, sem menn kalla lífs- hamingju? Peningar, bílar, skrauthýsi, skemmtisnekkjur ? Jú, óneitanlega er þetta hinn almenni mælikvarði. En það er ekki þar með sagt, að hann sé réttur. Auð- legð og hamingja er ekki eitt og hið sama. Kunningja mínum var boðið að dveljast um helgi á listisnekkju verzlunarmanns nokkurs. Þeir þekktust raunar naumast. Boðið stóð í sambandi við viðskipti. „Aldrei á æfinni,“ sagði kunningi minn eftirá, „hefur mér leiðst eins hræðilega. Veðrið var dásamlegt, þjónustan fullkom- in. Allir hefðu átt að hafa skemmtun af þessu. En —“ Hann hristi höfuðið dapur- lega. Svo hélt hann áfi'am: „Það eina, sem maðurinn kærði sig um að tala um, var peningar! Hvernig hann kynni að geta klófest nokkrar þúsundir þarna og nokkr- ar þúsundir við þetta tækifæri. Ekkert annað virtist skipta máli. Það lá við borð, að maður yrði feiminn og miður sín.“ Auðvitað er ég ekki að halda því fram, að þeir fátæku séu hamingjusamastir. Og enginn má skilja orð mín svo, að ég telji að peningunum fylgi ætíð óhamingja. Eins og heimurinn er núna, er fátækt býsna ömurleg. Peningar eru ágætir út af fyrir sig. Ég á einungis við, að lífshamingjan smýgur áreiðanlega úr greipum þeirra, sem láta allt snúast um peningana. Milljónamæringurinn Russel Sage er nærtækt dæmi. Hann hafði aðeins eitt markmið í lífinu: að eignast sífellt meiri peninga. Og honum tókst það. Peningamir bókstaflega streymdu inn. En hver var árangurinn ? Lifandi dauði! Hann gekk í sömu görmunum árum sam- an, lifði mestmegnis á ódýrrnn eplum og ódýrara brauði. Svona gekk þetta unz það ótrúlega skeði, að honum brást bogalistin einn góðan veðurdag. Hann lagði peninga í fyrirtæki, sem varð gjaldþrota, og tap- aði stórfé. Svo að hann afréð að spara betur. Hann hætti að borða hádegisverð og lifði mest- megnis á skemmdum eplum. Russell Sage hefði kunnað að meta Hetty Green Wilkes. Hún var Bandaríkja- maður eins og hann, og eftir mælikvarð- anum, sem áðan var nefndur, farnaðist henni óneitanlega vel. Svo mikið f jálmála- vit hafði hún, að þegar hún andaðist árið 1952, lét hún eftir sig um 1400 milljónir króna! Hefðirðu öfundað hana? Jæja, þú hefðir ekki þurft að gera það. Ekki nema þú sért þannig gerður, að þú teljir það eft- irsóknarvert að lifa í fullkominni niður- lægingu. Pað gerði Hetty hin ríka. Aumustu betli- kerlingar hefðu afsagt að ganga í fötun- um hennar. Enginn maður með réttu ráði hefði lagt sér það til munns sem hún gerði. Hún tróð dagblöðum inn á sig til þess að halda á sér hita og sótti fæðu sína í ösku- tunnur nágrannanna. Hún lifði ekki, hún hjarði. Og allt þetta lagði hún á sig til þess að geta átt peninga — ógrynni peninga — í banltanum. Kunnur brezkur lögfræðingur bar sig öðruvísi að. Hann gerði sér ljóst, að pen- ingarnir eru ekki fyrir öllu. Honum leidd- ist lögfræðin, þótt liann græddi á henni. Hvað gerði hann ? Hann gerðist kaupamað- ur uppi í sveit. Það var líf, sem átti við hann — og fjandinn hirði peningana! Seinna eignaðist hann sína eigin jörð. Þetta minnir mig á annan ágætan mann. Hann hafði endurskoðunarskrifstofu í London og tekjur hans voru talsvert á annað hundrað þúsund krónur á ári. „Ég var einn af betri borgurunum svokölluðu," tjáði hann mér fyrir skemmstu, „og allir gengu út frá því, að ég væri harla ánægð- ur með minn hlut. En svo rann það allt í einu upp fyrir mér, að ég var að blekkja sjálfan mig. Ég hafði engan tíma til að lifa. Ég tók meir að segja verkefni heim með mér á kvöldin, vann oft á tíðum langt fram á nótt. Þetta var að gera út af við mig og konuna mína. Hjónaband okkar var í hættu.“ Hjónin leystu vandann á harla óvenju- legan hátt. Hann varð bílstjóri hjá efnuð- um piparsveini í Suffolk og hún sá um hússtjórnina. „Frá fjárhagslegu sjónarmiði erum við auðvitað verr stödd,“ tjáði hann mér yfir bjórglasi. „En við höfum aldrei verið við betri heilsu, aldrei haft eins fáar áhyggjur, aldrei liðið eins vel.