Vikan


Vikan - 21.11.1957, Blaðsíða 4

Vikan - 21.11.1957, Blaðsíða 4
Tilkynnimg nm mnrð eftir Agöthu Ghristie UNGFRÚ BLACKLOCK hafði umsvifalaust tekið málið í sínar hendur. Veslings Dóra, veslings litla, fallega, heimska Dóra. Hún hafði steypt sér yfir Dóru, haft hana á brott með sér og komið henni fyrir á heimili sínu í Little Paddock með þessum orðum: „Húshaldið er að verða mér ofviða. Eg þarf að hafa einhvern mér til aðstoðar á heimilinu." Það yrði aldrei lengi — læknirinn hafði sagt henni að . . . en stundum fannst henni Dóra samt hræðilega þreytandi. Hún kom öllu á ringulreið, æsti upp skapstyggu, út- lendu stúlkuna þeirra, taldi þvottinn vitlaust, týndi reikningum og miðum — svo að stundum kom hún ungfrú Blacklock, sem annars hafði alltaf gott vald á öllu, til að örvænta. Veslings gamla Dóra, sem var svo utan við sig, en þó svo trygg, svo áköf í að hjálpa til, svo ánægð og hreykin yfir að geta orðið að liði — en sem því miður var ekki hægt að treysta. — Dóra, þú veizt að ég hef beðið þig. . . svaraði ungfrú Blacklock hvasst. — Æ! Ungfrú Bunner varð skömmustuleg. Ég veit það. Ég gleymdi því alveg. En — en þú hefur áhyggjur af þessu, er það ekki? Áhyggjur? Nei, nei, svaraði hún, en bætti svo við sannleikanum samkvæmt. — Ég hef ekki beinlínis áhyggjur. Ertu ekki að tala um þessa bjánalegu auglýsingu í Gazette? Jú — þó þetta eigi kannski að vera grín, þá finnst mér það ill- kvittnislegt grín. - Illkvittnislegt ? — Já, það fellst einhver illska í því. Þetta er ekki saklaust gaman, á ég við. Ungfrú Blacklock horfði á vinkonu sína, á blíðlegu augun, þrjósku- lega munninn og uppbretta nefið. Vesalings Dóra, svo ósköp þreytandi, svo utan gátta, svo trygg og trú og til eilífra vandræða. En þessi kæri gamli, fyrirferðarmikli kjáni fann þó á einhvern undarlegan hátt hlutina á sér. — Eg hugsa að þú hafir rétt fyrir þér, Dóra. svaraði ungfrú Black- lock. Þetta er ekki saklaust gaman. — Mér er ekkert um það, sagði Dóra með óvæntum ákafa. Það gerir mig hálfhrædda. Þú ert lika hrædd, Letitia, bætti hún við. — Vitleysa, svaraði ungfrú Blacklock hressilega. - Það er hætta á ferðinni. Ég er alveg viss um það. Það er eins op þegar sprengjur eru sendar í pökkum. Góða mín, þetta 'er bara einhver heimskur bjáni, sem er að reyna að vera fyndinn. En það er ekkert fyndið. Nei, það var reyndar ekki mjög fyndið . . . Ungfrú Blacklock kom upp um hugsanir sínar og Dóra hrópaði sigri hrósandi. — Þarna sérðu. Þú ert mér sammála! — En kæra Dóra ... Hún þagnaði. Ung brjóstamikil kona I þröngri jersy peysu, kom æð- afidi inn jneð rniklum gauragangi. Hún var í rykktu pilsi í skæru'm lit og hafði vaíið óhreinni hárfléttu marga hringi um höfuðið á sér. Svört augun I henni skutu gneistum. Nú ég tala við þig. Já? Nei? sagði hún með þjósti. Tilkynning um morð, sem mun verða framið föstudaginn 29. október í Little Paddocks klukkan 6,30 e. h. Vinir, takið eftir, þetta verður einasta kallið. Þessa tilkynningu hafa lesið í þorpsblaðinu þau: Frú Swettenham og Edmund sonur hennar Easterbrook ofursti og kona hans. Vinkonurnar ungfrú Hinchliff og ungfrú Murgatroyd. Frú Harmon, prestfrúin á staðnum ásamt heimilisfólkinu í Little Paddocks, sem ekki veit livaðan á sig stendur veðrið, en það eru: Ungfrú Blacklock, eigandi hússins. Dóra Bunner, vinkona hennar. Júlía og Patrick Simmons, frændsystkin hennar. Mitzi, útlenda þjónustustúlkan. öli halda þau að hér sé um einhvem leik eða ósmekklegt grin að ræða, og allir sem ekki eiga heima í Httle Paddocks, á.kveða að vera þar klukkan 6,80 á föstudeginum. Ungfrú Blacklock andvarpaði. — Auðvitað, Mitzi, hvað er að? Stundum var hún sannfærð um