“ Plvaða ályktanir má nú draga af þessu? Framhald á bls. H ■IVIIIIIIIIIIII DUTLUNGAR OG KVENFÓLK DESIRÉE hét 23 ára gömul frönsk stúlka frá Rouen. 3ún var falleg og aðlaðandi. Hún var gift ágætum og efn- uðum manni, sem bar hana & íöndum sér. Hún hafði peninga eftir vild, þjón á hverjum fingri, íburðarmikla ibúð í grend við Chaps-Elysées og fagran sumarbústað við Signu. Maðui inn hennar elskaði hana. Og þó kom á daginn, að hún var ekki einungis óánægð, hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Dag nokkurn rakst hún á ótíndan flæking. Hann vai' skeggjaður og ófrýnilegur. Hann var sannarlega ekki þannig á sig kominn, að líklegt væi'i að ung og lagleg stúlka liti við honum. Og þó varð þetta ást við fyrstu sýn! Viku seinna hljóp Desirée frá manninum sínum og skildi eftir bréf, þar sem hún lýsti yfir, að ástúð hans, nærgætni og auðlegð hefði verið að gera hana vitfirrta! „Ég þoli þetta líf ekki lengur og er hér með hætt að vera konan þín. Svo er guði fyrir að þakka, að ég hef fundið mér mann, sem þannig er ástatt um, að hann þarfnast mín. Þú munt sennilega reka upp skellihlátur, ef þú sérð hann — svo dásamlega ólag- legur er hann. En ég veit, að ég mun aldrei frá honum fara.“ Það er frægt að endemum, hve konur geta verið dutlunga- fullar. Oft hefur þetta komið karlmanninum í koll. Og kannski ekki síst, þegar hann hefur talið sig eiga í fullu tré við kvenmanninn, vera hús- bóndi á sínu heimili. Hann hefur þá oftar en einu sinni rekið sig harkalega á, að svo var aðeins á yfirborðinu. I Kaliforníu fóru miðaldra hjón út að skemmta sér, drukku of mikið og urðu sund- urorða. Þau héldu áfram að rlfast á heimleiðinni. Þetta jókst orð af orði eftir að heim var komið, unz maðurinn hrópaði: „Ég skal drepa þig!“ og þaut út að bíl sínum, þar sem hann átti geymda skamm- byssu. Hann þreif hana og var á leið upp að dyrunum, þegar skot kvað við og hann hneig örendur til jarðar. Konan, sem hann hafði hótað að drepa, hafði hlaupið .upp á loft, þrifið skammbyssu sem hún átti, miðað vandlega út um svefn- herbergisgluggann og fellt manninn með einu skoti. Hamslaus bræði og hugsun- arlaus framkvæmd dregur oft dilk á eftir sér. Fráskilin kandadisk kona deildi við manninn sinn fyrrverandi um skiptingu eigna þeirra. Hún krafðist þess að fá hús þeirra í sinn hlut. ,,Ég drep þig, ef þú neitar mér um þetta" lýsti hún yfir. Og tvisvar var hún nærri búin að gera alvöru úr hótun- inni. Eitt sinn vildi það mann- inum til lífs, að byssan, sem . hún miðaði á hann, var gömul = og léleg og skotið hljóp ekki i úr henni. Nokkru seinna rak j hún hníf í hann og særði hann 5 svo illa, að hann varð að leggj- i ast á sjúkrahús. Að lokum tók aumingja maðurinn það til bragðs að flýja. En konunni tókst að _ rekja slóð hans til borgar : einnar i nági'enninu. Þangað = hélt hún og barði að dyrum á i íbúðinni hans. Um leið og þeim : var lokið upp, tæmdi hún j byssu sína á manninn, sem stóð i andspænis henni í rökkrinu. : Þessu næst hélt hún heim á | hótelið, sem hún bjó í, og i reyndi að stytta sér aldur með : svefnlyfi. En henni var bjarg- f að á síðustu stundu. Þá gerði hún ægilega upp- i götvun. Hún hafði drepið blá- i ókunnugan mann. Hann hafði \ opnað dyrnar af hendingu, en \ sökum þess hve dimmt var í j forstofunni, hafði hún ekki j áttað sig á því, að þetta var j ekki maðurinn hennar fyrrver- j andi. /lllllllllllll||||||||||||||||ÍI||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||t|||||M||||(f||(Ma|||a||||||Ma|a,a \7IKAN 3 oimi.»iii»MimimMn»imilmuimnnliimimii...iiiiii

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.