að það væri betra að gera öll hús- verkin sjálf og elda matinn að auki en að þurfa sífellt að vera að lægja skapofsann í flóttastúlkunni, sem hún hafði sér til hjálpar. Ég segja það strax — það verða allt í lagi ? Ég segja upp og ég fara ■— ég fara strax! — Hvers vegna? Hefur einhver komið þér úr jafnvægi? — Já, ég úr jafnvægi, sagði Mitzi með áherzlu. Ég ekki vilja deyja! í Evrópu ég komast undan. öll fjölskyldan deyja — öll drepin ■—- mamma mín, litli bróðir minn, elsku litla frænka mín — öll sömun, þau deyja. Ég hlaupa í burtu — ég fela mig. Ég komast til Englands. Ég vinna. Ég vinna verk, sem ég aldrei, aldrei vinna í mínu landi. . . . Ég . . . Ég veit þetta allt, sagði ungfrú Blacklock þurrlega. Mitzi var sífellt með þetta á vörunum. — En hvers vegna viltu fara frá mér núna? Því nú þeir aftur koma og drepa mig! — Hverjir? — Óvinirnir. Nazistarnir! Eða kannski það vera bolsarnir núna. Þeir komast að ég er hér. Þeir koma og drepa mig. Ég búin að lesa það -— já — það standa í blaðinu! O—ó, áttu við tilkynninguna í Gazette? Hérna, hérna standa skrifað. Mitzi rétti fram Gazette, sem hún hafði falið fyrir aftan bak. — Sjáið - hér standa morð. 1 Little Paddock. Hérna, ekki rétt? 1 kvöld klukkan 6,30. Aha! Ég ekki bíða og verða myrt — nei, nei, nei! — En því skyldi þetta eiga við þig ? Það er — við höldum að þetta sé bara grín. — Grín ? Það er ekkert grín að myrða. — Nei, auðvitað ekki. En kæra barn, ef einhver ætlaði að myrða þig, þá mundi hann ekki auglýsa það í blöðunum, heldurðu það? — Ekki? Mitzi virtist á báðum áttum. Þið kannski halda þeir ekki myrða neinn? Kannski þeir myrða þig, ungfrú Blacklock. —- Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður vilji myrða mig, svar- aði ungfrú Blacklock í léttum tón. Og ef satt skal segja, þá skil ég ekki hvers vegna þú ættir að vera myrt. Hvers vegna skyldu menn vilja það ? — Vegna þess þeir vera vont fólk . . . Voða vont fólk, ég skal segja ykkur, mamma mín, litli bróðir minn, elsku lítil frænka . . . ■— Já já, já, ungfrú Blacklook stöðvaði orðafíauminn. En ég get samt ekki ímyndað mér að nokkurn langi til að myrða þig, Mitzi. Auðvitað get ég ekki haldið í þig, ef þú vilt fara svona alveg fyrirvaralaust frá mér. En það er ákaflega óskynsamlegt af þér að gera það. Síðan bætti hún við í ákveðnum tón, þegar hún sá að hik kom á Mitzi: — Við verð- um að hakka kjötið, sem við fengum sent til miðdegisverðar. Það lítur út fyrir að vera seigt. — Ég búa til gúllash, mitt góða gúllash. — Já, ef þú vilt það heldur. Og kannski þú gætir notað upp harða ostinn í ostastengur. Ég býst við að við megum eiga von á gestum, sem þurfa að fá eitthvað til að dreypa á í kvöld. I kvöld ? Hvað þú meina, í kvöld ? - Klukkan hálf sjö. -■ Það er tíminn í blaðinu. Hver koma þá? Hvers vegna koma þeir? -— Þeir koma i erfidrykkjuna, svaraði ungfrú Blacklock kímin. Þetta er nóg, Mitzi. Ég er önnum kafin. Lokaðu hurðinni á eftir þér, bætti hún við ákveðin. — Þetta róaði hana i bili, sagði hún svo, þegar dyrnar lokuðust á eftir Mitzi. — Þú ort svoddan snillingur, Letty, sagði ungfrú Bunner með aðdáun. ÞRIÐJI KAFLI Klukkan 6.30 e. h. I - Jæja, þá erum víð tilbúin, sagði ungfrú Blacklock. Hún leit ánægð í kringum sig í samliggjandi stofunum tveimur. Rósóttu sirzgluggatjöld- in fóru vcl, þarna voru tvær bronzskálar með chrysanthemum, lítill vasi með fjólum, sigarettukassi úr silfri á borðinu við vegginn og bakki með hressingu á hliðarborðinu. Little Paddocks var meðalstórt hús, byggt í Victoríönskum stíl. Á þvi voru lágar, langar svalir og grænir gluggahlerar. í öðrum endanum 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.